Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar 12. nóvember 2024 22:02 Í nýlegri frétt á Vísi kom fram að allt að helmingslíkur séu á því að farið verði yfir vendipunkt í veltihringrás Atlantshafsins á þessari öld. Þar er vitnað í Stefan Rahmstorf, hafeðlisfræðing við Potsdam Institute í Þýskalandi en sá hinn sami hélt áhrifamikinn fyrirlestur í HÍ fyrir mánuði síðan. En hver er þessi veltihringrás og hvað þýðir þetta eiginlega? Okkur var kennt í skóla að Íslendingar eigi allt lífsviðurværi sitt undir Golfstraumnum komið. Hluti Golfstraumsins liggur norður til Íslands og tengist stærri hringrás sem er kölluð veltihringrás Atlantshafsins eða AMOC (Atlantic Meridional Overturning Circulation). Sú veltihringrás er drifin áfram af seltu. Sjórinn er hlýrri og saltari við miðbaug vegna uppgufunar og hann flytur okkur varma þegar hann streymir norður til Íslands. Þegar straumurinn tekur að kólna þá sekkur hann því saltari sjór er eðlisþyngri. Niðurstreymi sjósins tekur með sér súrefni þegar það sekkur niður í djúpin og á þeim svæðum eru jafnan gjöful fiskimið. En getur þessi veltihringrás hrunið? Undanfarna áratugi hefur mælst kuldapollur í hafinu suðvestan af Íslandi, einmitt á því svæði þar sem straumur veltihringrásarinnar sekkur. Þetta þýðir að veltihringrásin sé að dvína og stafar það af auknu írennsli ferskvatns frá bráðnun Grænlandsjökuls og aukinni úrkomu. Aukið ferskvatn dregur úr virkni hringrásarinnar, sem dregur úr streymi saltvatns norður á bóginn, sem dregur enn frekar úr virkni hringrásarinnar. Eftir að farið er yfir vendipunkt í þessu ferli, verður það að vítahring sem dregur sífellt meir úr virkni hringrásarinnar þar til hún hrynur. Aðeins nýlega eru loftslagslíkön farin að taka tillit til þessa samspils jökla, hafs og lofts. Þá hefur kemur í ljós að vendipunkturinn er mun nær en við héldum og hrun veltihringrásarinnar er yfirvofandi, ef ekkert er að gert. Stefan Rahmstorf hefur tekið saman niðurstöður loftslagslíkana úr nýlegum vísindagreinum á þessu sviði og dregur þá ályktun að allt að helmingslíkur séu á því að við förum yfir vendipunktinn á þessari öld. Ef farið er yfir vendipunktinn þá er ekki aftur snúið heldur aðeins tímaspursmál hvenær veltihringrásin hrynur. En hvað myndi það þýða fyrir Ísland ef veltihringrásin hrynur? Í stuttu máli, þá myndi hitastig á Íslandi falla um 7-9 gráður, þrátt fyrir hnattræna hlýnun, og Ísland yrði óbyggilegt. Við gætum engan landbúnað stundað, gjöfulu fiskimiðin okkar myndu hverfa, jöklar myndu skríða fram og við gætum annað hvort reynt að norpa við erfiðar aðstæður meðfram strandlínunni eða flúið land. Íslendingar yrðu þá sennilega flestir loftslagsflóttamenn. Öll okkar menning og mannvirki yrðu að engu og allt okkar strit í 1200 ár til einskis unnið. Því segi ég að við verðum af brýnni nauðsyn að stöðva alla losun gróðurhúsalofttegunda á örfáum árum til að koma í veg fyrir gífurlegar hamfarir vegna loftslags- og sjávarbreytinga sem munu annars eyða allri byggð á Íslandi. Nú duga engin vettlingatök eða afsakanir. Engin loftslagsaðgerð telst óhagkvæm ef hagkerfið sjálft er í húfi. Hér þarf samhent átak okkar allra af stærðargráðu sem aldrei hefur sést áður. Undir því er öll okkar framtíð komin. Kjósum aðeins þá flokka sem hafa raunverulega metnaðarfulla stefnu í loftslagsmálum. Sem hópstjóri umhverfisnefndar hjá Vinstri grænum hef ég lagt allt kapp á að gera umhverfisstefnu okkar eins róttæka og unnt er. Þið megið treysta því að sjálfur muni ég berjast fyrir framtíð okkar af öllum mætti og því býð ég mig fram á lista Vinstri grænna í þingkosningunum 2024. Höfundur umhverfisverkfræðingur og 8. á lista Vinstri grænna í Reykjavíkurkjördæmi suður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vinstri græn Loftslagsmál Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson Skoðun Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson Skoðun Skoðun Skoðun Hraðbraut við fjöruna í Kópavogi - Kársnesstígur Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ekki eina ríkisleið í skólamálum, takk! Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Kynslóðaskipti í landbúnaði – áskorun framtíðarinnar Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Orðin innantóm um ársreikning Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík er okkar Viðar Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðheilsa og lífsgæði í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eru bara slæmar fréttir af loftslagsmálum? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Nýtt byggingarland á Blikastöðum Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Er B minna en 8? Thelma Rut Haukdal skrifar Skoðun Endurskoðun áfengislöggjafarinnar er verkefni stjórnmálanna Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hverju ertu til í að fórna? María Rut Ágústsdóttir skrifar Skoðun Tvær akgreinar í hvora átt frá Rauðavatni að Markarfljóti Arnar Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Leikskóli er grunnþjónusta, ekki lúxus Örn Arnarson skrifar Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut á forsendum Reykvíkinga skrifar Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Ég vil Vor til vinstri! Rakel Hildardóttir skrifar Skoðun Styðjum Skúla - í okkar þágu Sindri Freysson skrifar Skoðun Hverfur Gleðigangan? Guðmundur Ingi Þórodsson skrifar Skoðun Samvinna en ekki einangrun Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afnám jafnlaunavottunar Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar Sjá meira
Í nýlegri frétt á Vísi kom fram að allt að helmingslíkur séu á því að farið verði yfir vendipunkt í veltihringrás Atlantshafsins á þessari öld. Þar er vitnað í Stefan Rahmstorf, hafeðlisfræðing við Potsdam Institute í Þýskalandi en sá hinn sami hélt áhrifamikinn fyrirlestur í HÍ fyrir mánuði síðan. En hver er þessi veltihringrás og hvað þýðir þetta eiginlega? Okkur var kennt í skóla að Íslendingar eigi allt lífsviðurværi sitt undir Golfstraumnum komið. Hluti Golfstraumsins liggur norður til Íslands og tengist stærri hringrás sem er kölluð veltihringrás Atlantshafsins eða AMOC (Atlantic Meridional Overturning Circulation). Sú veltihringrás er drifin áfram af seltu. Sjórinn er hlýrri og saltari við miðbaug vegna uppgufunar og hann flytur okkur varma þegar hann streymir norður til Íslands. Þegar straumurinn tekur að kólna þá sekkur hann því saltari sjór er eðlisþyngri. Niðurstreymi sjósins tekur með sér súrefni þegar það sekkur niður í djúpin og á þeim svæðum eru jafnan gjöful fiskimið. En getur þessi veltihringrás hrunið? Undanfarna áratugi hefur mælst kuldapollur í hafinu suðvestan af Íslandi, einmitt á því svæði þar sem straumur veltihringrásarinnar sekkur. Þetta þýðir að veltihringrásin sé að dvína og stafar það af auknu írennsli ferskvatns frá bráðnun Grænlandsjökuls og aukinni úrkomu. Aukið ferskvatn dregur úr virkni hringrásarinnar, sem dregur úr streymi saltvatns norður á bóginn, sem dregur enn frekar úr virkni hringrásarinnar. Eftir að farið er yfir vendipunkt í þessu ferli, verður það að vítahring sem dregur sífellt meir úr virkni hringrásarinnar þar til hún hrynur. Aðeins nýlega eru loftslagslíkön farin að taka tillit til þessa samspils jökla, hafs og lofts. Þá hefur kemur í ljós að vendipunkturinn er mun nær en við héldum og hrun veltihringrásarinnar er yfirvofandi, ef ekkert er að gert. Stefan Rahmstorf hefur tekið saman niðurstöður loftslagslíkana úr nýlegum vísindagreinum á þessu sviði og dregur þá ályktun að allt að helmingslíkur séu á því að við förum yfir vendipunktinn á þessari öld. Ef farið er yfir vendipunktinn þá er ekki aftur snúið heldur aðeins tímaspursmál hvenær veltihringrásin hrynur. En hvað myndi það þýða fyrir Ísland ef veltihringrásin hrynur? Í stuttu máli, þá myndi hitastig á Íslandi falla um 7-9 gráður, þrátt fyrir hnattræna hlýnun, og Ísland yrði óbyggilegt. Við gætum engan landbúnað stundað, gjöfulu fiskimiðin okkar myndu hverfa, jöklar myndu skríða fram og við gætum annað hvort reynt að norpa við erfiðar aðstæður meðfram strandlínunni eða flúið land. Íslendingar yrðu þá sennilega flestir loftslagsflóttamenn. Öll okkar menning og mannvirki yrðu að engu og allt okkar strit í 1200 ár til einskis unnið. Því segi ég að við verðum af brýnni nauðsyn að stöðva alla losun gróðurhúsalofttegunda á örfáum árum til að koma í veg fyrir gífurlegar hamfarir vegna loftslags- og sjávarbreytinga sem munu annars eyða allri byggð á Íslandi. Nú duga engin vettlingatök eða afsakanir. Engin loftslagsaðgerð telst óhagkvæm ef hagkerfið sjálft er í húfi. Hér þarf samhent átak okkar allra af stærðargráðu sem aldrei hefur sést áður. Undir því er öll okkar framtíð komin. Kjósum aðeins þá flokka sem hafa raunverulega metnaðarfulla stefnu í loftslagsmálum. Sem hópstjóri umhverfisnefndar hjá Vinstri grænum hef ég lagt allt kapp á að gera umhverfisstefnu okkar eins róttæka og unnt er. Þið megið treysta því að sjálfur muni ég berjast fyrir framtíð okkar af öllum mætti og því býð ég mig fram á lista Vinstri grænna í þingkosningunum 2024. Höfundur umhverfisverkfræðingur og 8. á lista Vinstri grænna í Reykjavíkurkjördæmi suður.
Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar
Skoðun Orðin innantóm um ársreikning Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar
Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar
Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar