Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar 12. nóvember 2024 22:02 Í nýlegri frétt á Vísi kom fram að allt að helmingslíkur séu á því að farið verði yfir vendipunkt í veltihringrás Atlantshafsins á þessari öld. Þar er vitnað í Stefan Rahmstorf, hafeðlisfræðing við Potsdam Institute í Þýskalandi en sá hinn sami hélt áhrifamikinn fyrirlestur í HÍ fyrir mánuði síðan. En hver er þessi veltihringrás og hvað þýðir þetta eiginlega? Okkur var kennt í skóla að Íslendingar eigi allt lífsviðurværi sitt undir Golfstraumnum komið. Hluti Golfstraumsins liggur norður til Íslands og tengist stærri hringrás sem er kölluð veltihringrás Atlantshafsins eða AMOC (Atlantic Meridional Overturning Circulation). Sú veltihringrás er drifin áfram af seltu. Sjórinn er hlýrri og saltari við miðbaug vegna uppgufunar og hann flytur okkur varma þegar hann streymir norður til Íslands. Þegar straumurinn tekur að kólna þá sekkur hann því saltari sjór er eðlisþyngri. Niðurstreymi sjósins tekur með sér súrefni þegar það sekkur niður í djúpin og á þeim svæðum eru jafnan gjöful fiskimið. En getur þessi veltihringrás hrunið? Undanfarna áratugi hefur mælst kuldapollur í hafinu suðvestan af Íslandi, einmitt á því svæði þar sem straumur veltihringrásarinnar sekkur. Þetta þýðir að veltihringrásin sé að dvína og stafar það af auknu írennsli ferskvatns frá bráðnun Grænlandsjökuls og aukinni úrkomu. Aukið ferskvatn dregur úr virkni hringrásarinnar, sem dregur úr streymi saltvatns norður á bóginn, sem dregur enn frekar úr virkni hringrásarinnar. Eftir að farið er yfir vendipunkt í þessu ferli, verður það að vítahring sem dregur sífellt meir úr virkni hringrásarinnar þar til hún hrynur. Aðeins nýlega eru loftslagslíkön farin að taka tillit til þessa samspils jökla, hafs og lofts. Þá hefur kemur í ljós að vendipunkturinn er mun nær en við héldum og hrun veltihringrásarinnar er yfirvofandi, ef ekkert er að gert. Stefan Rahmstorf hefur tekið saman niðurstöður loftslagslíkana úr nýlegum vísindagreinum á þessu sviði og dregur þá ályktun að allt að helmingslíkur séu á því að við förum yfir vendipunktinn á þessari öld. Ef farið er yfir vendipunktinn þá er ekki aftur snúið heldur aðeins tímaspursmál hvenær veltihringrásin hrynur. En hvað myndi það þýða fyrir Ísland ef veltihringrásin hrynur? Í stuttu máli, þá myndi hitastig á Íslandi falla um 7-9 gráður, þrátt fyrir hnattræna hlýnun, og Ísland yrði óbyggilegt. Við gætum engan landbúnað stundað, gjöfulu fiskimiðin okkar myndu hverfa, jöklar myndu skríða fram og við gætum annað hvort reynt að norpa við erfiðar aðstæður meðfram strandlínunni eða flúið land. Íslendingar yrðu þá sennilega flestir loftslagsflóttamenn. Öll okkar menning og mannvirki yrðu að engu og allt okkar strit í 1200 ár til einskis unnið. Því segi ég að við verðum af brýnni nauðsyn að stöðva alla losun gróðurhúsalofttegunda á örfáum árum til að koma í veg fyrir gífurlegar hamfarir vegna loftslags- og sjávarbreytinga sem munu annars eyða allri byggð á Íslandi. Nú duga engin vettlingatök eða afsakanir. Engin loftslagsaðgerð telst óhagkvæm ef hagkerfið sjálft er í húfi. Hér þarf samhent átak okkar allra af stærðargráðu sem aldrei hefur sést áður. Undir því er öll okkar framtíð komin. Kjósum aðeins þá flokka sem hafa raunverulega metnaðarfulla stefnu í loftslagsmálum. Sem hópstjóri umhverfisnefndar hjá Vinstri grænum hef ég lagt allt kapp á að gera umhverfisstefnu okkar eins róttæka og unnt er. Þið megið treysta því að sjálfur muni ég berjast fyrir framtíð okkar af öllum mætti og því býð ég mig fram á lista Vinstri grænna í þingkosningunum 2024. Höfundur umhverfisverkfræðingur og 8. á lista Vinstri grænna í Reykjavíkurkjördæmi suður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vinstri græn Loftslagsmál Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Halldór 27.03.2024 Halldór Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall skrifar Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Sjá meira
Í nýlegri frétt á Vísi kom fram að allt að helmingslíkur séu á því að farið verði yfir vendipunkt í veltihringrás Atlantshafsins á þessari öld. Þar er vitnað í Stefan Rahmstorf, hafeðlisfræðing við Potsdam Institute í Þýskalandi en sá hinn sami hélt áhrifamikinn fyrirlestur í HÍ fyrir mánuði síðan. En hver er þessi veltihringrás og hvað þýðir þetta eiginlega? Okkur var kennt í skóla að Íslendingar eigi allt lífsviðurværi sitt undir Golfstraumnum komið. Hluti Golfstraumsins liggur norður til Íslands og tengist stærri hringrás sem er kölluð veltihringrás Atlantshafsins eða AMOC (Atlantic Meridional Overturning Circulation). Sú veltihringrás er drifin áfram af seltu. Sjórinn er hlýrri og saltari við miðbaug vegna uppgufunar og hann flytur okkur varma þegar hann streymir norður til Íslands. Þegar straumurinn tekur að kólna þá sekkur hann því saltari sjór er eðlisþyngri. Niðurstreymi sjósins tekur með sér súrefni þegar það sekkur niður í djúpin og á þeim svæðum eru jafnan gjöful fiskimið. En getur þessi veltihringrás hrunið? Undanfarna áratugi hefur mælst kuldapollur í hafinu suðvestan af Íslandi, einmitt á því svæði þar sem straumur veltihringrásarinnar sekkur. Þetta þýðir að veltihringrásin sé að dvína og stafar það af auknu írennsli ferskvatns frá bráðnun Grænlandsjökuls og aukinni úrkomu. Aukið ferskvatn dregur úr virkni hringrásarinnar, sem dregur úr streymi saltvatns norður á bóginn, sem dregur enn frekar úr virkni hringrásarinnar. Eftir að farið er yfir vendipunkt í þessu ferli, verður það að vítahring sem dregur sífellt meir úr virkni hringrásarinnar þar til hún hrynur. Aðeins nýlega eru loftslagslíkön farin að taka tillit til þessa samspils jökla, hafs og lofts. Þá hefur kemur í ljós að vendipunkturinn er mun nær en við héldum og hrun veltihringrásarinnar er yfirvofandi, ef ekkert er að gert. Stefan Rahmstorf hefur tekið saman niðurstöður loftslagslíkana úr nýlegum vísindagreinum á þessu sviði og dregur þá ályktun að allt að helmingslíkur séu á því að við förum yfir vendipunktinn á þessari öld. Ef farið er yfir vendipunktinn þá er ekki aftur snúið heldur aðeins tímaspursmál hvenær veltihringrásin hrynur. En hvað myndi það þýða fyrir Ísland ef veltihringrásin hrynur? Í stuttu máli, þá myndi hitastig á Íslandi falla um 7-9 gráður, þrátt fyrir hnattræna hlýnun, og Ísland yrði óbyggilegt. Við gætum engan landbúnað stundað, gjöfulu fiskimiðin okkar myndu hverfa, jöklar myndu skríða fram og við gætum annað hvort reynt að norpa við erfiðar aðstæður meðfram strandlínunni eða flúið land. Íslendingar yrðu þá sennilega flestir loftslagsflóttamenn. Öll okkar menning og mannvirki yrðu að engu og allt okkar strit í 1200 ár til einskis unnið. Því segi ég að við verðum af brýnni nauðsyn að stöðva alla losun gróðurhúsalofttegunda á örfáum árum til að koma í veg fyrir gífurlegar hamfarir vegna loftslags- og sjávarbreytinga sem munu annars eyða allri byggð á Íslandi. Nú duga engin vettlingatök eða afsakanir. Engin loftslagsaðgerð telst óhagkvæm ef hagkerfið sjálft er í húfi. Hér þarf samhent átak okkar allra af stærðargráðu sem aldrei hefur sést áður. Undir því er öll okkar framtíð komin. Kjósum aðeins þá flokka sem hafa raunverulega metnaðarfulla stefnu í loftslagsmálum. Sem hópstjóri umhverfisnefndar hjá Vinstri grænum hef ég lagt allt kapp á að gera umhverfisstefnu okkar eins róttæka og unnt er. Þið megið treysta því að sjálfur muni ég berjast fyrir framtíð okkar af öllum mætti og því býð ég mig fram á lista Vinstri grænna í þingkosningunum 2024. Höfundur umhverfisverkfræðingur og 8. á lista Vinstri grænna í Reykjavíkurkjördæmi suður.
Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun