Krafist verði frekari undanþágna frá Kyoto-bókuninni 6. febrúar 2006 20:28 MYND/Stefán Forsætisráðherra segir að núverandi ríkisstjórn muni krefjast frekari undanþágna frá Kyoto-bókuninni til að greiða fyrir uppbyggingu fleiri álvera. Á hvaða ráðherra ríkisstjórnarinnar eiga menn að taka mark varðandi uppbyggingu álvera, spurði formaður Samfylkingarinnar á Alþingi í dag og benti á að menn töluðu í austur og vestur. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir rifjaði upp að iðnaðarráðherra hefði sagt í útvarpsfréttum í júní að einungis væri rúm fyrir eitt álver í viðbót. Þá hefðu skyndilega dúkkað upp hugmyndir um tvö ný álver og frekari stækkun í Straumsvík. Umhverfisráðherra hefði þá stigið fram á sjónarsviðið og sagt að ekki yrði um fleiri álver að ræða ef stækkað yrði í Straumsvík. Og formaður Samfylkingarinnar spurði hverjum ætti að trúa. Ingibjörg Sólrún sagði að fyrir norðan hefði iðnaðar- og viðskiptaráðherra að kynna hugmyndir um álversuppbyggingu á Norðurlandi. Þar hefði ráðherrann sagt að álver þar væri óháð því sem gerðist fyrir sunnan. Norðlendingar hefðu aldrei verið eins nærri því að fá álver. Þegar hún hafi verið spurð út í ummæli umhverfisráðherra í málinu hefði hún sagt orðrétt: „Treystu á mig. Takið ekki mark á umhverfisráðherra." Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra sagði að samningar við álfyrirtæki réðust ekki síst af því hvort hægt yrðaað skaffa rafmagn.Þegar það lægi ljósar fyrir þyrfti að raða því upp og sjá hvernig það rúmaðist í íslensku efnahagslífi. Ingibjörg Sólrún sagði svarið loðið. Hún hlyti að líta svo á, þar sem því hefði ekki verið svarað með öðrum hætti, að þessar þrjár framkvæmdir rúmuðust ekki innan Kyoto-bókunarinnar eða þeim hagstjórnarmarkmiðum sem sett hefðu verið. Ein af þremur gæti það og því spurði Ingibjörg hvort ekki væri verið að draga þrjú fyrirtæki og þrjú sveitarfélög á asnaeyrunum með því að tala ekki skýrt. Ákvæði Kyotobókunarinnar gildir til 2012 sagði ráðherrann. Aðeins eitt þessara álfyrirtækja treysti sér til að ljúka framkvæmdum fyrir þann tíma. Í mál i ráðherrans kom fram að stefnt sé að því árið fyrir 2012 að fara fram á frekari undanþágur og það verði krafa núverandi ríkisstjórnar. Halldór sagði að þær kröfur hlyti að verða gerðar áfram að Íslendingar gætu nýtt sínar endurnýjanlegu auðlindir og tekið þátt í því að minnka mengun í heiminum með því að framleiða rafmagn með vistvænum hætti hér á landi. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Óli Örn er fundinn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Innlent Fleiri fréttir Lögreglan leitar að Óla Erni „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Sjá meira
Forsætisráðherra segir að núverandi ríkisstjórn muni krefjast frekari undanþágna frá Kyoto-bókuninni til að greiða fyrir uppbyggingu fleiri álvera. Á hvaða ráðherra ríkisstjórnarinnar eiga menn að taka mark varðandi uppbyggingu álvera, spurði formaður Samfylkingarinnar á Alþingi í dag og benti á að menn töluðu í austur og vestur. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir rifjaði upp að iðnaðarráðherra hefði sagt í útvarpsfréttum í júní að einungis væri rúm fyrir eitt álver í viðbót. Þá hefðu skyndilega dúkkað upp hugmyndir um tvö ný álver og frekari stækkun í Straumsvík. Umhverfisráðherra hefði þá stigið fram á sjónarsviðið og sagt að ekki yrði um fleiri álver að ræða ef stækkað yrði í Straumsvík. Og formaður Samfylkingarinnar spurði hverjum ætti að trúa. Ingibjörg Sólrún sagði að fyrir norðan hefði iðnaðar- og viðskiptaráðherra að kynna hugmyndir um álversuppbyggingu á Norðurlandi. Þar hefði ráðherrann sagt að álver þar væri óháð því sem gerðist fyrir sunnan. Norðlendingar hefðu aldrei verið eins nærri því að fá álver. Þegar hún hafi verið spurð út í ummæli umhverfisráðherra í málinu hefði hún sagt orðrétt: „Treystu á mig. Takið ekki mark á umhverfisráðherra." Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra sagði að samningar við álfyrirtæki réðust ekki síst af því hvort hægt yrðaað skaffa rafmagn.Þegar það lægi ljósar fyrir þyrfti að raða því upp og sjá hvernig það rúmaðist í íslensku efnahagslífi. Ingibjörg Sólrún sagði svarið loðið. Hún hlyti að líta svo á, þar sem því hefði ekki verið svarað með öðrum hætti, að þessar þrjár framkvæmdir rúmuðust ekki innan Kyoto-bókunarinnar eða þeim hagstjórnarmarkmiðum sem sett hefðu verið. Ein af þremur gæti það og því spurði Ingibjörg hvort ekki væri verið að draga þrjú fyrirtæki og þrjú sveitarfélög á asnaeyrunum með því að tala ekki skýrt. Ákvæði Kyotobókunarinnar gildir til 2012 sagði ráðherrann. Aðeins eitt þessara álfyrirtækja treysti sér til að ljúka framkvæmdum fyrir þann tíma. Í mál i ráðherrans kom fram að stefnt sé að því árið fyrir 2012 að fara fram á frekari undanþágur og það verði krafa núverandi ríkisstjórnar. Halldór sagði að þær kröfur hlyti að verða gerðar áfram að Íslendingar gætu nýtt sínar endurnýjanlegu auðlindir og tekið þátt í því að minnka mengun í heiminum með því að framleiða rafmagn með vistvænum hætti hér á landi.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Óli Örn er fundinn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Innlent Fleiri fréttir Lögreglan leitar að Óla Erni „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Sjá meira
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent