Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Lovísa Arnardóttir skrifar 13. nóvember 2024 10:19 Loka þurfti fyrir vatnið þegar aurskriður féllu í vatnsbólið á Flateyri og í Bolungarvík. Stöð 2 Íbúar á Flateyri eru beðnir um að fara sparlega með vatn í dag. Taka þurfti af vatn í vikunni í bænum á meðan vatnið var hreinsað. Í Bolungarvík, þar sem einnig þurfti að loka fyrir vatn, er nú vatnið aftur orðið neysluhæft. Mikil drulla komst í neyslubólið þar vegna mikilla rigninga. Í tilkynningu frá Ísafjarðarbæ í dag kemur fram að tankbíll hafi dælt vatni inn á kerfi á Flateyri og því sé núna hægt að fá vatn úr krönum. Það sé takmarkaður kraftur og erfitt að segja hvenær fullur kraftur kemst á vegna slæmrar veðurspár næstu daga. Þá kemur fram að aðstæður til að komast að vatnsbólinu séu slæmar vegna nýfallinna aurskriða. Stefnt sé að því að komast að vatnsbólinu eftir hádegi. Þá eigi að reyna að hreinsa geislunarperur sem sótthreinsa vatnið. Von er á slæmu veðri aftur á morgun.Stöð 2 Samkvæmt tilkynningu verður sundlaug Flateyrar lokuð í dag. Íbúar fá tilkynningar í gegnum 1819.is en þurfa að vera skráðir á síðuna til að fá SMS með upplýsingum um stöðuna. Vatn aftur eðlilegt í Bolungarvík Í tilkynningu frá Bolungarvík segir að eftir að veðuraðstæður bötnuðu í gær og það hætti að rigna, hafi aðstæður breyst hratt í vatnsveitunni. „Starfsfólk vatnsveitunnar var við vinnu fram á nótt og byrjaði snemma í morgun með góðum árangri. Allur síubúnaður virkar vel og er allt vatn geislað í samræmi við allar verklagsreglur. Það er því allt sem bendir til þess að vatnið sé aftur orðið eðlilegt og hæft til matvælavinnslu og drykkjar,“ segir í tilkynningu frá bænum. Þó er bent á að á morgun verði aftur slæmt veður og bæjaryfirvöld séu að undirbúa sig til að tryggja góð vatnsgæði. Þau muni vinna náið með Heilbrigðiseftirliti Vestfjarða í eftirliti. Ísafjarðarbær Bolungarvík Veður Færð á vegum Tengdar fréttir „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ Skriður hafa fallið á Vestfjörðum síðan í gærkvöldi. Stór skriða féll á Ísafirði um miðjan dag og hafa leysingar valdið því að vatn er ekki drykkjarhæft. Íbúum í Hnífsdal er bent á að setja vatn á brúsa. 12. nóvember 2024 19:46 Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Aurskriða féll á veginn um Eyrarhlíð milli Ísafjarðar og Hnífsdals um þrjúleytið. Vegurinn er lokaður vegna þessa og verður um sinn. Staðan verður metin út frá aðstæðum að því er segir í tilkynningu frá Lögreglunni á Vestfjörðum. 12. nóvember 2024 15:32 Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skrúfað verður fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðuföll næturinnar og eru íbúar í Bolungarvík hvattir til að sjóða vatn fyrir neyslu þar sem það er drullugt. Þá liggur matarvinnsla niðri á svæðinu. Íbúi á Flateyri greip til þess ráðs að fylla á vatnsflöskur á Ísafirði vegna vatnsskorts.Töluverð skriðuhætta er enn á Vestfjörðum. Elísabet Inga. 12. nóvember 2024 12:02 Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent Lögbann sett á tilskipun Trumps Erlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent Fleiri fréttir Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Ellert B. Schram er fallinn frá „Það á auðvitað að fara að lögum“ Segir borgina hafa unnið að lausn mála hjá Maríuborg um nokkurt skeið Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Boða til allsherjarfundar samninganefnda Kennarasambandsins Lögregla rannsakar tálbeituaðgerð ungmenna Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Sjá meira
Í tilkynningu frá Ísafjarðarbæ í dag kemur fram að tankbíll hafi dælt vatni inn á kerfi á Flateyri og því sé núna hægt að fá vatn úr krönum. Það sé takmarkaður kraftur og erfitt að segja hvenær fullur kraftur kemst á vegna slæmrar veðurspár næstu daga. Þá kemur fram að aðstæður til að komast að vatnsbólinu séu slæmar vegna nýfallinna aurskriða. Stefnt sé að því að komast að vatnsbólinu eftir hádegi. Þá eigi að reyna að hreinsa geislunarperur sem sótthreinsa vatnið. Von er á slæmu veðri aftur á morgun.Stöð 2 Samkvæmt tilkynningu verður sundlaug Flateyrar lokuð í dag. Íbúar fá tilkynningar í gegnum 1819.is en þurfa að vera skráðir á síðuna til að fá SMS með upplýsingum um stöðuna. Vatn aftur eðlilegt í Bolungarvík Í tilkynningu frá Bolungarvík segir að eftir að veðuraðstæður bötnuðu í gær og það hætti að rigna, hafi aðstæður breyst hratt í vatnsveitunni. „Starfsfólk vatnsveitunnar var við vinnu fram á nótt og byrjaði snemma í morgun með góðum árangri. Allur síubúnaður virkar vel og er allt vatn geislað í samræmi við allar verklagsreglur. Það er því allt sem bendir til þess að vatnið sé aftur orðið eðlilegt og hæft til matvælavinnslu og drykkjar,“ segir í tilkynningu frá bænum. Þó er bent á að á morgun verði aftur slæmt veður og bæjaryfirvöld séu að undirbúa sig til að tryggja góð vatnsgæði. Þau muni vinna náið með Heilbrigðiseftirliti Vestfjarða í eftirliti.
Ísafjarðarbær Bolungarvík Veður Færð á vegum Tengdar fréttir „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ Skriður hafa fallið á Vestfjörðum síðan í gærkvöldi. Stór skriða féll á Ísafirði um miðjan dag og hafa leysingar valdið því að vatn er ekki drykkjarhæft. Íbúum í Hnífsdal er bent á að setja vatn á brúsa. 12. nóvember 2024 19:46 Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Aurskriða féll á veginn um Eyrarhlíð milli Ísafjarðar og Hnífsdals um þrjúleytið. Vegurinn er lokaður vegna þessa og verður um sinn. Staðan verður metin út frá aðstæðum að því er segir í tilkynningu frá Lögreglunni á Vestfjörðum. 12. nóvember 2024 15:32 Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skrúfað verður fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðuföll næturinnar og eru íbúar í Bolungarvík hvattir til að sjóða vatn fyrir neyslu þar sem það er drullugt. Þá liggur matarvinnsla niðri á svæðinu. Íbúi á Flateyri greip til þess ráðs að fylla á vatnsflöskur á Ísafirði vegna vatnsskorts.Töluverð skriðuhætta er enn á Vestfjörðum. Elísabet Inga. 12. nóvember 2024 12:02 Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent Lögbann sett á tilskipun Trumps Erlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent Fleiri fréttir Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Ellert B. Schram er fallinn frá „Það á auðvitað að fara að lögum“ Segir borgina hafa unnið að lausn mála hjá Maríuborg um nokkurt skeið Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Boða til allsherjarfundar samninganefnda Kennarasambandsins Lögregla rannsakar tálbeituaðgerð ungmenna Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Sjá meira
„Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ Skriður hafa fallið á Vestfjörðum síðan í gærkvöldi. Stór skriða féll á Ísafirði um miðjan dag og hafa leysingar valdið því að vatn er ekki drykkjarhæft. Íbúum í Hnífsdal er bent á að setja vatn á brúsa. 12. nóvember 2024 19:46
Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Aurskriða féll á veginn um Eyrarhlíð milli Ísafjarðar og Hnífsdals um þrjúleytið. Vegurinn er lokaður vegna þessa og verður um sinn. Staðan verður metin út frá aðstæðum að því er segir í tilkynningu frá Lögreglunni á Vestfjörðum. 12. nóvember 2024 15:32
Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skrúfað verður fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðuföll næturinnar og eru íbúar í Bolungarvík hvattir til að sjóða vatn fyrir neyslu þar sem það er drullugt. Þá liggur matarvinnsla niðri á svæðinu. Íbúi á Flateyri greip til þess ráðs að fylla á vatnsflöskur á Ísafirði vegna vatnsskorts.Töluverð skriðuhætta er enn á Vestfjörðum. Elísabet Inga. 12. nóvember 2024 12:02