Innlent

Slökkviliðsmenn og launanefnd semja

MYND/Valgarður

Skrifað var undir samninga í kjaradeilu Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna og launanefndar sveitarfélaganna klukkan fimm í nótt eftir um sextán tíma samningafund. Samningurinn er til þriggja ára og er sambærilegur þeim samningum sem launanefnd sveitarfélaganna hefur gert við aðra hópa.

Jafnframt hefur hann í för með sér breytingar á vinnufyrirkomulagi og skipulagi hjá slökkviliðs- og sjúkraflutningamönnum. Að sögn Vernharðs Guðnasonar, formanns Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna, verður samningurinn borinn undir stéttina svo fljótt sem auðið er.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×