Innlent

Ræðst hvort verður af setuverkföllum

Það ræðst í hádeginu hvort stuðningsfulltrúar sem vinna hjá svæðisskrifstofum fatlaðra fara í setuverkfall í kvöld eða ekki. Trúnaðarmenn stuðningsfulltrúa sitja nú fund með forystu SFR þar sem farið er yfir samning sem fulltrúar SFR og svæðisskrifstofa fatlaðra náðu samkomulagi um í gær.

Árni Stefán Jónsson, formaður SFR, stéttarfélags í almannaþágu, sagði rétt áður en hann gekk inn á fundinn að hann væri nokkuð bjartsýnn á að trúnaðarmenn fallist á hann. Geri þeir það verður samningurinn undirritaður í dag.

Stuðningsfulltrúar hafa boðað setuverkfall sem hefst í kvöld ef samningurinn gengur ekki eftir. Búist var við að trúnaðarmannafundurinn kynni að standa í klukkutíma og ætti niðurstaðan því að vera ljós fljótlega upp úr klukkan eitt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×