Sport

Hrun í síðari hálfleik

Íslenska kvennalandsliðið í handbolta tapaði fyrir Makedóníu 28-23 í fyrri leik liðanna um laust sæti á EM í Laugardalshöll í dag. Íslenska liðið hafði tveggja marka forystu í hálfleik 13-11, en gestirnir tóku öll völd í þeim síðari og nýttu sér fjölmörg mistök íslenska liðsins.

Hrafnhildur Skúladóttir var markahæst í íslenska liðinu með 9 mörk, Ágústa Edda Björnsdóttir skoraði 5 mörk og Hanna G. Stefánsdóttir skoraði 3 mörk. Berglind Hansdóttir var þó klárlega maður leiksins hjá íslenska liðinu, en hún varði 21 skot í markinu.

Síðari leikur liðanna fer fram í Makedóníu þann 4. júní og ljóst að þar bíður íslenska liðsins gríðarlega erfitt verkefni. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×