Sport

Aldrei fleiri keppendur á Klaustri

Torfæruakstur á mótorhjólum er líklega ein mest vaxandi íþróttagreinin hérlendis á síðustu misserum
Torfæruakstur á mótorhjólum er líklega ein mest vaxandi íþróttagreinin hérlendis á síðustu misserum Mynd/Lolla

Hið árlega þolakstursmót á var haldið á Kirkjubæjarklaustri um nýliðna helgi og þar tóku þátt yfir 400 keppendur í þessari ört vaxandi íþrótt hér á landi. Ekið var í 6 tíma samanlagt og skiptust tveir menn á að sitja hjólið í brautinni, sem er gríðarleg þolraun. Metþáttaka var í kvennaflokki í ár, en auk þess er keppt í unglingaflokki. Næsta mót fer fram á Ólafsvík um næstu helgi, en þar er um að ræða fyrstu keppnina í motocrossi í sumar.

Það voru sænskir keppendur sem fóru með sigur af hólmi í keppninni um helgina, en ekið er í hringi sem þeir allra fljótustu eru um það bil 20 mínútur að klára. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×