Sport

Kvennalandsliðið komst ekki inn á EM

Hrafnhildur Skúladóttir skoraði 15 mörk í leikjunum tveimur við Makedóníu.
Hrafnhildur Skúladóttir skoraði 15 mörk í leikjunum tveimur við Makedóníu. Fréttablaðið/Stefán

Íslenska kvennalandsliðið í handbolta tapaði með þremur mörkum fyrir Makedóníu, 27-24, í síðari umspilsleik liðanna um sæti í Evrópumótinu í desember. Makedónía vann fyrri leikinn með fimm mörkum í Laugardalshöllinni, 28-23, og einvígið því með átta marka mun. Hrafnhildur Skúladóttir var markahæst í íslenska liðinu með sex mörk og skoraði því 15 mörk í leikjunum tveimur.

Íslenska landsliðið var yfir í hálfleik í fyrri leiknum en tapaði seinni hálfleiknum með sjö marka mun, 10-17. Íslenska liðið hélt í við makedónska liðið allan tímann í seinni hálfleik en spilað var frammi fyrir troðfullri 4500 mann höll. Makedónía var yfir í hálfleik, 14-11, og munurinn hélst síðan í þremur mörkum í seinni hálfleik.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×