Sport

Alfreð þegar búinn að gera betur en Viggó og Guðmundur

Alfreð Gíslason hefur Guðmund Guðmundsson sér til aðstoðar á bekknum.
Alfreð Gíslason hefur Guðmund Guðmundsson sér til aðstoðar á bekknum.

Alfreð Gíslason er þegar búinn að gera betur en fyrirrennarar hans í landsliðsþjálfarastólnum, Viggó Sigurðsson og Guðmundur Guðmundsson. Íslenska landsliðið vann Danmörku 34-33 í fyrsta leik Alfreðs í KA-húsinu í gær en fyrsti leikurinn undir stjórn Viggós tapaðist, 28-29, fyrir Þjóverjum og íslenska landsliðið gerði 21-21 jafntefli við Hollendinga í fyrsta leiknum undir stjórn Guðmundar Guðmundssonar.

Íslenska landsliðið vann þrjá næstu leiki undir stjórn Guðmundar vorið 2001 en fyrsti sigur liðsins undir stjórn Viggós kom ekki fyrr en í þriðja leik sem var gegn Ungverjum. Í millitíðinni hafði íslenska liðið tapað, 29-38, fyrir Frökkumen fyrstu leikir Viggós voru í heimsbikarnum í Svíþjóð. Íslenska landsliðið vann reyndar fyrstu þrjá leiki sína undir stjórn Þorbjörns Jenssonar sem þjálfaði liðið á undan þeim Viggó og Guðmundi.

Fyrstu landsleikir undanfarinna landsliðsþjálfara Íslands í handbolta:

Alfreð Gíslason (2006-

6. júní 2006 KA-hús, Akureyri

Ísland-Danmörk 34-33

Viggó Sigurðsson (2004-2006)

16. nóvember 2004 Borlange, Svíþjóð

Ísland-Þýskaland 28-29

Guðmundur Guðmundsson (2001-2004)

29. maí 2001 Dommelhof, Belgíu

Ísland-Holland 21-21

Þorbjörn Jensson (1995-2001)

1. september 1995 Voitsberg, Austurríki

Ísland-Noregur 27-23




Fleiri fréttir

Sjá meira


×