Innlent

Samningar Icelandair og sænska ríkisins

Icelandair hefur náð samningum við sænska ríkið um að fljúga með starfsmenn þess á milli Svíþjóðar og Íslands annars vegar, og hins vegar á milli Svíþjóðar og Bandaríkjanna. Að sögn Sigmundar Halldórssonar, starfandi upplýsingafulltrúa Icelandair, er samningurinn stór áfangi fyrir félagið. Unnið hafi verið að honum í töluverðan tíma en hann verður undirritaður í Stokkhólmi á morgun. Ekki liggja fyrir nákvæmar tölur um verðmæti samningsins en að sögn Sigmundar ræðst það fyrst og fremst af því hve mikið starfsmenn sænska ríkisins muni fljúga á áðurnefndum flugleiðum. Samningurinn er til eins árs en að sögn Sigmundar er það venja hjá sænska ríkinu hvað varðar flugsamninga að gera ekki lengri samninga en það.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×