Innlent

Forsætisráðherraskipti í dag

Halldór Ásgrímsson, fráfarandi forsætisráðherra, ásamt Magnúsi Stefánssyni, verandi félagsmálaráðherra, Jónínu Bjartmarz, verðandi umhverfisráðherra, og Jóni Sigurðssyni, verðandi iðnaðar- og viðskiptaráðherra.
Halldór Ásgrímsson, fráfarandi forsætisráðherra, ásamt Magnúsi Stefánssyni, verandi félagsmálaráðherra, Jónínu Bjartmarz, verðandi umhverfisráðherra, og Jóni Sigurðssyni, verðandi iðnaðar- og viðskiptaráðherra. MYND/Hörður Sveinsson

Í dag lætur Halldór Ásgrímsson af störfum sem forsætisráðherra og ríkisstjórn Geirs H. Haarde tekur við. Ríkisráðsfundur hófst kl. 12 á hádegi og eftir það verður gengið til hádegisverðar í boði forseta Íslands. Þá sest ný ríkisstjórn á ríkisráðsfund þar sem Geir H. Haarde tekur við forsætisráðherraembættinu.

Halldór Ásgrímsson, Jón Kristjánsson og Sigríður Anna Þórðardóttir láta af embættum sínum. Geir H. Haarde verður forsætisráðherra, Valgerður Sverrisdóttir tekur við sem utanríkisráðherra, Jón Sigurðsson seðlabankastjóri verður iðnaðar- og viðskiptaráðherra, Magnús Stefánsson formaður fjárlaganefndar verður félagsmálaráðherra og Jónína Bjartmarz verður umhverfisráðherra.

Framsóknarmenn bæta við sig ráðuneytum við skiptin, fá sex en voru með fimm, en hefð er fyrir því að forsætisráðuneytið sé metið jafnvirði tveggja annarra ráðuneyta.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×