Innlent

Þyrlan að­stoðar lög­reglu við Reynis­fjall

Kjartan Kjartansson skrifar
Þyrlan Landhelgisgæslunnar á flugi. Myndin er úr safni og tengist efni fréttarinnar ekki með beinum hætti.
Þyrlan Landhelgisgæslunnar á flugi. Myndin er úr safni og tengist efni fréttarinnar ekki með beinum hætti. Vísir/Vilhelm

Björgunarsveitir og þyrla Landhelgisgæslunnar aðstoðar nú lögregluna á Suðurlandi við aðgerð við Reynisfjall skammt utan við Vík í Mýrdal. Leitað hefur verið að manni á svæðinu sem ekki hefur spurst til frá því á aðfararnótt mánudags.

Landhelgisgæslan staðfesti nú í kvöld að þyrla hennar aðstoði lögregluna á Suðurlandi og að það tengist björgunarsveitaraðgerð við Reynisfjall.

Ekki var hægt að veita upplýsingar um eðli útkallsins en leitað hefur verið að Illes Benedek Incze, ungverskum ríkisborgara búsettum í Vík, frá því á mánudag. Síðast sást til hans um klukkan þrjú aðfararnótt mánudagsins 16. september.

Drónar og sporhundar hafa verið notaðir við leitina en þyrla Gæslunnar flaug einnig yfir svæðið í dag. Hún var kölluð aftur út í kvöld vegna aðgerðarinnar við Reynisfjall.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×