Yazan afar létt að vera ekki vísað frá landi Lovísa Arnardóttir skrifar 20. september 2024 06:52 Mál Yazans hefur vakið mikla athygli í íslensku samfélagi síðustu mánuði. Yazan er ellefu ára langveikur strákur frá Palestínu. Vísir/Sara Yazan Tamimi og fjölskylda hans geta á morgun sótt um að umsókn þeirra um alþjóðlega vernd verði tekin til efnismeðferðar hjá Útlendingastofnun. Þá verður umsókn þeirra metin með tilliti til aðstæðna í heimaríki þeirra, Palestínu, en ekki til aðstæðna á Spáni, þaðan sem þau höfðu viðkomu á leið til landsins. Embætti ríkislögreglustjóra tilkynnti á miðvikudag að miðað við þann tíma sem þarf til undirbúnings brottvísunar væri ljóst að fjölskyldan yrði ekki flutt til Spánar fyrir laugardag. Í tilkynningu ríkislögreglustjóra kom fram að baki hverrar fylgdar væri mikill undirbúningur og náið samstarf við móttökuríki til að tryggja öryggi, aðbúnað og faglega móttöku. „Þeim er gríðarlega létt og þetta var tilfinningarík stund. Sérstaklega fyrir Yazan sem er búinn að vera mjög áhyggjufullur,“ segir Albert Björn Lúðvígsson lögmaður Tamimi-fjölskyldunnar um það þegar þau heyrðu af ákvörðun ríkislögreglustjóra. Hann segir þeirra fyrstu viðbrögð að þakka fyrir sig. „Það var það fyrsta sem þau sögðu. Þau vildu þakka bæði ráðherrunum sem létu sig málið varða og ríkislögreglustjóra fyrir að tilkynna um ákvörðun sína svo þau þyrftu ekki að bíða lengur,“ segir Albert. Hann segir Yazan enn á Landspítalanum og fjölskylduna bíða þess að komast aftur heim í íbúðina sína. Sjá einnig: Yazan ekki fluttur úr landi og fær efnismeðferð Mohsen og Feryal Aburajab Tamimi flúðu til Íslands í júní 2023. Með þeim í för var sonur þeirra, Yazan, sem er með Duchenne vöðvarýrnunarsjúkdóm. Fjölskyldan er frá Hebron á Vesturbakkanum í Palestínu og flúði vegna versnandi ástands í landinu og aðkasts yfirvalda en einnig vegna skorts á þjónustu fyrir Yazan. Stuttu áður en þau flúðu hætti hann, vegna Duchenne sjúkdómsins, að geta gengið. Vísa átti fjölskyldunni úr landi á mánudag en dómsmálaráðherra frestaði brottvísuninni með stuttum fyrirvara að beiðni ráðherra Vinstri grænna. Þá hafði Yazan verið sóttur síðla kvölds á hjúkrunar- og endurhæfingardeild Landspítalans fyrir langveik börn, Rjóðrið, og fluttur á Keflavíkurflugvöll til brottvísunar. Eftir að hafa beðið þar í sjö klukkutíma yfir nóttina var hann svo fluttur aftur á spítalann þegar ráðherra frestaði brottvísun hans. Rjóður er hjúkrunar- og endurhæfingardeild fyrir langveik og langveik fötluð börn. Þangað koma börn á aldrinum 0-18 ára sem þarfnast mikillar hjúkrunar og umönnunar. Á vef spítalans segir að öll börn sem þangað komi fái skipulagða aðlögun og það fari eftir þörfum hverrar fjölskyldu hversu löng hún er. Innlagnir eru ákveðnar þrjá mánuði fram í tímann. Pláss er fyrir fimm til sex börn til að dvelja í Rjóðri en þangað koma líka börn í dagdeildarþjónustu. Þegar fjölskyldan kom til Íslands frá Palestínu kom hún við á Spáni. Þau dvöldu þar í þrjá daga og fengu vegabréfsáritun. Þegar þau komu til Íslands sóttu þau um alþjóðlega vernd en vegna þess að þau höfðu átt viðkomu á Spáni fór mál þeirra í svokallaða Dyflinnarmeðferð. „Þá er umsóknin tekin til meðferðar með tilliti til aðstæðna í Dyflinnarríki en ekki heimaríkis,“ útskýrir Albert. Hann segir það þó alltaf hafa verið á færi íslenskra stjórnvalda að taka umsóknina til meðferðar og að í máli Yazans sé það hans mat að það hafi í raun verið skylda stjórnvalda að taka málið til efnislegrar meðferðar. Rannsóknarregla stjórnsýslulaga hafi verið brotin við málsmeðferð og að í úrskurði kærunefndar hafi nefndin komist að rangri niðurstöðu um veikindi og þá meðferð sem Yazan hefur hlotið á Íslandi. Nefndin hafi ranglega haldið því fram að hann hafi enga meðferð eða læknisþjónustu hlotið á Íslandi og því komist að þeirri niðurstöðu að ekkert rof yrði á þjónustu við flutning til Spánar. Dyflinnarsamstarfið Dyflinnarsamstarfið er hlut af Schengen-samstarfi Evrópuríkja. Dyflinnarsamstarfið byggir á Dyflinnarsamningnum [e. Dublin Convention] frá árinu 1990 sem var leystur af hólmi með Dyflinnarreglugerð [e. Dublin Regulation] frá árinu 2003. Sú reglugerð féll úr gildi árið 2013 þegar ný reglugerð um Dyflinnarsamstarfið, nr. 604/2013, var samþykkt af Evrópuþinginu og Evópuráðinu. Ísland er aðili að Dyflinnarsamstarfinu en í því taka þátt öll 28 aðildarríki Evrópusambandsins auk Noregs, Íslands, Sviss og Lichtenstein. Á vef Útlendingastofnunar kemur fram að í hverju Dyflinnarmáli fari fram sjálfstæð rannsókn á því hvort viðtökuríki, í þessu tilfelli Spánn, geti staðið við skuldbindingar sínar um að tryggja umönnun og málsmeðferð umsækjandans, áður en ákvörðun er tekin. Sé niðurstaðan sú að ekki sé hægt að tryggja réttindi í viðtökuríki taki Útlendingastofnun yfir málsmeðferð. Sú var ekki raunin í máli Yazans og fjölskyldu hans. Ekki tekin afstaða til alþjóðlegrar verndar „Rétt er að taka fram að þegar umsókn um alþjóðlega vernd er afgreidd á grundvelli Dyflinnarreglugerðarinnar er ekki tekin afstaða til þess hvort viðkomandi eigi rétt á alþjóðlegri vernd þar sem að það ríki sem ber ábyrgð á meðferð umsóknarinnar tekur þá ákvörðun,“ segir á vef stofnunarinnar. Á Íslandi hefur því umsókn Tamimi fjölskyldunnar aldrei verið tekin til efnislegrar meðferðar með tilliti til aðstæðna í heimaríki þeirra, aðeins með tilliti til aðstæðna á Spáni. Eins og kveðið er á um samkvæmt Dyflinnarmeðferð. Þá kemur einnig fram á vef Útlendingastofnunar að fái umsækjandi um alþjóðlega vernd ákvörðun um að hann skuli sendur til annars Dyflinnarríkis geti hann kært þá niðurstöðu til kærunefndar útlendingamála og óskað eftir frestun réttaráhrifa. Eftir að fjölskyldunni var gert ljóst að málið myndi fara í Dyflinnarmeðferð var sú ákvörðun því kærð til Kærunefndar útlendingamála. Kærunefndin tók við málinu í október í fyrra og staðfesti svo ákvörðun Útlendingastofnunar þann 21. mars á þessu ári. Í maí óskaði fjölskyldan eftir því að ákvörðunin um efnismeðferð yrði endurskoðuð, með svokallaðri endurupptöku efnismeðferðar, en kærunefndin vísaði þeirri umsókn frá og hafnaði því að fresta réttaráhrifum. Sex mánuðir frá síðasta úrskurði kærunefndar „Frá síðasta úrskurði kærunefndar, sem frestar réttaráhrifum, hafa stjórnvöld sex mánuði til að flytja fólk frá landinu,“ segir Albert. Því hafi stjórnvöld haft frá 21. mars haft sex mánuði til að flytja fjölskylduna til Spánar. Aðeins megi lengja þennan frest hafi fólk farið í fangelsi eða það farið í felur. „Þau hafa hvorki farið í fangelsi eða felur. Þau voru að glíma við veikindi Yazans og voru á sjúkrahúsi,“ segir Albert. Albert Björn Lúðvígsson lögmaður Tamimi fjölskyldunnar telur að stjórnsýslulög hafi verið brotin við málsmferð fjölskyldunnar.Vísir/Arnar Þessi sex mánaða frestur rennur út í dag en ríkislögreglustjóri gaf það út á miðvikudag að ekki gæfist tími í annan flutning og því ljóst að mál fjölskyldunnar færi í efnismeðferð. „Lögformlega leiðin er að kærunefnd myndi fallast á endurtekna umsókn og snúa málinu til Útlendingastofnunar aftur til efnismeðferðar. Í þeirri meðferð myndi Útlendingastofnun meta umsóknina með tilliti til aðstæðna þeirra í Palestínu.“ Afar líklegt er að efnismeðferð stofnunarinnar endi með því að fjölskyldan fái vernd. Albert segir það sína reynslu í þessum málaflokki. Það sagði Jón Sigurðsson, lögmaður og formaður félags talsmanna umsækjenda um alþjóðlega vernd, líka í Kvöldfréttum Stöðvar 2 á miðvikudag. Sjá einnig: „Engar líkur á öðru en að þau endi á að fá alþjóðlega vernd“ Yfirgnæfandi líkur á að þau fái vernd Tölfræði Útlendingastofnunar styður líka þessar fullyrðingar. Í tölfræði stofnunarinnar kemur sem dæmi fram að 154 einstaklingar frá Palestínu fengu vernd í fyrra í efnismeðferð, enginn fékk synjun. Árið 2022 var einni umsókn frá Palestínu í efnismeðferð synjað og 139 samþykktar. Árið 2021 var sömuleiðis einni hafnað en 58 samþykktar. Árið 2020 voru synjanir tvær en samþykktar umsóknir 37 í efnismeðferð. Engar synjanir voru 2019 en 19 umsóknir samþykktar í efnismeðferð. Árið 2018 voru átta umsóknir samþykktar í efnismeðferð og einni hafnað. Miðað við þessa tölfræði má því ætla að fari mál Yazans og fjölskyldu hans í efnismeðferð á Íslandi séu yfirgnæfandi líkur á því að þau hljóti hér vernd. Pólitíkin og Yazan Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, sagði það miður að Yazan hafi orðið að bitbeini í pólitískum deilum ráðherra í ríkisstjórninni í vikunni. Hann teldi hagsmuni hans hafa verið hafða að leiðarljósi við meðferð máls hans í stjórnkerfinu en furðaði sig á misvísandi fullyrðingum ráðherra um hvort eðlileg stjórnsýsla hafi verið viðhöfð í málinu. Sjá einnig: „Afleitt“ að sjá Yazan gerðan að leiksoppi í deilum ráðherra Mál Yazans var rætt á fundi ríkisstjórnarinnar á þriðjudag eftir að ráðherrar Vinstri grænna óskuðu þess að fyrirhuguðum brottflutningi fjölskyldunnar yrði frestað þar til búið væri að skoða málið betur. Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra varð við þeirri beiðni en sagði það hafa verið sér þvert um geð. Eftir fundinn sögðu ráðherrarnir að málið hefði verið rætt í þaula. Ráðherrar Sjálfstæðisflokksins, Bjarni Benediktsson forsætisráðherra og Guðrún sögðu ekkert benda til þess að lögum hefði ekki verið fylgt í málsmeðferð fjölskyldunnar. Ráðherrar Vinstri grænna, Svandís Svavarsdóttir innviðaráðherra og Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra, sögðu lögin skipta máli en líka mennskuna og mannúð. Öll sögðu þau þó brottvísunina standa. Fjölmenn mótmæli fóru fram við fund ríkisstjórnarinnar á þriðjudag vegna brottvísunar Yazans.Vísir/Vilhelm Ráðherrar Framsóknarflokksins, eins og Sigurður Ingi Jóhannsson, fjármála- og efnahagsráðherra, sögðu á sama tíma óráðlegt að undirbúa flutning barns sem dvelur á spítala á meðan Ásmundur Einar Daðason félags- og barnamálaráðherra gekk svo langt að fullyrða að Yazan yrði ekki fluttur áður en frestur rynni út og að hann myndi fá efnismeðferð hér á landi. Það hefur svo orðið raunin. Gallaður málflutningur Albert segir málflutning ráðamanna síðustu daga afar gallaðan. „Mér fundust það kaldar kveðjur frá Bjarna Benediktssyni að það þyrftu allir að fylgja lögum. Ég er auðvitað þeirrar skoðunar líka að það þurfi allir að fylgja lögum en mér fannst hann, með þessum orðum, gera því skóna að þau hafi ekki verið að fylgja lögum. Þau gerðu það í hvívetna og auðvitað þurfa þau að gera það, en það þurfa stjórnvöld líka að gera.“ Þá segir Albert ekki rétt að segja fjölskylduna ekki samvinnuþýða. Þá vísar hann í orð Marínar Þórsdóttur, fulltrúa ríkislögreglustjóra, í viðtali við Kastljós á mánudag um að fjölskyldan hefði ekki verið samvinnuþýð. Þess vegna hefði ekki verið haft samband við þau áður en starfsmenn embættisins sóttu þau á mánudag. „Fjölskyldan hefur í hvívetna fylgt lögum og aðstoðað við meðferð málsins. Það er ekki það sama að vera ósamvinnuþýður og að nýta sér lagalegan rétt á Íslandi. Þetta tvennt er óskylt. Ef lögregla lítur svo á að aðili sem kvartar undan aðgerðum lögreglu sé orðinn ósamvinnuþýður við lögreglu þegar hann er að nýta sér sinn lagalega rétt er það afbökun. Það er grundvallarregla í stjórnsýslu að yfirvöld þurfi að skýra sínar aðgerðir og hafa lagastoð fyrir þeim og heimild. Það hvílir ekki skylda á almenningi almennt að ítreka sína lotningu gagnvart yfirvöldum. Það virkar ekki þannig,“ segir Albert. Hann segir að samkvæmt hans mati hafi stjórnvöld ekki fylgt lögum í málsmeðferð Yazans og fjölskyldu hans og hafi þess vegna komist að rangri niðurstöðu. „Það er það eina sem fjölskyldan hefur farið fram á. Að þau fái réttmæta og lögbundna málsmeðferð.“ Hér að neðan má sjá viðtal við Yazan og fjölskyldu hans úr Kvöldfréttum Stöðvar 2 í maí á þessu ári. Með hagsmuni barna að leiðarljósi Ráðherrunum var eftir fund sinn á þriðjudag tíðrætt um Barnasáttmálann, rétt barna og samspil hans við útlendingalöggjöfina. Albert segir að hans mati sé málsmeðferð með tilliti til réttinda barna bjöguð í verndarkerfinu. Barnasáttmálinn sé eitt plagg, sem sé lögfest á Íslandi, en það komi einnig skýrt fram í lögum um útlendinga að við ákvarðanatöku eigi að miða við bestu hagsmuni barnsins. Í ákvörðunum og málsmeðferð Útlendingastofnunar komi hins vegar sjaldan fram að gætt hafi verið að bestu hagsmunum barns. „Heldur segir Útlendingastofnun að hagsmunum barnsins verði ekki stefnt í voða með áframsendingu,“ segir Albert og að þannig sé búið að snúa reglunni á hvolf. Þá segir hann íslensk stjórnvöld frekar fylgja annarri meginreglu, um einingu fjölskyldunnar. „Þá er til dæmis umsóknum foreldranna hafnað og svo sagt að það séu hagsmunir barnsins að fylgja foreldrunum þangað sem þau eru að fara,“ segir Albert. Albert segir að í málsmeðferðinni hefði, auk þess að gæta að hagsmunum Yazans sem barns, hefði átt að gæta að hagsmunum hans sem fatlaðs barns. Stjórnmálamenn hafi ítrekað sagt mál hans hafa fengið ítarlega meðferð á tveimur stjórnsýslustigum. Albert geri þó athugasemdir við það og að samkvæmt Samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks beri að fara fram greining á þjónustuþörf hans. Það hafi sem dæmi aldrei verið gert. Taka skal þó fram að samningurinn hefur ekki verið lögfestur á Íslandi en félags- og vinnumarkaðsráðherra er með það á þingmálaskrá sinni fyrir þingveturinn. „Það er mjög skrítið að íslensk stjórnvöld fullyrði að hann njóti allra réttinda á Spáni vegna þess að þau vita ekki hvaða þjónustu hann þarf,“ segir Albert og að hans mati hafi rannsókn yfirvalda á mögulegum aðstæðum hans á Spáni verið yfirborðskennd og almenn, en ekki persónuleg. „Íslensk stjórnvöld geta ekkert sagt um það hvað hefði tekið við Yazan á flugvellinum á Spáni. Þeim er alveg sama um það.“ Gott heilbrigðiskerfi en skert aðgengi Þá setur hann fyrirvara við fullyrðingar um aðgengi hans að heilbrigðiskerfinu á Spáni. Það geti vel verið að heilbrigðiskerfið sé gott og að þar séu starfandi sérfræðingar. Það sé hins vegar alls ekki tryggt að Yazan hefði haft aðgengi að þeim hefði honum verið vísað þangað. „Það er munur á því hvaða gæði og þjónusta er til staðar og hvaða þjónusta stendur Yazan til boða. Ein af niðurstöðum úr úrskurði kærunefndar er til dæmis að það sé líklegt að fjölskyldan hefði þurft að greiða fyrir læknisþjónustuna á Spáni,“ segir Albert. Yazan er með vöðvarýrnunarsjúkdóminn Duchenne. Sjúkdómurinn greinist bara hjá drengjum og er afar sjaldgæfur. Hann greinist hjá um sex af hverjum hundrað þúsund. Á vef Ráðgjafar- og greiningarstöð, RGR, kemur sem dæmi fram að hér á landi greinist drengur að meðaltali með sjúkdóminn á tveggja til þriggja ára fresti. Alls eru um tíu til tólf drengir eða karlmenn með sjúkdóminn á Íslandi í dag. „Sjúkdómurinn er framsækinn og smám saman rýrna allir meginvöðvar líkamans. Sjúkdómsgangurinn er misjafn en yfirleitt hætta drengirnir að geta gengið sjálfir 10-12 ára og fá þá hjólastól,“ segir á vef RGR. Engin lækning er við sjúkdómnum en fjölmargar rannsóknir í gangi um allan heim. Í dag má almennt búast við því að einstaklingar með sjúkdóminn nái fullorðinsaldri fái þeir góða meðferð en áður fyrr voru lífslíkur ekki langt fram yfir unglingsaldur. Í dag er algengt að karlmenn lifi langt fram á fertugsaldur. Flestir eru í hjólastól og þarfnast aðstoðar allan sólarhringinn. Þeir hafa fulla getu til að stunda nám, stofna til fjölskyldu og lifa Algengasta dánarorsökin er öndunar- eða hjartabilun en sýkingar, t.d. lungnabólga, eru einnig nokkuð algengar. Engin aðkoma barnaverndar Albert segist auk þess efa að íslensk stjórnvöld hafi átt í nokkrum samskiptum við spænsk stjórnvöld til að tryggja að ekki yrði rof á þjónustu og samfella í meðferð. Það sé ekki hans reynsla í slíkum málum að það sé gert. Undantekningin sé þegar barnavernd hefur aðkomu að máli barns á Íslandi. Við brottvísun tryggi barnavernd á Íslandi að barnavernd í móttökuríki taki við máli barnsins. Barnavernd á Íslandi hafi hins vegar neitað að taka mál Yazans upp þrátt fyrir tilkynningar frá Landspítala, réttindagæslufulltrúa fatlaðra og fleirum. „Það er ekki meginregla að barnavernd komi að málum þegar börn koma til landsins í fylgd foreldra,“ segir Albert. Það sé mögulega þörf á að skoða betur rannsókn barnaverndar á máli Yazans. „Barnavernd hafði ekki samskipti við lækna Yazans og það liggur ekki fyrir við hvaða lækna var talað við yfirhöfuð. Í skoðun sinni rannsakaði barnavernd ekki heldur athugasemdir réttindagæslufulltrúa fatlaðra.“ Barnavernd hafi því enga aðkomu haft að máli Yazans nema þegar fulltrúi þeirra var viðstaddur á Keflavíkurflugvelli þegar flytja átti fjölskylduna úr landi á mánudag. Allar nauðsynlegar upplýsingar fylgi fólki út Marín Þórsdóttir, verkefnastjóri heimferðar- og fylgdardeildar ríkislögreglustjóra, áður stoðdeildar, segist ekki geta svarað því hvort að haft hafi verið samband við yfirvöld á Spáni til að tryggja að Yazan myndi fá þá heilbrigðisþjónustu sem hann þarf. Marín Þórsdóttir segir lögreglu fylgja ákveðnu verklagi við hverja brottvísun.Vísir/Vilhelm „Ég get ekki tjáð mig um einstaka mál,“ segir Marín. Almennt sé verklagið þannig að við brottvísun séu sendar upplýsingar til stjórnvalda viðtökuríkis um þann sem er verið að vísa úr landi. Hún segir hverjum umsækjanda fylgja alls konar pappírar sem fylgi með til viðkomuríkis og stjórnvöld treysti því að allar nauðsynlegar upplýsingar komist til skila. Þegar viðkomandi sé kominn til viðtökuríkis séu þau á þeirra ábyrgð og ekki lengur á ábyrgð íslenskra stjórnvalda. Marín segir fordæmi fyrir því að málum sé fylgt eftir þegar íslenska ríkið ber ekki lengur ábyrgð, en að það sé ekki reglan. Sem dæmi nefnir hún fjöldaflutning til Venesúela í fyrra. Þá hafði aðstæður fólksins verið kannaðar eftir að það lenti í Venesúela vegna frásagna um að þau væru ekki frjáls ferða sinna. Sjá einnig: Venesúelamennirnir hafi ekki sætt hefðbundnu landamæraeftirliti „Í mörgum málum er farið lengra en krafa er gerð um. Það gerist ekki alltaf en þegar við teljum að þörf sé á þá förum við lengra,“ segir Marín. Spurð hvort mál Yazans sé dæmigert mál sem þyrfti að fylgja eftir segist Marín ekki geta tjáð sig um einstaka mál. Ósamvinnuþýð þegar þau fara ekki eftir neitun Fjölmargir hafa gagnrýnt að starfsmenn ríkislögreglustjóra hafi farið á Landspítalann til að sækja Yazan og að fjölskyldan hafi ekki fengið frest eða tilkynningu um það. Í viðtali við Kastljósi í vikunni sagði Marín starfsfólk deildarinnar reyna að vera í samstarfi við einstaklinga og aðstandendur þeirra en þau verði stundum að bregðast við með öðrum hætti. „En þegar fólk hefur ítrekað komið fram í fjölmiðlum án þess að lýsa yfir samstarfsvilja, þá verðum við stundum að bregðast við með öðrum hætti. Í slíkum tilvikum fer fram hagsmunamat til að meta hvort viðkomandi sé líklegur til að vera samstarfsfús. Ef niðurstaðan er að samstarfsvilji sé ekki til staðar, þá þarf því miður stundum að grípa til harkalegri aðgerða,“ sagði Marín í viðtali við Kastljós. Um þetta segir Marín að þegar talað er um samvinnuþýði sé verið að tala um samvinnu við að fara heim. Samvinnan felist í því að yfirgefa landið um leið og niðurstaða um neikvæðan úrskurð liggi fyrir. „Þegar þú ert búinn að fara í gegnum öll stjórnsýslustigin, fá neikvætt alls staðar og það er ekkert eftir í lagaumhverfinu þar sem er möguleiki að segja já, er ekkert annað í boði en að fara úr landi,“ segir Marín og að ef fólk sýni ekki neinn vilja til að yfirgefa landið við þær aðstæður þá líti stjórnvöld svo á að þau séu ósamvinnuþýð. Sjá einnig: Læknir hafi metið Yazan flugfæran „Ef þau ætla sér að vera ólöglega í landinu þrátt fyrir úrskurð kærunefndarinnar. Þetta er eins og að fá dóm og neita að hlíta þeim dómi.“ En ef þú ert veikur og á spítala, ertu þá ósamvinnuþýður? „Ef það er einhver vafi á að fólk sé fært til ferðar þá fáum við læknisvottorð til að staðfesta það að flutningurinn sé í lagi,“ segir Marín en fram hefur komið í fréttum að slíkt vottorð var til staðar fyrir flutning Yazans. Í samráði við spítalann Hvað varðar lagalega heimild lögreglunnar til að sækja fólk á spítala segir Marín starfsfólk lögreglu ekki sækja neinn á sjúkrastofnun nema í samráði við sjúkrastofnunina eða starfsfólk hennar. Sjá einnig: Landspítalinn telur heimildir lögreglu ekki hafnar yfir allan vafa Eftir að Yazan var sóttur kom fram í yfirlýsingu spítalans að þau teldu mikilvægt að skýra betur hvaða heimildir stjórnvöld hefðu til að fara inn á sjúkrastofnanir og sækja veika einstaklinga. „Ég tel að ef reglugerðir og lög geti skýrt heimildir lögreglu betur, þá fagna ég því.“ Mál Yazans Flóttafólk á Íslandi Hælisleitendur Palestína Spánn Tengdar fréttir Tileinkuðu söng við heilbrigðisráðuneytið Yazan Samstöðukór fyrir frjálsri Palestínu kom saman og söng fyrir utan Heilbrigðisráðuneytið í morgun. Kórinn vakti athygli á stöðu heilbrigðismála í Palestínu í yfirlýsingu sinni og tileinkaði sönginn Yazan Tamimi, ellefu ára langveika drengnum sem enn stendur til að vísa úr landi. Heilbrigðisráðherra hlýddi ekki á sönginn. 18. september 2024 13:37 Telur íslenska stjórnsýslu hafa brotið lög í máli Yazan Hinn ellefu ára Yazan Tamimi frá Palestínu er mjög skelkaður eftir aðgerðir lögreglu aðfararnótt mánudags, þegar vísa átti honum og fjölskyldu hans úr landi. Lögmaður fjölskyldunnar telur að íslensk yfirvöld hafi brotið lög við málsmeðferð og framkvæmd í máli fjölskyldunnar. Öryggi hans er talið betur borgið á Barnaspítalanum en í Rjóðrinu. 18. september 2024 12:21 „Reglur samfélagsins mega ekki vera ómanneskjulegar“ Guðrún Karls Helgudóttir biskup Íslands segir lög sem heimili lögreglu að fara inn á spítala til að sækja barn um miðja nótt „ólög og ómanneskjuleg“. Guðrún segir tímabært fyrir samfélagið að staldra við og skoða betur hvernig það geti verið manneskjulegra og í meiri kærleika. 18. september 2024 07:57 Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent Lögbann sett á tilskipun Trumps Erlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent Fleiri fréttir Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Ellert B. Schram er fallinn frá „Það á auðvitað að fara að lögum“ Segir borgina hafa unnið að lausn mála hjá Maríuborg um nokkurt skeið Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Boða til allsherjarfundar samninganefnda Kennarasambandsins Lögregla rannsakar tálbeituaðgerð ungmenna Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Sjá meira
Embætti ríkislögreglustjóra tilkynnti á miðvikudag að miðað við þann tíma sem þarf til undirbúnings brottvísunar væri ljóst að fjölskyldan yrði ekki flutt til Spánar fyrir laugardag. Í tilkynningu ríkislögreglustjóra kom fram að baki hverrar fylgdar væri mikill undirbúningur og náið samstarf við móttökuríki til að tryggja öryggi, aðbúnað og faglega móttöku. „Þeim er gríðarlega létt og þetta var tilfinningarík stund. Sérstaklega fyrir Yazan sem er búinn að vera mjög áhyggjufullur,“ segir Albert Björn Lúðvígsson lögmaður Tamimi-fjölskyldunnar um það þegar þau heyrðu af ákvörðun ríkislögreglustjóra. Hann segir þeirra fyrstu viðbrögð að þakka fyrir sig. „Það var það fyrsta sem þau sögðu. Þau vildu þakka bæði ráðherrunum sem létu sig málið varða og ríkislögreglustjóra fyrir að tilkynna um ákvörðun sína svo þau þyrftu ekki að bíða lengur,“ segir Albert. Hann segir Yazan enn á Landspítalanum og fjölskylduna bíða þess að komast aftur heim í íbúðina sína. Sjá einnig: Yazan ekki fluttur úr landi og fær efnismeðferð Mohsen og Feryal Aburajab Tamimi flúðu til Íslands í júní 2023. Með þeim í för var sonur þeirra, Yazan, sem er með Duchenne vöðvarýrnunarsjúkdóm. Fjölskyldan er frá Hebron á Vesturbakkanum í Palestínu og flúði vegna versnandi ástands í landinu og aðkasts yfirvalda en einnig vegna skorts á þjónustu fyrir Yazan. Stuttu áður en þau flúðu hætti hann, vegna Duchenne sjúkdómsins, að geta gengið. Vísa átti fjölskyldunni úr landi á mánudag en dómsmálaráðherra frestaði brottvísuninni með stuttum fyrirvara að beiðni ráðherra Vinstri grænna. Þá hafði Yazan verið sóttur síðla kvölds á hjúkrunar- og endurhæfingardeild Landspítalans fyrir langveik börn, Rjóðrið, og fluttur á Keflavíkurflugvöll til brottvísunar. Eftir að hafa beðið þar í sjö klukkutíma yfir nóttina var hann svo fluttur aftur á spítalann þegar ráðherra frestaði brottvísun hans. Rjóður er hjúkrunar- og endurhæfingardeild fyrir langveik og langveik fötluð börn. Þangað koma börn á aldrinum 0-18 ára sem þarfnast mikillar hjúkrunar og umönnunar. Á vef spítalans segir að öll börn sem þangað komi fái skipulagða aðlögun og það fari eftir þörfum hverrar fjölskyldu hversu löng hún er. Innlagnir eru ákveðnar þrjá mánuði fram í tímann. Pláss er fyrir fimm til sex börn til að dvelja í Rjóðri en þangað koma líka börn í dagdeildarþjónustu. Þegar fjölskyldan kom til Íslands frá Palestínu kom hún við á Spáni. Þau dvöldu þar í þrjá daga og fengu vegabréfsáritun. Þegar þau komu til Íslands sóttu þau um alþjóðlega vernd en vegna þess að þau höfðu átt viðkomu á Spáni fór mál þeirra í svokallaða Dyflinnarmeðferð. „Þá er umsóknin tekin til meðferðar með tilliti til aðstæðna í Dyflinnarríki en ekki heimaríkis,“ útskýrir Albert. Hann segir það þó alltaf hafa verið á færi íslenskra stjórnvalda að taka umsóknina til meðferðar og að í máli Yazans sé það hans mat að það hafi í raun verið skylda stjórnvalda að taka málið til efnislegrar meðferðar. Rannsóknarregla stjórnsýslulaga hafi verið brotin við málsmeðferð og að í úrskurði kærunefndar hafi nefndin komist að rangri niðurstöðu um veikindi og þá meðferð sem Yazan hefur hlotið á Íslandi. Nefndin hafi ranglega haldið því fram að hann hafi enga meðferð eða læknisþjónustu hlotið á Íslandi og því komist að þeirri niðurstöðu að ekkert rof yrði á þjónustu við flutning til Spánar. Dyflinnarsamstarfið Dyflinnarsamstarfið er hlut af Schengen-samstarfi Evrópuríkja. Dyflinnarsamstarfið byggir á Dyflinnarsamningnum [e. Dublin Convention] frá árinu 1990 sem var leystur af hólmi með Dyflinnarreglugerð [e. Dublin Regulation] frá árinu 2003. Sú reglugerð féll úr gildi árið 2013 þegar ný reglugerð um Dyflinnarsamstarfið, nr. 604/2013, var samþykkt af Evrópuþinginu og Evópuráðinu. Ísland er aðili að Dyflinnarsamstarfinu en í því taka þátt öll 28 aðildarríki Evrópusambandsins auk Noregs, Íslands, Sviss og Lichtenstein. Á vef Útlendingastofnunar kemur fram að í hverju Dyflinnarmáli fari fram sjálfstæð rannsókn á því hvort viðtökuríki, í þessu tilfelli Spánn, geti staðið við skuldbindingar sínar um að tryggja umönnun og málsmeðferð umsækjandans, áður en ákvörðun er tekin. Sé niðurstaðan sú að ekki sé hægt að tryggja réttindi í viðtökuríki taki Útlendingastofnun yfir málsmeðferð. Sú var ekki raunin í máli Yazans og fjölskyldu hans. Ekki tekin afstaða til alþjóðlegrar verndar „Rétt er að taka fram að þegar umsókn um alþjóðlega vernd er afgreidd á grundvelli Dyflinnarreglugerðarinnar er ekki tekin afstaða til þess hvort viðkomandi eigi rétt á alþjóðlegri vernd þar sem að það ríki sem ber ábyrgð á meðferð umsóknarinnar tekur þá ákvörðun,“ segir á vef stofnunarinnar. Á Íslandi hefur því umsókn Tamimi fjölskyldunnar aldrei verið tekin til efnislegrar meðferðar með tilliti til aðstæðna í heimaríki þeirra, aðeins með tilliti til aðstæðna á Spáni. Eins og kveðið er á um samkvæmt Dyflinnarmeðferð. Þá kemur einnig fram á vef Útlendingastofnunar að fái umsækjandi um alþjóðlega vernd ákvörðun um að hann skuli sendur til annars Dyflinnarríkis geti hann kært þá niðurstöðu til kærunefndar útlendingamála og óskað eftir frestun réttaráhrifa. Eftir að fjölskyldunni var gert ljóst að málið myndi fara í Dyflinnarmeðferð var sú ákvörðun því kærð til Kærunefndar útlendingamála. Kærunefndin tók við málinu í október í fyrra og staðfesti svo ákvörðun Útlendingastofnunar þann 21. mars á þessu ári. Í maí óskaði fjölskyldan eftir því að ákvörðunin um efnismeðferð yrði endurskoðuð, með svokallaðri endurupptöku efnismeðferðar, en kærunefndin vísaði þeirri umsókn frá og hafnaði því að fresta réttaráhrifum. Sex mánuðir frá síðasta úrskurði kærunefndar „Frá síðasta úrskurði kærunefndar, sem frestar réttaráhrifum, hafa stjórnvöld sex mánuði til að flytja fólk frá landinu,“ segir Albert. Því hafi stjórnvöld haft frá 21. mars haft sex mánuði til að flytja fjölskylduna til Spánar. Aðeins megi lengja þennan frest hafi fólk farið í fangelsi eða það farið í felur. „Þau hafa hvorki farið í fangelsi eða felur. Þau voru að glíma við veikindi Yazans og voru á sjúkrahúsi,“ segir Albert. Albert Björn Lúðvígsson lögmaður Tamimi fjölskyldunnar telur að stjórnsýslulög hafi verið brotin við málsmferð fjölskyldunnar.Vísir/Arnar Þessi sex mánaða frestur rennur út í dag en ríkislögreglustjóri gaf það út á miðvikudag að ekki gæfist tími í annan flutning og því ljóst að mál fjölskyldunnar færi í efnismeðferð. „Lögformlega leiðin er að kærunefnd myndi fallast á endurtekna umsókn og snúa málinu til Útlendingastofnunar aftur til efnismeðferðar. Í þeirri meðferð myndi Útlendingastofnun meta umsóknina með tilliti til aðstæðna þeirra í Palestínu.“ Afar líklegt er að efnismeðferð stofnunarinnar endi með því að fjölskyldan fái vernd. Albert segir það sína reynslu í þessum málaflokki. Það sagði Jón Sigurðsson, lögmaður og formaður félags talsmanna umsækjenda um alþjóðlega vernd, líka í Kvöldfréttum Stöðvar 2 á miðvikudag. Sjá einnig: „Engar líkur á öðru en að þau endi á að fá alþjóðlega vernd“ Yfirgnæfandi líkur á að þau fái vernd Tölfræði Útlendingastofnunar styður líka þessar fullyrðingar. Í tölfræði stofnunarinnar kemur sem dæmi fram að 154 einstaklingar frá Palestínu fengu vernd í fyrra í efnismeðferð, enginn fékk synjun. Árið 2022 var einni umsókn frá Palestínu í efnismeðferð synjað og 139 samþykktar. Árið 2021 var sömuleiðis einni hafnað en 58 samþykktar. Árið 2020 voru synjanir tvær en samþykktar umsóknir 37 í efnismeðferð. Engar synjanir voru 2019 en 19 umsóknir samþykktar í efnismeðferð. Árið 2018 voru átta umsóknir samþykktar í efnismeðferð og einni hafnað. Miðað við þessa tölfræði má því ætla að fari mál Yazans og fjölskyldu hans í efnismeðferð á Íslandi séu yfirgnæfandi líkur á því að þau hljóti hér vernd. Pólitíkin og Yazan Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, sagði það miður að Yazan hafi orðið að bitbeini í pólitískum deilum ráðherra í ríkisstjórninni í vikunni. Hann teldi hagsmuni hans hafa verið hafða að leiðarljósi við meðferð máls hans í stjórnkerfinu en furðaði sig á misvísandi fullyrðingum ráðherra um hvort eðlileg stjórnsýsla hafi verið viðhöfð í málinu. Sjá einnig: „Afleitt“ að sjá Yazan gerðan að leiksoppi í deilum ráðherra Mál Yazans var rætt á fundi ríkisstjórnarinnar á þriðjudag eftir að ráðherrar Vinstri grænna óskuðu þess að fyrirhuguðum brottflutningi fjölskyldunnar yrði frestað þar til búið væri að skoða málið betur. Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra varð við þeirri beiðni en sagði það hafa verið sér þvert um geð. Eftir fundinn sögðu ráðherrarnir að málið hefði verið rætt í þaula. Ráðherrar Sjálfstæðisflokksins, Bjarni Benediktsson forsætisráðherra og Guðrún sögðu ekkert benda til þess að lögum hefði ekki verið fylgt í málsmeðferð fjölskyldunnar. Ráðherrar Vinstri grænna, Svandís Svavarsdóttir innviðaráðherra og Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra, sögðu lögin skipta máli en líka mennskuna og mannúð. Öll sögðu þau þó brottvísunina standa. Fjölmenn mótmæli fóru fram við fund ríkisstjórnarinnar á þriðjudag vegna brottvísunar Yazans.Vísir/Vilhelm Ráðherrar Framsóknarflokksins, eins og Sigurður Ingi Jóhannsson, fjármála- og efnahagsráðherra, sögðu á sama tíma óráðlegt að undirbúa flutning barns sem dvelur á spítala á meðan Ásmundur Einar Daðason félags- og barnamálaráðherra gekk svo langt að fullyrða að Yazan yrði ekki fluttur áður en frestur rynni út og að hann myndi fá efnismeðferð hér á landi. Það hefur svo orðið raunin. Gallaður málflutningur Albert segir málflutning ráðamanna síðustu daga afar gallaðan. „Mér fundust það kaldar kveðjur frá Bjarna Benediktssyni að það þyrftu allir að fylgja lögum. Ég er auðvitað þeirrar skoðunar líka að það þurfi allir að fylgja lögum en mér fannst hann, með þessum orðum, gera því skóna að þau hafi ekki verið að fylgja lögum. Þau gerðu það í hvívetna og auðvitað þurfa þau að gera það, en það þurfa stjórnvöld líka að gera.“ Þá segir Albert ekki rétt að segja fjölskylduna ekki samvinnuþýða. Þá vísar hann í orð Marínar Þórsdóttur, fulltrúa ríkislögreglustjóra, í viðtali við Kastljós á mánudag um að fjölskyldan hefði ekki verið samvinnuþýð. Þess vegna hefði ekki verið haft samband við þau áður en starfsmenn embættisins sóttu þau á mánudag. „Fjölskyldan hefur í hvívetna fylgt lögum og aðstoðað við meðferð málsins. Það er ekki það sama að vera ósamvinnuþýður og að nýta sér lagalegan rétt á Íslandi. Þetta tvennt er óskylt. Ef lögregla lítur svo á að aðili sem kvartar undan aðgerðum lögreglu sé orðinn ósamvinnuþýður við lögreglu þegar hann er að nýta sér sinn lagalega rétt er það afbökun. Það er grundvallarregla í stjórnsýslu að yfirvöld þurfi að skýra sínar aðgerðir og hafa lagastoð fyrir þeim og heimild. Það hvílir ekki skylda á almenningi almennt að ítreka sína lotningu gagnvart yfirvöldum. Það virkar ekki þannig,“ segir Albert. Hann segir að samkvæmt hans mati hafi stjórnvöld ekki fylgt lögum í málsmeðferð Yazans og fjölskyldu hans og hafi þess vegna komist að rangri niðurstöðu. „Það er það eina sem fjölskyldan hefur farið fram á. Að þau fái réttmæta og lögbundna málsmeðferð.“ Hér að neðan má sjá viðtal við Yazan og fjölskyldu hans úr Kvöldfréttum Stöðvar 2 í maí á þessu ári. Með hagsmuni barna að leiðarljósi Ráðherrunum var eftir fund sinn á þriðjudag tíðrætt um Barnasáttmálann, rétt barna og samspil hans við útlendingalöggjöfina. Albert segir að hans mati sé málsmeðferð með tilliti til réttinda barna bjöguð í verndarkerfinu. Barnasáttmálinn sé eitt plagg, sem sé lögfest á Íslandi, en það komi einnig skýrt fram í lögum um útlendinga að við ákvarðanatöku eigi að miða við bestu hagsmuni barnsins. Í ákvörðunum og málsmeðferð Útlendingastofnunar komi hins vegar sjaldan fram að gætt hafi verið að bestu hagsmunum barns. „Heldur segir Útlendingastofnun að hagsmunum barnsins verði ekki stefnt í voða með áframsendingu,“ segir Albert og að þannig sé búið að snúa reglunni á hvolf. Þá segir hann íslensk stjórnvöld frekar fylgja annarri meginreglu, um einingu fjölskyldunnar. „Þá er til dæmis umsóknum foreldranna hafnað og svo sagt að það séu hagsmunir barnsins að fylgja foreldrunum þangað sem þau eru að fara,“ segir Albert. Albert segir að í málsmeðferðinni hefði, auk þess að gæta að hagsmunum Yazans sem barns, hefði átt að gæta að hagsmunum hans sem fatlaðs barns. Stjórnmálamenn hafi ítrekað sagt mál hans hafa fengið ítarlega meðferð á tveimur stjórnsýslustigum. Albert geri þó athugasemdir við það og að samkvæmt Samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks beri að fara fram greining á þjónustuþörf hans. Það hafi sem dæmi aldrei verið gert. Taka skal þó fram að samningurinn hefur ekki verið lögfestur á Íslandi en félags- og vinnumarkaðsráðherra er með það á þingmálaskrá sinni fyrir þingveturinn. „Það er mjög skrítið að íslensk stjórnvöld fullyrði að hann njóti allra réttinda á Spáni vegna þess að þau vita ekki hvaða þjónustu hann þarf,“ segir Albert og að hans mati hafi rannsókn yfirvalda á mögulegum aðstæðum hans á Spáni verið yfirborðskennd og almenn, en ekki persónuleg. „Íslensk stjórnvöld geta ekkert sagt um það hvað hefði tekið við Yazan á flugvellinum á Spáni. Þeim er alveg sama um það.“ Gott heilbrigðiskerfi en skert aðgengi Þá setur hann fyrirvara við fullyrðingar um aðgengi hans að heilbrigðiskerfinu á Spáni. Það geti vel verið að heilbrigðiskerfið sé gott og að þar séu starfandi sérfræðingar. Það sé hins vegar alls ekki tryggt að Yazan hefði haft aðgengi að þeim hefði honum verið vísað þangað. „Það er munur á því hvaða gæði og þjónusta er til staðar og hvaða þjónusta stendur Yazan til boða. Ein af niðurstöðum úr úrskurði kærunefndar er til dæmis að það sé líklegt að fjölskyldan hefði þurft að greiða fyrir læknisþjónustuna á Spáni,“ segir Albert. Yazan er með vöðvarýrnunarsjúkdóminn Duchenne. Sjúkdómurinn greinist bara hjá drengjum og er afar sjaldgæfur. Hann greinist hjá um sex af hverjum hundrað þúsund. Á vef Ráðgjafar- og greiningarstöð, RGR, kemur sem dæmi fram að hér á landi greinist drengur að meðaltali með sjúkdóminn á tveggja til þriggja ára fresti. Alls eru um tíu til tólf drengir eða karlmenn með sjúkdóminn á Íslandi í dag. „Sjúkdómurinn er framsækinn og smám saman rýrna allir meginvöðvar líkamans. Sjúkdómsgangurinn er misjafn en yfirleitt hætta drengirnir að geta gengið sjálfir 10-12 ára og fá þá hjólastól,“ segir á vef RGR. Engin lækning er við sjúkdómnum en fjölmargar rannsóknir í gangi um allan heim. Í dag má almennt búast við því að einstaklingar með sjúkdóminn nái fullorðinsaldri fái þeir góða meðferð en áður fyrr voru lífslíkur ekki langt fram yfir unglingsaldur. Í dag er algengt að karlmenn lifi langt fram á fertugsaldur. Flestir eru í hjólastól og þarfnast aðstoðar allan sólarhringinn. Þeir hafa fulla getu til að stunda nám, stofna til fjölskyldu og lifa Algengasta dánarorsökin er öndunar- eða hjartabilun en sýkingar, t.d. lungnabólga, eru einnig nokkuð algengar. Engin aðkoma barnaverndar Albert segist auk þess efa að íslensk stjórnvöld hafi átt í nokkrum samskiptum við spænsk stjórnvöld til að tryggja að ekki yrði rof á þjónustu og samfella í meðferð. Það sé ekki hans reynsla í slíkum málum að það sé gert. Undantekningin sé þegar barnavernd hefur aðkomu að máli barns á Íslandi. Við brottvísun tryggi barnavernd á Íslandi að barnavernd í móttökuríki taki við máli barnsins. Barnavernd á Íslandi hafi hins vegar neitað að taka mál Yazans upp þrátt fyrir tilkynningar frá Landspítala, réttindagæslufulltrúa fatlaðra og fleirum. „Það er ekki meginregla að barnavernd komi að málum þegar börn koma til landsins í fylgd foreldra,“ segir Albert. Það sé mögulega þörf á að skoða betur rannsókn barnaverndar á máli Yazans. „Barnavernd hafði ekki samskipti við lækna Yazans og það liggur ekki fyrir við hvaða lækna var talað við yfirhöfuð. Í skoðun sinni rannsakaði barnavernd ekki heldur athugasemdir réttindagæslufulltrúa fatlaðra.“ Barnavernd hafi því enga aðkomu haft að máli Yazans nema þegar fulltrúi þeirra var viðstaddur á Keflavíkurflugvelli þegar flytja átti fjölskylduna úr landi á mánudag. Allar nauðsynlegar upplýsingar fylgi fólki út Marín Þórsdóttir, verkefnastjóri heimferðar- og fylgdardeildar ríkislögreglustjóra, áður stoðdeildar, segist ekki geta svarað því hvort að haft hafi verið samband við yfirvöld á Spáni til að tryggja að Yazan myndi fá þá heilbrigðisþjónustu sem hann þarf. Marín Þórsdóttir segir lögreglu fylgja ákveðnu verklagi við hverja brottvísun.Vísir/Vilhelm „Ég get ekki tjáð mig um einstaka mál,“ segir Marín. Almennt sé verklagið þannig að við brottvísun séu sendar upplýsingar til stjórnvalda viðtökuríkis um þann sem er verið að vísa úr landi. Hún segir hverjum umsækjanda fylgja alls konar pappírar sem fylgi með til viðkomuríkis og stjórnvöld treysti því að allar nauðsynlegar upplýsingar komist til skila. Þegar viðkomandi sé kominn til viðtökuríkis séu þau á þeirra ábyrgð og ekki lengur á ábyrgð íslenskra stjórnvalda. Marín segir fordæmi fyrir því að málum sé fylgt eftir þegar íslenska ríkið ber ekki lengur ábyrgð, en að það sé ekki reglan. Sem dæmi nefnir hún fjöldaflutning til Venesúela í fyrra. Þá hafði aðstæður fólksins verið kannaðar eftir að það lenti í Venesúela vegna frásagna um að þau væru ekki frjáls ferða sinna. Sjá einnig: Venesúelamennirnir hafi ekki sætt hefðbundnu landamæraeftirliti „Í mörgum málum er farið lengra en krafa er gerð um. Það gerist ekki alltaf en þegar við teljum að þörf sé á þá förum við lengra,“ segir Marín. Spurð hvort mál Yazans sé dæmigert mál sem þyrfti að fylgja eftir segist Marín ekki geta tjáð sig um einstaka mál. Ósamvinnuþýð þegar þau fara ekki eftir neitun Fjölmargir hafa gagnrýnt að starfsmenn ríkislögreglustjóra hafi farið á Landspítalann til að sækja Yazan og að fjölskyldan hafi ekki fengið frest eða tilkynningu um það. Í viðtali við Kastljósi í vikunni sagði Marín starfsfólk deildarinnar reyna að vera í samstarfi við einstaklinga og aðstandendur þeirra en þau verði stundum að bregðast við með öðrum hætti. „En þegar fólk hefur ítrekað komið fram í fjölmiðlum án þess að lýsa yfir samstarfsvilja, þá verðum við stundum að bregðast við með öðrum hætti. Í slíkum tilvikum fer fram hagsmunamat til að meta hvort viðkomandi sé líklegur til að vera samstarfsfús. Ef niðurstaðan er að samstarfsvilji sé ekki til staðar, þá þarf því miður stundum að grípa til harkalegri aðgerða,“ sagði Marín í viðtali við Kastljós. Um þetta segir Marín að þegar talað er um samvinnuþýði sé verið að tala um samvinnu við að fara heim. Samvinnan felist í því að yfirgefa landið um leið og niðurstaða um neikvæðan úrskurð liggi fyrir. „Þegar þú ert búinn að fara í gegnum öll stjórnsýslustigin, fá neikvætt alls staðar og það er ekkert eftir í lagaumhverfinu þar sem er möguleiki að segja já, er ekkert annað í boði en að fara úr landi,“ segir Marín og að ef fólk sýni ekki neinn vilja til að yfirgefa landið við þær aðstæður þá líti stjórnvöld svo á að þau séu ósamvinnuþýð. Sjá einnig: Læknir hafi metið Yazan flugfæran „Ef þau ætla sér að vera ólöglega í landinu þrátt fyrir úrskurð kærunefndarinnar. Þetta er eins og að fá dóm og neita að hlíta þeim dómi.“ En ef þú ert veikur og á spítala, ertu þá ósamvinnuþýður? „Ef það er einhver vafi á að fólk sé fært til ferðar þá fáum við læknisvottorð til að staðfesta það að flutningurinn sé í lagi,“ segir Marín en fram hefur komið í fréttum að slíkt vottorð var til staðar fyrir flutning Yazans. Í samráði við spítalann Hvað varðar lagalega heimild lögreglunnar til að sækja fólk á spítala segir Marín starfsfólk lögreglu ekki sækja neinn á sjúkrastofnun nema í samráði við sjúkrastofnunina eða starfsfólk hennar. Sjá einnig: Landspítalinn telur heimildir lögreglu ekki hafnar yfir allan vafa Eftir að Yazan var sóttur kom fram í yfirlýsingu spítalans að þau teldu mikilvægt að skýra betur hvaða heimildir stjórnvöld hefðu til að fara inn á sjúkrastofnanir og sækja veika einstaklinga. „Ég tel að ef reglugerðir og lög geti skýrt heimildir lögreglu betur, þá fagna ég því.“
Rjóður er hjúkrunar- og endurhæfingardeild fyrir langveik og langveik fötluð börn. Þangað koma börn á aldrinum 0-18 ára sem þarfnast mikillar hjúkrunar og umönnunar. Á vef spítalans segir að öll börn sem þangað komi fái skipulagða aðlögun og það fari eftir þörfum hverrar fjölskyldu hversu löng hún er. Innlagnir eru ákveðnar þrjá mánuði fram í tímann. Pláss er fyrir fimm til sex börn til að dvelja í Rjóðri en þangað koma líka börn í dagdeildarþjónustu.
Dyflinnarsamstarfið Dyflinnarsamstarfið er hlut af Schengen-samstarfi Evrópuríkja. Dyflinnarsamstarfið byggir á Dyflinnarsamningnum [e. Dublin Convention] frá árinu 1990 sem var leystur af hólmi með Dyflinnarreglugerð [e. Dublin Regulation] frá árinu 2003. Sú reglugerð féll úr gildi árið 2013 þegar ný reglugerð um Dyflinnarsamstarfið, nr. 604/2013, var samþykkt af Evrópuþinginu og Evópuráðinu. Ísland er aðili að Dyflinnarsamstarfinu en í því taka þátt öll 28 aðildarríki Evrópusambandsins auk Noregs, Íslands, Sviss og Lichtenstein.
Yazan er með vöðvarýrnunarsjúkdóminn Duchenne. Sjúkdómurinn greinist bara hjá drengjum og er afar sjaldgæfur. Hann greinist hjá um sex af hverjum hundrað þúsund. Á vef Ráðgjafar- og greiningarstöð, RGR, kemur sem dæmi fram að hér á landi greinist drengur að meðaltali með sjúkdóminn á tveggja til þriggja ára fresti. Alls eru um tíu til tólf drengir eða karlmenn með sjúkdóminn á Íslandi í dag. „Sjúkdómurinn er framsækinn og smám saman rýrna allir meginvöðvar líkamans. Sjúkdómsgangurinn er misjafn en yfirleitt hætta drengirnir að geta gengið sjálfir 10-12 ára og fá þá hjólastól,“ segir á vef RGR. Engin lækning er við sjúkdómnum en fjölmargar rannsóknir í gangi um allan heim. Í dag má almennt búast við því að einstaklingar með sjúkdóminn nái fullorðinsaldri fái þeir góða meðferð en áður fyrr voru lífslíkur ekki langt fram yfir unglingsaldur. Í dag er algengt að karlmenn lifi langt fram á fertugsaldur. Flestir eru í hjólastól og þarfnast aðstoðar allan sólarhringinn. Þeir hafa fulla getu til að stunda nám, stofna til fjölskyldu og lifa Algengasta dánarorsökin er öndunar- eða hjartabilun en sýkingar, t.d. lungnabólga, eru einnig nokkuð algengar.
Mál Yazans Flóttafólk á Íslandi Hælisleitendur Palestína Spánn Tengdar fréttir Tileinkuðu söng við heilbrigðisráðuneytið Yazan Samstöðukór fyrir frjálsri Palestínu kom saman og söng fyrir utan Heilbrigðisráðuneytið í morgun. Kórinn vakti athygli á stöðu heilbrigðismála í Palestínu í yfirlýsingu sinni og tileinkaði sönginn Yazan Tamimi, ellefu ára langveika drengnum sem enn stendur til að vísa úr landi. Heilbrigðisráðherra hlýddi ekki á sönginn. 18. september 2024 13:37 Telur íslenska stjórnsýslu hafa brotið lög í máli Yazan Hinn ellefu ára Yazan Tamimi frá Palestínu er mjög skelkaður eftir aðgerðir lögreglu aðfararnótt mánudags, þegar vísa átti honum og fjölskyldu hans úr landi. Lögmaður fjölskyldunnar telur að íslensk yfirvöld hafi brotið lög við málsmeðferð og framkvæmd í máli fjölskyldunnar. Öryggi hans er talið betur borgið á Barnaspítalanum en í Rjóðrinu. 18. september 2024 12:21 „Reglur samfélagsins mega ekki vera ómanneskjulegar“ Guðrún Karls Helgudóttir biskup Íslands segir lög sem heimili lögreglu að fara inn á spítala til að sækja barn um miðja nótt „ólög og ómanneskjuleg“. Guðrún segir tímabært fyrir samfélagið að staldra við og skoða betur hvernig það geti verið manneskjulegra og í meiri kærleika. 18. september 2024 07:57 Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent Lögbann sett á tilskipun Trumps Erlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent Fleiri fréttir Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Ellert B. Schram er fallinn frá „Það á auðvitað að fara að lögum“ Segir borgina hafa unnið að lausn mála hjá Maríuborg um nokkurt skeið Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Boða til allsherjarfundar samninganefnda Kennarasambandsins Lögregla rannsakar tálbeituaðgerð ungmenna Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Sjá meira
Tileinkuðu söng við heilbrigðisráðuneytið Yazan Samstöðukór fyrir frjálsri Palestínu kom saman og söng fyrir utan Heilbrigðisráðuneytið í morgun. Kórinn vakti athygli á stöðu heilbrigðismála í Palestínu í yfirlýsingu sinni og tileinkaði sönginn Yazan Tamimi, ellefu ára langveika drengnum sem enn stendur til að vísa úr landi. Heilbrigðisráðherra hlýddi ekki á sönginn. 18. september 2024 13:37
Telur íslenska stjórnsýslu hafa brotið lög í máli Yazan Hinn ellefu ára Yazan Tamimi frá Palestínu er mjög skelkaður eftir aðgerðir lögreglu aðfararnótt mánudags, þegar vísa átti honum og fjölskyldu hans úr landi. Lögmaður fjölskyldunnar telur að íslensk yfirvöld hafi brotið lög við málsmeðferð og framkvæmd í máli fjölskyldunnar. Öryggi hans er talið betur borgið á Barnaspítalanum en í Rjóðrinu. 18. september 2024 12:21
„Reglur samfélagsins mega ekki vera ómanneskjulegar“ Guðrún Karls Helgudóttir biskup Íslands segir lög sem heimili lögreglu að fara inn á spítala til að sækja barn um miðja nótt „ólög og ómanneskjuleg“. Guðrún segir tímabært fyrir samfélagið að staldra við og skoða betur hvernig það geti verið manneskjulegra og í meiri kærleika. 18. september 2024 07:57