Sport

20 milljónir til kvennaíþrótta

Vala Flosadóttir náði mesta afreki íslenskrar íþróttakonu á ÓL í Sydney 2000.
Vala Flosadóttir náði mesta afreki íslenskrar íþróttakonu á ÓL í Sydney 2000.

Menningarsjóður Glitnis hefur lagt fram 20 milljónir króna til að stofna Afrekskvennasjóð Glitnis og ÍSÍ en Sjóðstjórnin tók við styrknum á Nýárshófi Glitnis.

Sjóðnum er ætlað að vera hvatning og stuðningur við afreksíþróttakonur úr einstaklings- og hópíþróttum, sem stefna að frekari árangri í íþrótt sinni.

Sjóðsstjórn skipa þrjár valinkunnar konur sem allar hafa komið að starfi íþróttahreyfingarinnar; þær Svafa Grönfeldt rektor Háskólans í Reykjavík sem er formaður sjóðsstjórnar, Vala Flosadóttir stangarstökkvari og bronsverðlaunahafi á Ólympíuleikunum í Sydney 2000 og Vanda Sigurgeirsdóttir knattspyrnukona og knattspyrnuþjálfari.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×