Segir Leipzig hinn fullkomna áfangastað fyrir unga og efnilega leikmenn Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 20. september 2024 07:01 Benjamin Šeško skoraði mark RB Leipzig þegar liðið mátti þola grátlegt tap gegn Atlético Madríd á útivelli. EPA-EFE/JUANJO MARTIN Það má með sanni segja að RB Leipzig í þýsku úrvalsdeildinni sé besti áfangastaður ungra og efnilegra knattspyrnumanna í Evrópu. Á undanförnum árum hefur liðið selt fjöldann allan af leikmönnum fyrir gríðarlega háar fjárhæðir. Á undanförnum árum hefur félagið blandað sér í toppbaráttuna í Þýskalandi, tvívegis orðið bikarmeistari og komist alla leið í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu ásamt því að vera hluti af deild þeirra bestu sex ár í röð. Félagið sjálft er umdeilt þar sem það er hluti af Red Bull samsteypunni og slíkt fellur í grýttan jarðveg í Þýskalandi. Félagið er hins vegar með gríðarlega vel mótaða stefnu hvað varðar bæði leikmenn og leikstíl. Salan á Dani Olmo til Barcelona er að mati BBC, breska ríkisútvarpsins, sönnun þess að stefna félagsins í leikmannamálum geri félagið að einum besta stökkpalli Evrópu. RB Leipzig didn’t see Dani Olmo’s summer move to Barcelona as a blow, rather confirmation of a trusted philosophyAhead of a sixth successive season of Champions League football, here’s how @RBLeipzig became a “perfect” destination for young stars https://t.co/QKXdy5qRS6— Alex Bysouth (@alexbysouth) September 19, 2024 Spánverjinn Olmo átti góðu gengi að fagna á EM og gekk í kjölfarið í raðir Barcelona á rúmlega níu milljarða íslenskra króna. Var það í fjórða sinn á aðeins tveimur árum sem félagið selur leikmann á meira en níu milljarða króna. Miðjumaðurinn Dominik Szoboszlai gekk í raðir Liverpool, framherjinn Christopher Nkunku gekk í raðir Chelsea og varnarmaðurinn Joško Gvardiol fór til Manchester City. Olmo var ekki eini leikmaðurinn sem yfirgaf Leipzig í sumar en franski varnarmaðurinn Mohamed Simakan fór til Al Nassr í Sádi-Arabíu. Marcel Schafer, yfirmaður íþróttamála hjá félaginu, horfði á það sem tækifæri frekar en hindrun. Félagið festi kaup á hinum 19 ára gamla Antonio Nusa sem og Assan Ouédraogo, Arthur Vermeeren á láni, markvörðinn Maarten Vandevoordt og Lutsharel Geertruida. Ekki nóg með það heldur átti félagið meira en fimm milljarða í afgang eftir sölurnar á Olmo og Simakan. Fyrir var liðið svo með hinn eftirsótta Šeško í sínum röðum sem og Xavi Simons sem er annað árið í röð á láni frá París Saint-Germain. Šeško 💫#UCL pic.twitter.com/99Y2UvQHB9— UEFA Champions League (@ChampionsLeague) September 19, 2024 Schafer gekk í raðir Leipzig fyrr á þessu ári og segist strax sjá merki þess efnis að ungir leikmenn vilji ólmir ganga til liðs við Leipzig vegna fordæmanna hér að ofan. „Þetta er ekki aðeins Olmo heldur er þetta einnig Gvardiol, þetta er Szoboszlai, þetta er Nkunku og svo margir til viðbótar. Ungir leikmenn sjá hvaða möguleika félagið hefur. Þetta er hið fullkomna félag – ekki aðeins í Þýskalandi heldur Evrópu allri – fyrir unga leikmenn,“ sagði Schafer að endingu. Fótbolti Þýski boltinn Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Fótbolti Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Fótbolti Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Fótbolti Doncic náði allskonar tölfræðiáföngum í kvöld Sport Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Körfubolti Spánverjar og Belgar skoruðu sex Fótbolti Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenska U21 landsliðið mætir Eistum Sport Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Spánverjar og Belgar skoruðu sex Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Ingibjörg fékk rautt í fyrsta leiknum með Freiburg Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi „Gríðarlega mikilvægur sigur“ „Ekki boðlegt fyrir lið eins og Þór/KA“ Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Torsóttur sigur enskra gegn Andorra Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Emilía sneri aftur eftir meiðsli Eiga von á breytingum og þyngri miðju gegn Frökkum Stærsti heimasigur Íslands í keppnisleik Albert ekki með gegn Frakklandi Luis Enrique þarf að fara í aðgerð eftir hjólaslys „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Stærsti sigur Íslands ekki gegn smáþjóð Sjá meira
Á undanförnum árum hefur félagið blandað sér í toppbaráttuna í Þýskalandi, tvívegis orðið bikarmeistari og komist alla leið í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu ásamt því að vera hluti af deild þeirra bestu sex ár í röð. Félagið sjálft er umdeilt þar sem það er hluti af Red Bull samsteypunni og slíkt fellur í grýttan jarðveg í Þýskalandi. Félagið er hins vegar með gríðarlega vel mótaða stefnu hvað varðar bæði leikmenn og leikstíl. Salan á Dani Olmo til Barcelona er að mati BBC, breska ríkisútvarpsins, sönnun þess að stefna félagsins í leikmannamálum geri félagið að einum besta stökkpalli Evrópu. RB Leipzig didn’t see Dani Olmo’s summer move to Barcelona as a blow, rather confirmation of a trusted philosophyAhead of a sixth successive season of Champions League football, here’s how @RBLeipzig became a “perfect” destination for young stars https://t.co/QKXdy5qRS6— Alex Bysouth (@alexbysouth) September 19, 2024 Spánverjinn Olmo átti góðu gengi að fagna á EM og gekk í kjölfarið í raðir Barcelona á rúmlega níu milljarða íslenskra króna. Var það í fjórða sinn á aðeins tveimur árum sem félagið selur leikmann á meira en níu milljarða króna. Miðjumaðurinn Dominik Szoboszlai gekk í raðir Liverpool, framherjinn Christopher Nkunku gekk í raðir Chelsea og varnarmaðurinn Joško Gvardiol fór til Manchester City. Olmo var ekki eini leikmaðurinn sem yfirgaf Leipzig í sumar en franski varnarmaðurinn Mohamed Simakan fór til Al Nassr í Sádi-Arabíu. Marcel Schafer, yfirmaður íþróttamála hjá félaginu, horfði á það sem tækifæri frekar en hindrun. Félagið festi kaup á hinum 19 ára gamla Antonio Nusa sem og Assan Ouédraogo, Arthur Vermeeren á láni, markvörðinn Maarten Vandevoordt og Lutsharel Geertruida. Ekki nóg með það heldur átti félagið meira en fimm milljarða í afgang eftir sölurnar á Olmo og Simakan. Fyrir var liðið svo með hinn eftirsótta Šeško í sínum röðum sem og Xavi Simons sem er annað árið í röð á láni frá París Saint-Germain. Šeško 💫#UCL pic.twitter.com/99Y2UvQHB9— UEFA Champions League (@ChampionsLeague) September 19, 2024 Schafer gekk í raðir Leipzig fyrr á þessu ári og segist strax sjá merki þess efnis að ungir leikmenn vilji ólmir ganga til liðs við Leipzig vegna fordæmanna hér að ofan. „Þetta er ekki aðeins Olmo heldur er þetta einnig Gvardiol, þetta er Szoboszlai, þetta er Nkunku og svo margir til viðbótar. Ungir leikmenn sjá hvaða möguleika félagið hefur. Þetta er hið fullkomna félag – ekki aðeins í Þýskalandi heldur Evrópu allri – fyrir unga leikmenn,“ sagði Schafer að endingu.
Fótbolti Þýski boltinn Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Fótbolti Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Fótbolti Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Fótbolti Doncic náði allskonar tölfræðiáföngum í kvöld Sport Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Körfubolti Spánverjar og Belgar skoruðu sex Fótbolti Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenska U21 landsliðið mætir Eistum Sport Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Spánverjar og Belgar skoruðu sex Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Ingibjörg fékk rautt í fyrsta leiknum með Freiburg Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi „Gríðarlega mikilvægur sigur“ „Ekki boðlegt fyrir lið eins og Þór/KA“ Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Torsóttur sigur enskra gegn Andorra Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Emilía sneri aftur eftir meiðsli Eiga von á breytingum og þyngri miðju gegn Frökkum Stærsti heimasigur Íslands í keppnisleik Albert ekki með gegn Frakklandi Luis Enrique þarf að fara í aðgerð eftir hjólaslys „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Stærsti sigur Íslands ekki gegn smáþjóð Sjá meira