Menning

Innblástur frá málurum

Galliano sjálfur.
Það er alltaf spennandi að sjá hverju hann klæðist þar sem hann er alltaf í stíl við hverja sýningu sem hann gerir.
Galliano sjálfur. Það er alltaf spennandi að sjá hverju hann klæðist þar sem hann er alltaf í stíl við hverja sýningu sem hann gerir. MYND/AFP

Tískuhúsið Christian Dior fagnar þessa dagana sextíu ára afmæli sínu og John Galliano, yfirhönnuður þess, fagnar því einnig að tíu ár eru síðan hann tók við hjá Dior.

 

Fyrirsætan Coco Rocha klæðist íburðarmiklum kjól og hálsinn skreytir einhvers konar víravirki.

Galliano sýndi nýjustu hönnun sína fyrir fyrirtækið á hátískuvikunni í París í gær en margir þóttust vissir um að John myndi sækja áhrif í einn frægasta stíl Dior, „New look".



Mjög leikrænt og flott en sniðið minnir örlítið á Paul Poiret sem á öldum áður frelsaði konur undan ánauð lífsstykkisins.

En Galliano er ekki fyrirsjáanlegur og í staðinn sýndi hann íburðarmikla glæsikjóla í anda málverka frægra listamanna eins og Monet, Renoir, Cocteau og Caravaggio. Einnig sótti hann áhrif til heimalands síns, Spánar og minntu sumir kjólarnir á alvöru senioritu-kjóla. Sjálfur klæddist hann glæsilegum nautabanabúning.

 

fjólublár draumur. Leikræn stelling og risastór hattur.

Ofurfyrirsætur þrömmuðu um á pöllunum og þar mátti meðal annars sjá Helenu Christensen, Lindu Evangelistu, Gisele og Naomi Campbell. Í fremstu röð sátu Hollywood-stjörnur eins og Kate Hudson, Monica Bellucci, Sophia Coppola og Juliette Binoche.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×