Fiskikóngurinn kominn í gufuna Jakob Bjarnar skrifar 11. nóvember 2024 15:23 Kátir og komnir í gufuna. Fiskikóngnum til vinstri handar er sonur hans Ari Steinn Kristjánsson, sá fjallmyndarlegi með yfirvaraskeggið og honum til hægri handar er Birkir Rafnsson, sölustjóri. aðsend Kristján Berg, sem jafnan gegnir nafninu Fiskikóngurinn og hefur mokað út heitum pottum af öllum stærðum og gerðum, hefur nú fært sig yfir í gufubaðið. „Já, ég er að framleiða sauna-klefa núna. Við höfum komið okkur upp verksmiðju úti í Eistlandi. Þar eru sex smiðir og þeir framleiða þetta fyrir okkur.“ Fiskikóngurinn segir það skemmtilega tilviljun að þegar þeir voru að hugsa upp nöfn á klefana, voru þeir fyrst að velta fyrir sér Heklu, Gullfossi og einhverju margnotuðu og tuggnu. En duttu svo óvart niður á nöfn sem tengjast Alþingi. „Þetta eru svartmálaðir klefar og heita nöfnum sem tengjast Alþingi. Þar eru heitustu umræðurnar. Þetta eru tíu klefar og heita Þingsalur, Forseti, Þingvellir, Bessastaðir … já og svo erum við líka með Litla Hraun. Sá klefi er með rimlum. Ef menn gera eitthvað af sér geta þeir farið í klefann og komið út með hreina sál,“ segir Fiskikóngurinn sem telur þetta smellpassa við kosningarnar, sem komu frekar óvænt til sögunnar – eftir að þeir voru búnir að panta klefana. „Nú, ef hjón eru ósammála geta þau farið í hitann og gert út um málin á Þingvöllum,“ segir Kristján Berg sem veit hvað hann syngur. Hann segist vilja búa til góða stemmingu. Glæsilegur gufuklefinn sem fengið hefur nafnið Alþingi. Þangað geta menn farið, með svarta samvisku og komið út eins og hvítþvegnir englar. Ef menn gera eitthvað af sér geta þeir farið í Litla-Hraun og komið út með hreina sál, hvorki meira né minna.aðsend „Svo er ég líka með fullan gám af saunahúfum og sem eru merktar flokkunum.“ Kristján segist ekki hafa tölu á því hversu marga potta hann hafi selt. Þeir séu enda af öllum stærðum og gerðum, rafmagnspottar, skeljar og kaldir pottar. „Þetta eru sjálfsagt tvö þúsund rafpottar sem ég hef selt.“ Svo undarlega vill til að Kristján sjálfur er ekkert fyrir hitann. „Ég er viðkvæmur fyrir hita. Og reyndar kulda líka. Þetta er ekki mín hugmynd. Sonur minn, sem kom inn í fyrirtækið í fyrra og heitir Ari Steinn Kristjánsson, honum datt þetta til hugar.“ „Svo er ég búinn að láta útbúa skilti líka. Ég fékk Indverja sem ég fann á netinu til þess, hann framleiðir fyrir mig flott skilti úr kopar. Við erum bara að búa til stemmingu og hafa gaman að lífinu,“ segir Fiskikóngurinn fjallbrattur að vanda. Sund Mest lesið Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí Lífið „Aldrei grátið jafn mikið af gleði“ Lífið „Það eru smá blendnar tilfinningar að vera farin“ Lífið „Þetta kom mér jafnmikið á óvart eins og öðrum“ Tíska og hönnun Stjörnulífið: Suðræn sæla og seiðandi kroppar Lífið Travolta klæddi sig óvænt upp sem Danny Zuko Lífið Einar fékk meira hár en Baldur Lífið Elliot Page frumsýndi nýju kærustuna á Skólavörðustígnum Lífið Glatkistunni lokað Menning „Öruggt athvarf fyrir hinsegin samfélagið“ Lífið Fleiri fréttir Einar fékk meira hár en Baldur „Öruggt athvarf fyrir hinsegin samfélagið“ Stjörnulífið: Suðræn sæla og seiðandi kroppar Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí „Aldrei grátið jafn mikið af gleði“ „Það eru smá blendnar tilfinningar að vera farin“ Travolta klæddi sig óvænt upp sem Danny Zuko Elliot Page frumsýndi nýju kærustuna á Skólavörðustígnum Skordýrabrúðkaup í Laugardalslaug Krakkatían: Leikhópurinn Lotta, fótboltamót og sumarsólstöður Sonur Rögnu og Árna fæddur Einn með fyrsta vinning og vann tæpar 54 milljónir Lilja Sif Pétursdóttir krýnd Miss Supranational Europe og talin myndfríðust Fréttatía vikunnar: Leiðtogafundur, Hollywood-stjarna og umdeilt brúðkaup Stefnir á sigur í stærstu kokkakeppni heims Áslaug selur glæsiíbúð í Reykjavík Vægar viðreynslur en engir pervertar Martin Österdahl hættir hjá Eurovision Kyana og Viktor giftu sig undir berum himni Beckham á spítala Albert og Guðlaug saman í fríi á Ibiza Byggir á viðskiptamódeli bandarískrar trúboðsstöðvar Eurovision aðdáendur flykkjast enn til Húsavíkur Wintour víkur úr ritstjórastólnum eftir 37 ár Hundruðir gengu skrúðgöngu í Laugardal Íslensku sjónvarpsverðlaunin veitt í fyrsta sinn í október Búið spil hjá Katy Perry og Orlando Bloom Súrrealísk upplifun í prinsessuleik í Versölum Sögulegt hús fær nýtt líf: Hafnfirðingar hrannast inn, segja sögur og þakka fyrir Purrkur Pillnikk spilar á Innipúkanum Sjá meira
„Já, ég er að framleiða sauna-klefa núna. Við höfum komið okkur upp verksmiðju úti í Eistlandi. Þar eru sex smiðir og þeir framleiða þetta fyrir okkur.“ Fiskikóngurinn segir það skemmtilega tilviljun að þegar þeir voru að hugsa upp nöfn á klefana, voru þeir fyrst að velta fyrir sér Heklu, Gullfossi og einhverju margnotuðu og tuggnu. En duttu svo óvart niður á nöfn sem tengjast Alþingi. „Þetta eru svartmálaðir klefar og heita nöfnum sem tengjast Alþingi. Þar eru heitustu umræðurnar. Þetta eru tíu klefar og heita Þingsalur, Forseti, Þingvellir, Bessastaðir … já og svo erum við líka með Litla Hraun. Sá klefi er með rimlum. Ef menn gera eitthvað af sér geta þeir farið í klefann og komið út með hreina sál,“ segir Fiskikóngurinn sem telur þetta smellpassa við kosningarnar, sem komu frekar óvænt til sögunnar – eftir að þeir voru búnir að panta klefana. „Nú, ef hjón eru ósammála geta þau farið í hitann og gert út um málin á Þingvöllum,“ segir Kristján Berg sem veit hvað hann syngur. Hann segist vilja búa til góða stemmingu. Glæsilegur gufuklefinn sem fengið hefur nafnið Alþingi. Þangað geta menn farið, með svarta samvisku og komið út eins og hvítþvegnir englar. Ef menn gera eitthvað af sér geta þeir farið í Litla-Hraun og komið út með hreina sál, hvorki meira né minna.aðsend „Svo er ég líka með fullan gám af saunahúfum og sem eru merktar flokkunum.“ Kristján segist ekki hafa tölu á því hversu marga potta hann hafi selt. Þeir séu enda af öllum stærðum og gerðum, rafmagnspottar, skeljar og kaldir pottar. „Þetta eru sjálfsagt tvö þúsund rafpottar sem ég hef selt.“ Svo undarlega vill til að Kristján sjálfur er ekkert fyrir hitann. „Ég er viðkvæmur fyrir hita. Og reyndar kulda líka. Þetta er ekki mín hugmynd. Sonur minn, sem kom inn í fyrirtækið í fyrra og heitir Ari Steinn Kristjánsson, honum datt þetta til hugar.“ „Svo er ég búinn að láta útbúa skilti líka. Ég fékk Indverja sem ég fann á netinu til þess, hann framleiðir fyrir mig flott skilti úr kopar. Við erum bara að búa til stemmingu og hafa gaman að lífinu,“ segir Fiskikóngurinn fjallbrattur að vanda.
Sund Mest lesið Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí Lífið „Aldrei grátið jafn mikið af gleði“ Lífið „Það eru smá blendnar tilfinningar að vera farin“ Lífið „Þetta kom mér jafnmikið á óvart eins og öðrum“ Tíska og hönnun Stjörnulífið: Suðræn sæla og seiðandi kroppar Lífið Travolta klæddi sig óvænt upp sem Danny Zuko Lífið Einar fékk meira hár en Baldur Lífið Elliot Page frumsýndi nýju kærustuna á Skólavörðustígnum Lífið Glatkistunni lokað Menning „Öruggt athvarf fyrir hinsegin samfélagið“ Lífið Fleiri fréttir Einar fékk meira hár en Baldur „Öruggt athvarf fyrir hinsegin samfélagið“ Stjörnulífið: Suðræn sæla og seiðandi kroppar Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí „Aldrei grátið jafn mikið af gleði“ „Það eru smá blendnar tilfinningar að vera farin“ Travolta klæddi sig óvænt upp sem Danny Zuko Elliot Page frumsýndi nýju kærustuna á Skólavörðustígnum Skordýrabrúðkaup í Laugardalslaug Krakkatían: Leikhópurinn Lotta, fótboltamót og sumarsólstöður Sonur Rögnu og Árna fæddur Einn með fyrsta vinning og vann tæpar 54 milljónir Lilja Sif Pétursdóttir krýnd Miss Supranational Europe og talin myndfríðust Fréttatía vikunnar: Leiðtogafundur, Hollywood-stjarna og umdeilt brúðkaup Stefnir á sigur í stærstu kokkakeppni heims Áslaug selur glæsiíbúð í Reykjavík Vægar viðreynslur en engir pervertar Martin Österdahl hættir hjá Eurovision Kyana og Viktor giftu sig undir berum himni Beckham á spítala Albert og Guðlaug saman í fríi á Ibiza Byggir á viðskiptamódeli bandarískrar trúboðsstöðvar Eurovision aðdáendur flykkjast enn til Húsavíkur Wintour víkur úr ritstjórastólnum eftir 37 ár Hundruðir gengu skrúðgöngu í Laugardal Íslensku sjónvarpsverðlaunin veitt í fyrsta sinn í október Búið spil hjá Katy Perry og Orlando Bloom Súrrealísk upplifun í prinsessuleik í Versölum Sögulegt hús fær nýtt líf: Hafnfirðingar hrannast inn, segja sögur og þakka fyrir Purrkur Pillnikk spilar á Innipúkanum Sjá meira