Erlent

Tunglmyrkvi sást víða um heim

Svona leit tunglmyrkvinn út í Reykjavík í gærkvöldi
Svona leit tunglmyrkvinn út í Reykjavík í gærkvöldi Myndir/Egill Aðalsteinsson

Tunglmyrkva varð vart víða um heim í gærkvöldi og nótt. Tunglið varð þá almyrkvað í fyrsta sinn í tæp þrjú ár. Tunglmyrkvinn sást illa í höfuðborginni í gærkvöldi þar sem var skýjað en sást vel á Norðurlandi. Almyrkvinn hófst um stundarfjórðungi í ellefu í gærkvöldi og lauk rétt um miðnætti.

Tuglmyrkvi verður þegar tunglið gengur inn í skugga jarðar á sama tíma og jörðin er á milli sólar og tungls. Því getur tunglmyrkvi aðeins orðið þegar tunglið er fullt. Þetta gerist þó ekki í hverjum mánuði því brautarplön tungls og jarðar eru ekki samsíða. Myrkvinn í gær sást vel frá Afríku, Evrópu, Suður-Ameríu og austanverðum Bandaríkjunum og Kanada.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×