Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Kjartan Kjartansson skrifar 8. nóvember 2024 11:39 Í tvígang hefur það gerst að flugvélar Finnair hafi ekki getað lent í Joensuu í Austur-Finnlandi vegna truflana á staðsetningarkerfi í sumar. Myndin er úr safni og er frá Vantaa-flugvelli í Helsinki. Vísir/Getty Gamaldags fjarlægðarvitar hafa verið teknir aftur í notkun á flugvöllum í austanverðu Finnlandi vegna viðvarandi truflana á gervihnattastaðsetningarkerfum. Dæmi eru um að flugvélar hafi ekki getað lent vegna truflananna. Flestar flugvélar reiða sig á staðsetningarkerfi sem byggja á merkjum frá gervihnöttum. Veruleg aukning hefur orðið á truflunum á þessum kerfum frá því að Rússar hófu allsherjarinnrás sína í Úkraínu árið 2022, ekki síst við Finnlandsflóa og á Eystrasalti. Finnsk stjórnvöld telja að Rússar standi fyrir truflunum á gervhnattamerkjunum og fölsunum á þeim til þess að verja olíuhafnir sínar og fela slóð flutningaskipa sem brjóta gegn viðskiptaþvingunum vestrænna ríkja. Þetta hefur leitt til þess að skip hafa farið af leið og villst. Finnska strandgæslan hefur þurft að vara skip við því að þau stefni í strand af þessum sökum. Rússar hafna því að koma nálægt truflununum. Nú kveður svo rammt að þessum truflunum að stjórnendur þriggja flugvalla í austanverðu Finnlandi hafa ákveðið að draga fram gamla fjarlægðarvita til að hafa til taks þegar vart verður við truflanir á gervihnattakerfum. Vitarnir eru þegar komnir í notkun í Joensuu og Savonlinna og verða bráðlegar komnir upp við Lappeenranta-flugvöll, að sögn finnska ríkisútvarpsins YLE. Vitarnir voru notaðir frá 7. áratug síðustu aldar. Þeir gefa frá sér útvarpsbylgjupúls sem móttakarar í flugvélum geta notað til þess að reikna út staðsetningu sína. Gervihnattastaðsetningarbúnaður hefur leyst þá tækni að mestu af hólmi. Innanlandsflugvél á leið frá Helsinki þurfti frá að hverfa vegna truflana á GPS-merki þegar hún hugðist lenda í Joensuu í júní. Önnur flugvél Finnair gat heldur ekki lent í Joensuu af sömu sökum í ágúst. Isavia sagði í tilkynningu í mars að ekki hefði verið tilkynnt um truflanir á staðsetningarkerfum eða fölsunum í íslenska flugstjórnarsvæðinu. Hins vegar hafi komið fram skýr merki um að flugvélar sem hefðu orðið fyrir truflunum bæru þess enn merki þegar þær kæmu inn í flugstjórnarsvæðið mörgum klukkustundum eftir að truflun lauk. Alls hafi þúsund slík tilfelli verið skráð í fyrra. Fréttin hefur verið uppfærð. Finnland Rússland Fréttir af flugi Tækni Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Níu gistu fangageymslur í nótt Innlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Fleiri fréttir Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Sjá meira
Flestar flugvélar reiða sig á staðsetningarkerfi sem byggja á merkjum frá gervihnöttum. Veruleg aukning hefur orðið á truflunum á þessum kerfum frá því að Rússar hófu allsherjarinnrás sína í Úkraínu árið 2022, ekki síst við Finnlandsflóa og á Eystrasalti. Finnsk stjórnvöld telja að Rússar standi fyrir truflunum á gervhnattamerkjunum og fölsunum á þeim til þess að verja olíuhafnir sínar og fela slóð flutningaskipa sem brjóta gegn viðskiptaþvingunum vestrænna ríkja. Þetta hefur leitt til þess að skip hafa farið af leið og villst. Finnska strandgæslan hefur þurft að vara skip við því að þau stefni í strand af þessum sökum. Rússar hafna því að koma nálægt truflununum. Nú kveður svo rammt að þessum truflunum að stjórnendur þriggja flugvalla í austanverðu Finnlandi hafa ákveðið að draga fram gamla fjarlægðarvita til að hafa til taks þegar vart verður við truflanir á gervihnattakerfum. Vitarnir eru þegar komnir í notkun í Joensuu og Savonlinna og verða bráðlegar komnir upp við Lappeenranta-flugvöll, að sögn finnska ríkisútvarpsins YLE. Vitarnir voru notaðir frá 7. áratug síðustu aldar. Þeir gefa frá sér útvarpsbylgjupúls sem móttakarar í flugvélum geta notað til þess að reikna út staðsetningu sína. Gervihnattastaðsetningarbúnaður hefur leyst þá tækni að mestu af hólmi. Innanlandsflugvél á leið frá Helsinki þurfti frá að hverfa vegna truflana á GPS-merki þegar hún hugðist lenda í Joensuu í júní. Önnur flugvél Finnair gat heldur ekki lent í Joensuu af sömu sökum í ágúst. Isavia sagði í tilkynningu í mars að ekki hefði verið tilkynnt um truflanir á staðsetningarkerfum eða fölsunum í íslenska flugstjórnarsvæðinu. Hins vegar hafi komið fram skýr merki um að flugvélar sem hefðu orðið fyrir truflunum bæru þess enn merki þegar þær kæmu inn í flugstjórnarsvæðið mörgum klukkustundum eftir að truflun lauk. Alls hafi þúsund slík tilfelli verið skráð í fyrra. Fréttin hefur verið uppfærð.
Finnland Rússland Fréttir af flugi Tækni Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Níu gistu fangageymslur í nótt Innlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Fleiri fréttir Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Sjá meira