Erlent

Hátt­settur sænskur diplómati hand­tekinn fyrir njósnir

Háttsettur sænskur diplómati hefur verið handtekinn grunaður um njósnir. Samkvæmt heimildum sænska ríkisútvarpsins hefur hann starfað hjá mörgum sendiráðum víða um heim. Grunur er um að málið tengist nýlegri afsögn varnarmálaráðgjafa ríkisstjórnarinnar.

Erlent

Tveir fram­bjóð­endur myrtir á nokkrum dögum

Tveir borgarstjóraframbjóðendur ríkisstjórnarflokks Mexíkó hafa verið myrtir í Veracruz-ríki. Ofbeldi að þessu tagi er gífurlega algengt í Mexíkó og sérstaklega í tengslum við kosningar en sveitarstjórnarkosningar fara fram í ríkinu í næsta mánuði.

Erlent

Hóta að standa í vegi „fal­legs“ frum­varps

Þingmenn Repúblikanaflokksins lögðu í gær fram gífurlega umfangsmikið lagafrumvarp um skattheimtu og málefni innflytjenda. Frumvarp þetta felur í sér skattalækkanir, fjármagnaðar með niðurskurði innan velferðarkerfisins og á grænum verkefnum og með því að fella úr gildi niðurfellingu Joes Biden á námslánum.

Erlent

Mætir ræningjunum í fyrsta sinn

Kim Kardashian, raunveruleikastjarnan og athafnakonan fræga, mætti í dag í dómsal í París þar sem hún mætir mönnunum sem rændu hana vopnaðir byssum árið 2016. Kardashian hefur sagt frá því að hún hafi verið sannfærð um að hún myndi deyja og segir ránið hafa haft gífurlega mikil og slæm áhrif á hana.

Erlent

Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí

Dmitrí Peskóv, talsmaður Vladimírs Pútín, forseta Rússlands, segir undirbúning fyrir mögulegar viðræður við Úkraínumenn í Istanbúl á fimmtudaginn yfirstandandi. Í samtali við blaðamenn vildi Peskóv ekki gefa upp hvort Pútín ætlaði sér að mæta á fundinn og ræða við Vólódímír Selenskí, forseta Úkraínu.

Erlent

Sak­felldur fyrir að hafa beitt konur kyn­ferði­sof­beldi

Franski leikarinn Gerard Depardieu var í morgun fundinn sekur um að hafa beitt tvær konur kynferðisofbeldi árið 2021. Dómur féll í París í morgun en konurnar tvær voru samstarfskonur leikarans við tökur á myndinni Les Volets Verts árið 2021. Leikarinn var dæmdur í átján mánaða skilorðsbundið fangelsi.

Erlent

Trump með verri í­mynd á heims­vísu en Xi og Pútín

Í fleiri löndum heimsins ríkir jákvæð sýn gagnvart Kína en til Bandaríkjanna og algjört hrun hefur orðið á ímynd Bandaríkjanna á heimsvísu frá því í fyrra. Þá mælist ímynd Donalds Trump Bandaríkjaforseta neikvæð í 82% landa um allan heim, en ímynd bæði Pútíns Rússlandsforseta og Xi Jinping forseta Kína mælist betri á heimsvísu.

Erlent

Mál­verk af Græn­landi undir stjórn Trumps vekur at­hygli

Málverk sem danskur listamaður málaði af því hvernig Nuuk gæti litið út ef Donald Trump nær að taka yfir Grænland hefur vakið mikla athygli. Eftirprentanir af myndinni voru til sölu í Nuuk á sama tíma og Friðrik Danakonungur heimsótti höfuðstað Grænlands fyrir tveimur vikum. Greinarhöfundur bandaríska stórblaðsins Wall Street Journal segir myndina dæmi um það hvernig yfirlýsingar Trumps hafa slegið til baka.

Erlent

„Tákn­rænt sterk“ for­ysta Græn­lands hefst í dag

Danska konungsríkið; Danmörk, Grænland og Færeyjar, taka í dag við formennsku í Norðurskautsráðinu. Vivian Motzfeldt, utanríkisráðherra Grænlands, fer með formennsku í ráðinu næstu tvö árin fyrir hönd ríkissambandsins en þetta er í fyrsta sinn sem Grænlendingar mun leiða ráðið.

Erlent

Bandaríkja­for­seti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“

Ríkisstjórn repúblikana í Bandaríkjunum hefur undirbúið lögfræðiálit um að forseti þeirra megi þiggja lúxusþotu sem er metin á milljarða króna að gjöf frá emírnum í Katar þrátt fyrir að stjórnarskrá banni að forseti taki við gjöfum eða mútum frá erlendum ríkjum. Forsetinn sjálfur er áfjáður í að þiggja þotuna.

Erlent

Láta banda­rískan gísl lausan

Hamasliðar tilkynntu í dag að þeir hygðust leysa Bandaríkjamanninn Edan Alexander úr haldi. Hann er síðasti eftirlifandi gíslinn í þeirra haldi með bandarískt ríkisfang en hann er búinn að vera í gíslingu á Gasaströndinni frá sjöunda október 2023.

Erlent

Vilja leggja réttarríkið til hliðar

Embættismenn í ríkisstjórn Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, eru að skoða leiðir til að leggja rétt fólks á vernd gegn fangelsun án dóms og laga til hliðar. Það vilja þeir gera svo auðveldara verði fyrir þá að flytja fólk sem sakað er um að vera í Bandaríkjunum ólöglega úr landi.

Erlent

Vopna­hléið heldur en vígahugur ríkir enn

Vopnahlé milli Indlands og Pakistan virðist hafa haldið velli í nótt, þó ráðamenn ríkjanna hafi sakað hvorn annan um að brjóta gegn því. Nokkrum klukkustundum eftir að vopnahléið tók gildi í gær sökuðu Indverjar og Pakistanar hvorn annan um árásir.

Erlent

Hafnar aftur al­mennu vopna­hléi og leggur til við­ræður

Vladimír Pútín, forseti Rússlands, lagði til í gær að hefja beinar viðræður við Úkraínumenn í Tyrklandi í vikunni. Var það í kjölfar þess að leiðtogar Bretlands, Frakklands, Þýskalands og Póllands kröfðust þess að Pútín samþykkti almenn þrjátíu daga vopnahlé, sem ríkisstjórn Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, hefur lagt til.

Erlent

Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, er sagður pirraður yfir því hver erfiðlega honum hefur gengið að binda enda á átök sem hann hafði heitið að stöðva fljótt. Fyrir forsetakosningarnar í fyrra hafði forsetinn heitið því að stöðva átökin í Úkraínu og á Gasaströndinni mjög fljótt.

Erlent

Kín­verskir verk­takar fá ekki að bora skipagöng í Noregi

Fjórar verktakasamsteypur hafa verið samþykktar í forvali til að bjóða í gerð skipaganga í Noregi. Tveimur verktökum frá Kína var hins vegar hafnað. Norskir sérfræðingar í öryggis- og varnarmálum höfðu áður varað við því að kínverskum verktökum yrði leyft að taka þátt í útboðinu.

Erlent

Vopna­hlé í höfn milli Ind­lands og Pakistans

Indverjar og Pakistanar hafa gert almennt vopnahlé sín á milli, með aðkomu ráðamanna í Bandaríkjunum. Umfangsmikil átök ríkjanna hafa átt sér stað undanfarna daga en bæði búa þau yfir kjarnorkuvopnum.

Erlent

Á­tökin ná nýjum hæðum

Árásir yfir landamæri Pakistan og Indlands virðast hafa náð nýjum hæðum í gærkvöldi og í nótt. Ráðamenn í Pakistan gerðu árásir gegn indverskum herstöðvum og vopnageymslum í aðgerð sem fékk nafnið „Blýveggur“, lauslega þýtt. Indverjar svöruðu með eigin árásum og meðal annars á herstöð þar sem finna má höfuðstöðvar pakistanska hersins.

Erlent