Erlent Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Óeining á meðal aðildarríkja Evrópusambandsins þýðir að það nær ekki að skila uppfærðu markmiði um samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda á tilsettum tíma fyrir lok mánaðarins. Ríkin eru ekki sammála um hversu metnaðarfullt markmiðið eigi að vera. Erlent 17.9.2025 09:33 Opna tímabundna flóttaleið Ísraelsher tilkynnti í morgun að opnað yrði tímabundið fyrir leið frá Gasa-borg til að gefa íbúum kost á því að flýja það ástand sem skapast hefur í borginni eftir innrás hersins. Erlent 17.9.2025 08:39 Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Danska lögreglan ætlar að hefja nánari rannsókn vegna andláts tveggja ungra danskra kvenna sem létust í Asíulandinu Laos í fyrra. Þær létust báðar vegna metanóleitrunar eftir neyslu á áfengum drykk á farfuglaheimili í bænum Vang Vieng, en nú hyggst danska lögreglan grennslast betur fyrir um málið. Erlent 17.9.2025 08:27 Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi Donald Trump Bandaríkjaforseti og eiginkona hans, Melania Trump, lentu á Stansted-flugvelli í Lundúnum í gærkvöldi en í dag hefst tveggja daga opinber heimsókn forsetans til Bretlands. Erlent 17.9.2025 06:45 „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Rannsóknarnefnd Sameinuðu þjóðanna segir Ísraelsríki fremja þjóðarmorð á Gaza. Í skýrslu reynir hún að höfða til ábyrgðarkenndar bandalagsríkja Ísraels. Í nótt hóf Ísraelski herinn stórsókn á Gazaborg sem hann hyggst hernema. Utanríkisráðherra segir framferðið hreinlega galið. Erlent 16.9.2025 19:22 Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Ríkissaksóknari í Utah hefur farið fram á dauðarefsingu yfir hinum 22 ára Tyler Robinson sem grunaður er um að hafa banað Charlie Kirk í síðustu viku. Hann hefur verið ákærður í sjö ákæruliðum. Erlent 16.9.2025 18:22 Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Forsvarsmenn opinbers rússnesks félags sem rekur olíuleiðslur þar í landi hefur varað framleiðendur við því að þeir gætu þurft draga úr flæðinu vegna drónaárása. Úkraínumenn hafa lagt sérstaka áherslu á árásir á innviði olíuframleiðslu í Rússlandi á undanförnum mánuðum. Erlent 16.9.2025 16:27 Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Stjarnfræðingar klóra sér nú í höfðinu yfir röð tröllaukinna sprenginga í fjarlægri vetrarbraut sem aldrei hafa sést áður. Þeir þekkja engar aðstæður sem geta valdið slíkri hrinu svonefndra gammablossar. Erlent 16.9.2025 15:58 Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Talsmenn strandgæslu Kína hefur sakað áhöfn skips frá Filippseyjum að sigla vísvitandi á skip strandgæslunnar við umdeilt rif í Suður-Kínahafi. Ráðamenn í Filippseyjum segja ásakanirnar rangar. Kínverskir sjóliðar hafi notað öflugar vatnsbyssur til að skemma filippseyskt skip og slasa áhafnarmeðlim þar um borð. Erlent 16.9.2025 15:06 Hryðjuverkaákærum vísað frá Dómari hefur vísað frá tveimur af ákærunum gegn Luigi Mangione, sem sakaður er um að hafa myrt Brian Thompson, forstjóra UnitedHealthcare, í fyrra. Ekki verður réttað yfir Mangione í New York fyrir hryðjuverk en morðákærur standa eftir. Erlent 16.9.2025 14:15 Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Ítalskur dómstóll gaf grænt ljós á framsal úkraínsks karlmanns sem er grunaður um aðild að skemmdarverkunum á Nord Stream-gasleiðslunum í Eystrasalti í dag. Lögmenn hans segjast ætla að nýta áfrýjunarrétt til þess ítrasta. Erlent 16.9.2025 10:56 Trump-liðar heita hefndum Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, og undirsátar hans í Hvíta húsinu, hótuðu í gær að beita ríkinu til að refsa fólki, samtökum og stofnunum á vinstri væng bandarískra stjórnmála sem þeir kenna um morðið á Charlie Kirk. Trump lagði til að beita lögum gegn skipulagðri glæpastarfsemi til að refsa pólitískum andstæðingum sínum. Erlent 16.9.2025 10:46 Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Rannsóknarnefnd á vegum Sameinuðu þjóðanna hefur komist að þeirri niðurstöðu að Ísraelsmenn hafi framið þjóðarmorð á Palestínumönnum á Gasa. Erlent 16.9.2025 08:20 Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Ísraelsher gerði látlausar sprengjuárásir á Gasa borg í nótt og óstaðfestar fregnir herma að innrás á jörðu niðri sé nú hafin og að til standi að hernema alla borgina. Erlent 16.9.2025 07:06 Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Donald Trump Bandaríkjaforseti greindi frá því á samfélagsmiðli sínum Truth Social í nótt að hann hefði höfðað mál á hendur New York Times, þar sem miðillinn væri krafinn um 15 milljarða Bandaríkjadala í skaðabætur. Erlent 16.9.2025 06:49 Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Hinn 22 ára gamli Tyler Robinson, sem grunaður er um að hafa skotið fjarhægrimanninn Charlie Kirk til bana á háskólasamkomu í Utah í síðustu viku, sendi smáskilaboð í aðdraganda morðsins þar sem hann sagðist ætla að drepa Kirk. Erlent 15.9.2025 23:48 Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Utanríkisráðherra Bandaríkjanna lýsti yfir eindregnum stuðningi Bandaríkjastjórnar við forsætisráðherra Ísraels og fyrirætlanir hans um að uppræta Hamas í opinberri heimsókn í Jerúsalem í dag. Það væri sömuleiðis forgangsverkefni bandarískra stjórnvalda að frelsa ísraelska gísla og ryðja Hamas úr vegi. Hann varaði bandalagsríki við því að viðurkenna fullveldi Palestínu. Erlent 15.9.2025 22:28 Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Bandaríski herinn grandaði í morgun báti á alþjóðlegu hafsvæði nærri Suður-Ameríku þar sem talið var að fíkniefni væru innanborðs. Donald Trump Bandaríkjaforseti segir þrjá hafa fallið í árásinni en tæpar tvær vikur eru síðan ellefu voru drepnir í sams konar árás. Erlent 15.9.2025 21:54 Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka Bardagakeppinn Conor McGregor hefur ákveðið að draga framboð sitt til forseta Írlands til baka. Hann líkir framboðsreglunum við spennitreyju sem komi í veg fyrir lýðræðislegt kjör. Erlent 15.9.2025 18:06 NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Atlantshafsbandalagið og Rússland eiga „augljóslega“ í stríði. Þetta sagði Dmitrí Peskóv, talsmaður Vladimírs Pútín, forseta Rússlands, við blaðamenn í Moskvu í morgun. Stuðningur margra ríkja NATO við Úkraínu jafngilti að bandalagið væri í raun og veru stríð við Rússland. Það væri augljóst að stríðsástand ríkti. Erlent 15.9.2025 15:46 Stórauka útgjöld til varnarmála Ríkisstjórn Svíþjóðar tilkynnti í morgun að fjárútlát til varnarmála yrðu stóraukin á næsta ári um 26,6 milljarða sænskra króna. Þannig munu fjárútlátin fara úr 148 milljörðum í um 175 milljarða eða um 2,8 prósent af vergri landsframleiðslu Svíþjóðar. Erlent 15.9.2025 13:33 Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Tinder-svindlarinn Simon Leviev eða Shimon Yehuda Hayut var handtekinn í Batumi í Georgíu í gær við komu til landsins. Leviev er þekktur sem Tinder-svindlarinn en fjallað var um hann í heimildarmynd frá Netflix sem vakti mikla athygli fyrir rúmum þremur árum. Erlent 15.9.2025 13:04 Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Breskir stjórnmálamenn fordæma eldfim ummæli Elon Musk, eins auðugasta mannst í heimi, á mótmælafundi gegn útlendingum í London um helgina. Meðal annars er kallað eftir að stjórnvöld beiti Musk refsiaðgerðum. Erlent 15.9.2025 11:11 Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Rússneskur dómstóll hefur dæmt nokkra meðlimi listahópsins Pussy Riot til langrar fangelsisvistar fyrir að vanvirða rússneska herinn. Þar á meðal er Mariia Alekhina, eða Masha, sem er íslenskur ríkisborgari. Fimm konur voru dæmdar í morgun en engin þeirra er í Rússlandi. Erlent 15.9.2025 11:09 Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Brian Kilmead, einn stjórnenda Fox & Friends, hefur beðist afsökunar eftir að hann kallaði eftir því að heimilislaust fólk sem á við geðræn vandamál að stríða yrði aflífað. Hann segir ummæli sín hafa verið „einstaklega kaldranaleg“. Erlent 15.9.2025 10:00 Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ Réttarhöld yfir breskum uppgjafarhermanni fyrir morð og tilraunir til manndráps í Londonderry/Derry á Norður-Írlandi á blóðuga sunnudeginum svonefnda hefjast í dag. Enginn hefur nokkru sinni verið dæmdur sekur um fjöldamorðið. Erlent 15.9.2025 09:19 AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Fjarhægriflokkurinn AfD, eða Valkostur fyrir Þýskaland, nær þrefaldaði fylgi sitt í sveitarstjórnarkosningum sem fram fóru í Norðurrín-Vestfalíu í gær. Erlent 15.9.2025 08:43 Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Christian Brueckner hefur neitað því að ræða við bresk lögregluyfirvöld, sem vilja yfirheyra hann um hvarf Madeleine McCann. Brueckner er grunaður í málinu. Erlent 15.9.2025 07:40 Kalla rússneska sendiherrann á teppið Rúmenar kölluðu rússneska sendiherrann á teppið eftir að rússnesk flygildi rufu rúmenska lofthelgi í gær og þar með Atlantshafsbandalagsins. Litið er á atvikið og svipað atvik í Póllandi fyrr í vikunni sem ögrun af hálfu Rússa. Erlent 14.9.2025 19:12 Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Ríkisstjóri Utah segir að meintur banamaður Charlie Kirks hafi aðhyllst vinstri hugmyndafræði. Hinn 22 ára Tyler Robinson hafi verið „mjög venjulegur maður“ en síðan „radíkaliseraður“ á síðustu árum. Ríkisstjórinn segir að maki hans, sem er trans kona, sé afar samvinnuþýð lögreglunni. Erlent 14.9.2025 17:14 « ‹ 1 2 3 4 5 6 7 … 334 ›
Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Óeining á meðal aðildarríkja Evrópusambandsins þýðir að það nær ekki að skila uppfærðu markmiði um samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda á tilsettum tíma fyrir lok mánaðarins. Ríkin eru ekki sammála um hversu metnaðarfullt markmiðið eigi að vera. Erlent 17.9.2025 09:33
Opna tímabundna flóttaleið Ísraelsher tilkynnti í morgun að opnað yrði tímabundið fyrir leið frá Gasa-borg til að gefa íbúum kost á því að flýja það ástand sem skapast hefur í borginni eftir innrás hersins. Erlent 17.9.2025 08:39
Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Danska lögreglan ætlar að hefja nánari rannsókn vegna andláts tveggja ungra danskra kvenna sem létust í Asíulandinu Laos í fyrra. Þær létust báðar vegna metanóleitrunar eftir neyslu á áfengum drykk á farfuglaheimili í bænum Vang Vieng, en nú hyggst danska lögreglan grennslast betur fyrir um málið. Erlent 17.9.2025 08:27
Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi Donald Trump Bandaríkjaforseti og eiginkona hans, Melania Trump, lentu á Stansted-flugvelli í Lundúnum í gærkvöldi en í dag hefst tveggja daga opinber heimsókn forsetans til Bretlands. Erlent 17.9.2025 06:45
„Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Rannsóknarnefnd Sameinuðu þjóðanna segir Ísraelsríki fremja þjóðarmorð á Gaza. Í skýrslu reynir hún að höfða til ábyrgðarkenndar bandalagsríkja Ísraels. Í nótt hóf Ísraelski herinn stórsókn á Gazaborg sem hann hyggst hernema. Utanríkisráðherra segir framferðið hreinlega galið. Erlent 16.9.2025 19:22
Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Ríkissaksóknari í Utah hefur farið fram á dauðarefsingu yfir hinum 22 ára Tyler Robinson sem grunaður er um að hafa banað Charlie Kirk í síðustu viku. Hann hefur verið ákærður í sjö ákæruliðum. Erlent 16.9.2025 18:22
Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Forsvarsmenn opinbers rússnesks félags sem rekur olíuleiðslur þar í landi hefur varað framleiðendur við því að þeir gætu þurft draga úr flæðinu vegna drónaárása. Úkraínumenn hafa lagt sérstaka áherslu á árásir á innviði olíuframleiðslu í Rússlandi á undanförnum mánuðum. Erlent 16.9.2025 16:27
Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Stjarnfræðingar klóra sér nú í höfðinu yfir röð tröllaukinna sprenginga í fjarlægri vetrarbraut sem aldrei hafa sést áður. Þeir þekkja engar aðstæður sem geta valdið slíkri hrinu svonefndra gammablossar. Erlent 16.9.2025 15:58
Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Talsmenn strandgæslu Kína hefur sakað áhöfn skips frá Filippseyjum að sigla vísvitandi á skip strandgæslunnar við umdeilt rif í Suður-Kínahafi. Ráðamenn í Filippseyjum segja ásakanirnar rangar. Kínverskir sjóliðar hafi notað öflugar vatnsbyssur til að skemma filippseyskt skip og slasa áhafnarmeðlim þar um borð. Erlent 16.9.2025 15:06
Hryðjuverkaákærum vísað frá Dómari hefur vísað frá tveimur af ákærunum gegn Luigi Mangione, sem sakaður er um að hafa myrt Brian Thompson, forstjóra UnitedHealthcare, í fyrra. Ekki verður réttað yfir Mangione í New York fyrir hryðjuverk en morðákærur standa eftir. Erlent 16.9.2025 14:15
Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Ítalskur dómstóll gaf grænt ljós á framsal úkraínsks karlmanns sem er grunaður um aðild að skemmdarverkunum á Nord Stream-gasleiðslunum í Eystrasalti í dag. Lögmenn hans segjast ætla að nýta áfrýjunarrétt til þess ítrasta. Erlent 16.9.2025 10:56
Trump-liðar heita hefndum Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, og undirsátar hans í Hvíta húsinu, hótuðu í gær að beita ríkinu til að refsa fólki, samtökum og stofnunum á vinstri væng bandarískra stjórnmála sem þeir kenna um morðið á Charlie Kirk. Trump lagði til að beita lögum gegn skipulagðri glæpastarfsemi til að refsa pólitískum andstæðingum sínum. Erlent 16.9.2025 10:46
Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Rannsóknarnefnd á vegum Sameinuðu þjóðanna hefur komist að þeirri niðurstöðu að Ísraelsmenn hafi framið þjóðarmorð á Palestínumönnum á Gasa. Erlent 16.9.2025 08:20
Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Ísraelsher gerði látlausar sprengjuárásir á Gasa borg í nótt og óstaðfestar fregnir herma að innrás á jörðu niðri sé nú hafin og að til standi að hernema alla borgina. Erlent 16.9.2025 07:06
Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Donald Trump Bandaríkjaforseti greindi frá því á samfélagsmiðli sínum Truth Social í nótt að hann hefði höfðað mál á hendur New York Times, þar sem miðillinn væri krafinn um 15 milljarða Bandaríkjadala í skaðabætur. Erlent 16.9.2025 06:49
Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Hinn 22 ára gamli Tyler Robinson, sem grunaður er um að hafa skotið fjarhægrimanninn Charlie Kirk til bana á háskólasamkomu í Utah í síðustu viku, sendi smáskilaboð í aðdraganda morðsins þar sem hann sagðist ætla að drepa Kirk. Erlent 15.9.2025 23:48
Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Utanríkisráðherra Bandaríkjanna lýsti yfir eindregnum stuðningi Bandaríkjastjórnar við forsætisráðherra Ísraels og fyrirætlanir hans um að uppræta Hamas í opinberri heimsókn í Jerúsalem í dag. Það væri sömuleiðis forgangsverkefni bandarískra stjórnvalda að frelsa ísraelska gísla og ryðja Hamas úr vegi. Hann varaði bandalagsríki við því að viðurkenna fullveldi Palestínu. Erlent 15.9.2025 22:28
Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Bandaríski herinn grandaði í morgun báti á alþjóðlegu hafsvæði nærri Suður-Ameríku þar sem talið var að fíkniefni væru innanborðs. Donald Trump Bandaríkjaforseti segir þrjá hafa fallið í árásinni en tæpar tvær vikur eru síðan ellefu voru drepnir í sams konar árás. Erlent 15.9.2025 21:54
Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka Bardagakeppinn Conor McGregor hefur ákveðið að draga framboð sitt til forseta Írlands til baka. Hann líkir framboðsreglunum við spennitreyju sem komi í veg fyrir lýðræðislegt kjör. Erlent 15.9.2025 18:06
NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Atlantshafsbandalagið og Rússland eiga „augljóslega“ í stríði. Þetta sagði Dmitrí Peskóv, talsmaður Vladimírs Pútín, forseta Rússlands, við blaðamenn í Moskvu í morgun. Stuðningur margra ríkja NATO við Úkraínu jafngilti að bandalagið væri í raun og veru stríð við Rússland. Það væri augljóst að stríðsástand ríkti. Erlent 15.9.2025 15:46
Stórauka útgjöld til varnarmála Ríkisstjórn Svíþjóðar tilkynnti í morgun að fjárútlát til varnarmála yrðu stóraukin á næsta ári um 26,6 milljarða sænskra króna. Þannig munu fjárútlátin fara úr 148 milljörðum í um 175 milljarða eða um 2,8 prósent af vergri landsframleiðslu Svíþjóðar. Erlent 15.9.2025 13:33
Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Tinder-svindlarinn Simon Leviev eða Shimon Yehuda Hayut var handtekinn í Batumi í Georgíu í gær við komu til landsins. Leviev er þekktur sem Tinder-svindlarinn en fjallað var um hann í heimildarmynd frá Netflix sem vakti mikla athygli fyrir rúmum þremur árum. Erlent 15.9.2025 13:04
Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Breskir stjórnmálamenn fordæma eldfim ummæli Elon Musk, eins auðugasta mannst í heimi, á mótmælafundi gegn útlendingum í London um helgina. Meðal annars er kallað eftir að stjórnvöld beiti Musk refsiaðgerðum. Erlent 15.9.2025 11:11
Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Rússneskur dómstóll hefur dæmt nokkra meðlimi listahópsins Pussy Riot til langrar fangelsisvistar fyrir að vanvirða rússneska herinn. Þar á meðal er Mariia Alekhina, eða Masha, sem er íslenskur ríkisborgari. Fimm konur voru dæmdar í morgun en engin þeirra er í Rússlandi. Erlent 15.9.2025 11:09
Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Brian Kilmead, einn stjórnenda Fox & Friends, hefur beðist afsökunar eftir að hann kallaði eftir því að heimilislaust fólk sem á við geðræn vandamál að stríða yrði aflífað. Hann segir ummæli sín hafa verið „einstaklega kaldranaleg“. Erlent 15.9.2025 10:00
Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ Réttarhöld yfir breskum uppgjafarhermanni fyrir morð og tilraunir til manndráps í Londonderry/Derry á Norður-Írlandi á blóðuga sunnudeginum svonefnda hefjast í dag. Enginn hefur nokkru sinni verið dæmdur sekur um fjöldamorðið. Erlent 15.9.2025 09:19
AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Fjarhægriflokkurinn AfD, eða Valkostur fyrir Þýskaland, nær þrefaldaði fylgi sitt í sveitarstjórnarkosningum sem fram fóru í Norðurrín-Vestfalíu í gær. Erlent 15.9.2025 08:43
Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Christian Brueckner hefur neitað því að ræða við bresk lögregluyfirvöld, sem vilja yfirheyra hann um hvarf Madeleine McCann. Brueckner er grunaður í málinu. Erlent 15.9.2025 07:40
Kalla rússneska sendiherrann á teppið Rúmenar kölluðu rússneska sendiherrann á teppið eftir að rússnesk flygildi rufu rúmenska lofthelgi í gær og þar með Atlantshafsbandalagsins. Litið er á atvikið og svipað atvik í Póllandi fyrr í vikunni sem ögrun af hálfu Rússa. Erlent 14.9.2025 19:12
Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Ríkisstjóri Utah segir að meintur banamaður Charlie Kirks hafi aðhyllst vinstri hugmyndafræði. Hinn 22 ára Tyler Robinson hafi verið „mjög venjulegur maður“ en síðan „radíkaliseraður“ á síðustu árum. Ríkisstjórinn segir að maki hans, sem er trans kona, sé afar samvinnuþýð lögreglunni. Erlent 14.9.2025 17:14