Erlent

Hitamet slegið á Spáni um helgina

Hitamet var slegið á Spáni í gær þegar hiti mældist 46 gráður í bænum El Granado. Útlit er fyrir að mánuðurinn verði sá heitasti í sögu Spánar samkvæmt veðurstofu landsins. Fjallað er um málið á vef BBC en hitabylgja gengur nú yfir í Evrópu. Víða hafa stjórnvöld gefið út viðvaranir vegna hita.

Erlent

Íranir geti aftur byrjað að auðga úran eftir nokkra mánuði

Formaður Alþjóðakjarnorkumálastofnunarinnar (IAEA) segir Írani hafa bolmagn til að hefja auðgun úrans að nýju, fyrir mögulega kjarnorkusprengju, á „nokkrum mánuðum“ og að kjarnorkuinnviðir landsins séu ekki eins eyðilagðir og Bandaríkjamenn hafa haldið fram.

Erlent

Þúsundir syrgja í Tehran og Trump segir æðstaklerkinn ljúga

Írönsk yfirvöld halda í dag jarðarför fyrir um sextíu manns, þar á meðal herforingja og kjarnorkuvísindamenn, sem létust í tólf daga átökunum við Ísrael sem lauk með vopnahléi í vikunni. Donald Trump segir Khameini æðstaklerk ljúga um sigur Írans og segist Trump hafa bjargað lífi æðstaklerksins.

Erlent

Hæstaréttar­dómarar fjar­lægðu flein úr holdi Bandaríkja­for­seta

Hæstiréttur Bandaríkjanna sló eitt helsta lagalega vopnið úr höndum andstæðinga Bandaríkjaforseta í dag þegar hann komst að þeirri niðurstöðu að lægri dómsstólar hefðu ekki vald til þess að leggja lögbann á landsvísu á stjórnarathafnir forsetans. Dómari sem var á öndverðum meiði sagði niðurstöðuna ógna réttarríkinu í Bandaríkjunum.

Erlent

Sá sem samdi Mission: Impossible lagið er látinn

Argentínska tónskáldið og hljómsveitarstjórinn Lalo Schifrin er látinn, 93 ára að aldri. Frá þessu greinir BBC og vísar til upplýsinga frá fjölskyldu hans. Schifrin lést á heimili sínu í Los Angeles eftir að hafa glímt við lungnabólgu.

Erlent

Maðurinn bak við Stokkhólmseinkennið allur

Clark Olofsson, einn frægasti glæpamaður Svíþjóðar, er látinn 78 ára að aldri. Olofsson var annar af tveimur sem báru ábyrgð á Norrmalmstorgs-ráninu 1973, sex daga gíslatöku þar sem gíslarnir urðu svo hændir að bankaræningjunum að hugtakið Stokkhólmseinkenni var skapað.

Erlent

Hreinsanir hafnar í Íran

Hreinsanir eru sagðar standa yfir í Íran og hefur fjöldi manns verið handtekinn og margir teknir af lífi, ásakaðir um tengsl við ísraelsku leyniþjónustuna.

Erlent

Twitter-morðinginn tekinn af lífi

Maður sem hafði verið sakfelldur fyrir að myrða níu í íbúð sinni í Tókýó í Japan var í nótt tekinn af lífi, að því er dómsmálaráðuneytið þar í landi segir.

Erlent

Fær­eyingar fagna enn einum jarð­göngunum

Færeyingar fögnuðu í gær opnun nýrra jarðganga, Fámjinsganga á Suðurey. Jóhan Christiansen, sjávarútvegs- og samgönguráðherra, opnaði göngin formlega með því að skera á borða. Elsti íbúi Fámjin, Svend Joensen, fékk svo fyrstur að aka í gegn.

Erlent

Hvar er Khamenei?

„Fólk hefur áhyggjur af leiðtoganum. Getur þú sagt okkur hvar hann er?“ spurði sjónvarpsþáttastjórnandi í Íran í gær en gestur hans var Mehdi Fazaeli, starfsmaður Ayatollah Ali Khamenei.

Erlent

Segist funda með ráða­mönnum Íran í næstu viku

Donald Trump Bandaríkjaforseti segir að fulltrúar Bandaríkjanna og Íran muni hittast í næstu viku og hefja viðræður um mögulegan kjarnorkusamning. Hann segir þó skipta litlu máli hvort samkomulag náist þar sem þegar væri búið að eyðileggja kjarnorkuáætlun Íran. 

Erlent

Krist­rún missti af fundi með Selenskí

Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra missti af fundi sem leiðtogar Norðurlanda áttu með Volodimír Selenskí Úkraínuforseta í dag vegna þess að hún þurfti að ná flugi heim til Íslands.

Erlent