Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Lovísa Arnardóttir skrifar 7. nóvember 2024 21:03 Bannið myndi ekki ná til þeirra sem þegar eru á samfélagsmiðlum. Vísir/Getty Stjórnvöld í Ástralíu ætla að kynna lagasetningu sem miðar að því að banna börnum undir 16 ára aldri að nota samfélagsmiðla. Á vef BBC segir að lagasetningin eigi að vera leiðandi fyrir allan heiminn. Haft er eftir forsætisráðherra Ástralíu, Anthony Albanese, að leggja eigi frumvarpið fram á þinginu í næstu viku. Markmið laganna sé að draga úr og koma í veg fyrir þann skaða sem samfélagsmiðlar hafa á börn í Ástralíu. „Þetta er fyrir mömmurnar og pabbana… Þau, eins og ég, hafa miklar áhyggjur af öryggi barna sinna á netinu. Ég vil að ástralskar fjölskyldur viti að stjórnvöld standa með ykkur,“ sagði Albanese um málið. Í frétt BBC segir að bannið myndi ekki ná til þeirra barna sem þegar eru á samfélagsmiðlum. Þá kemur einnig fram að engar undantekningar verða á aldurstakmarkinu fyrir börn sem hafi þó samþykki foreldra sinna. Þá segja stjórnvöld að það verði á ábyrgð samfélagsmiðlanna sjálfra að sýna að þeir séu að gera ráðstafanir til að koma í veg fyrir að börnin hafi aðgang að þeim. Albanese segir að það verði ekki sektir lagðar á notendur og að það verði á ábyrgð Netöryggisnefndar Ástralíu að tryggja innleiðingu laganna. Lögin myndu taka gildi tólf mánuðum eftir að þau verða samþykkt. Í umfjöllun BBC segir að skiptar skoðanir séu á slíku banni. Einhverjir telji skilvirkara að kenna börnum að nota slíka miðla betur. Fyrri tilraunir, Evrópusambandsins til dæmis, til að hindra aðgang að samfélagsmiðlum hafa mistekist eða verið gagnrýndar af fyrirtækjunum sjálfum. Þá séu alltaf spurningar um hvernig eigi að innleiða leiðir sem komi í veg fyrir að börn finni sér leiðir til að komast inn án þess að vera með aldur. Réttindasamtök barna í Ástralíu hafa gagnrýnt bannið og segja að betra væri að stjórnvöld myndu einbeita sér að því að innleiða öryggisstaðla á samfélagsmiðlum. Þá bentu samtökin á að samkvæmt leiðbeiningum Sameinuðu þjóðanna eigi stefnur þjóða sem miði að því að regluvæða netið að miða að því að gefa börnum tækifæri til þess að græða á því að nota það og tryggja öryggi þeirra. Önnur samtök í Ástralíu hafa á sama tíma bent á að börn hafi ekki þroska til að nota samfélagsmiðla fyrr en þau eru í fyrsta lagi 16 ára. Albanese gefur ekki mikið fyrir ábendingar um að fræða börn betur. Það gerir ráð fyrir því að allir séu með sömu völd á netinu. „Ég veit ekki með ykkur en ég fæ reglulega eitthvað í mitt kerfi sem ég vil ekki sjá. Hvað þá einhver 14 ára táningur í viðkvæmri stöðu,“ er haft eftir honum um það á vef BBC. Samfélagsmiðlar Ástralía Börn og uppeldi Mest lesið Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Innlent Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Innlent Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Allt tiltækt slökkvilið á Brimnesi Innlent Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Innlent Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Fleiri fréttir Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sjá meira
Markmið laganna sé að draga úr og koma í veg fyrir þann skaða sem samfélagsmiðlar hafa á börn í Ástralíu. „Þetta er fyrir mömmurnar og pabbana… Þau, eins og ég, hafa miklar áhyggjur af öryggi barna sinna á netinu. Ég vil að ástralskar fjölskyldur viti að stjórnvöld standa með ykkur,“ sagði Albanese um málið. Í frétt BBC segir að bannið myndi ekki ná til þeirra barna sem þegar eru á samfélagsmiðlum. Þá kemur einnig fram að engar undantekningar verða á aldurstakmarkinu fyrir börn sem hafi þó samþykki foreldra sinna. Þá segja stjórnvöld að það verði á ábyrgð samfélagsmiðlanna sjálfra að sýna að þeir séu að gera ráðstafanir til að koma í veg fyrir að börnin hafi aðgang að þeim. Albanese segir að það verði ekki sektir lagðar á notendur og að það verði á ábyrgð Netöryggisnefndar Ástralíu að tryggja innleiðingu laganna. Lögin myndu taka gildi tólf mánuðum eftir að þau verða samþykkt. Í umfjöllun BBC segir að skiptar skoðanir séu á slíku banni. Einhverjir telji skilvirkara að kenna börnum að nota slíka miðla betur. Fyrri tilraunir, Evrópusambandsins til dæmis, til að hindra aðgang að samfélagsmiðlum hafa mistekist eða verið gagnrýndar af fyrirtækjunum sjálfum. Þá séu alltaf spurningar um hvernig eigi að innleiða leiðir sem komi í veg fyrir að börn finni sér leiðir til að komast inn án þess að vera með aldur. Réttindasamtök barna í Ástralíu hafa gagnrýnt bannið og segja að betra væri að stjórnvöld myndu einbeita sér að því að innleiða öryggisstaðla á samfélagsmiðlum. Þá bentu samtökin á að samkvæmt leiðbeiningum Sameinuðu þjóðanna eigi stefnur þjóða sem miði að því að regluvæða netið að miða að því að gefa börnum tækifæri til þess að græða á því að nota það og tryggja öryggi þeirra. Önnur samtök í Ástralíu hafa á sama tíma bent á að börn hafi ekki þroska til að nota samfélagsmiðla fyrr en þau eru í fyrsta lagi 16 ára. Albanese gefur ekki mikið fyrir ábendingar um að fræða börn betur. Það gerir ráð fyrir því að allir séu með sömu völd á netinu. „Ég veit ekki með ykkur en ég fæ reglulega eitthvað í mitt kerfi sem ég vil ekki sjá. Hvað þá einhver 14 ára táningur í viðkvæmri stöðu,“ er haft eftir honum um það á vef BBC.
Samfélagsmiðlar Ástralía Börn og uppeldi Mest lesið Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Innlent Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Innlent Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Allt tiltækt slökkvilið á Brimnesi Innlent Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Innlent Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Fleiri fréttir Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sjá meira