Erlent

NASA kynnir arftaka Hubble geimsjónaukans

Sigríður Elva Vilhjálmsdóttir skrifar

Geimferðastofnun Bandaríkjanna, NASA, kynnti James Webb geimsjónaukan á fundi félags stjörnufræðinga í Seattle á dögunum. Honum er ætlað að leysa Hubble af hólmi.

James Webb verður mun stærri og á braut töluvert fjær jörðu en Hubble, eða í 1.5 kílómetra fjarlægð. Þessi 4,5 milljarða dala sjónauki verður útbúinn 6,5 metra breiðum spegli - þrisvar sinnum stærri en forverans. Áætlað er að skjóta sjónaukanum út í geim árið 2013 og binda vísindamenn vonir við að sjá enn lengra aftur í tímann með honum.

,,Við þurfum mikið stærri sjónauka til að horfa lengra aftur í tímann, allt aftur að fæðingu alheimsins." segir Edward Weiler forstöðumaður Goddard geimflugs stofnunarinnar.

Hubble hefur frá árinu 1990 sent til jarðar myndir af sólkerfinu, fjarlægum stjörnum og vetrarbrautum sem mynduðust stuttu eftir Miklahvell.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×