Erlent

Segjast hafa þróað ofurbóluefni gegn ofnæmi

Svissneskir vísindamenn telja sig vera langt komna með að þróa bóluefni við hvers kyns ofnæmi, exemi og asma. Eftir því sem fram kemur á vef norska blaðsins Verdens Gang eru það vísindamenn hjá lyfjafyrirtækinu Cytos Biotechnology sem hafa þróað þetta ofurbóluefni en það er sagt innihalda erfðaefni svipuðu því sem er að finna í bakteríunni sem veldur berklum.

Erfðaefnið hefur því það hlutverk að plata ónæmiskerfið þannig að það bregðist við eins og um hættulegar bakteríur sé að ræða og virki hvítu blóðkornin sem vinna gegn sjúkdómum. Tilraunir með bóluefnið lofa góðu og vonast vísindamennirnir til þess að það verði komið á markað innan þriggja ára.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×