Erlent

Lyf fundið sem gæti hægt á Parkinson´s

Vísindamenn við háskóla í Chicago hafa fundið lyf sem getur hægt á og jafnvel læknað Parkinson´s sjúkdóminn. Vísindamennirnir benda þó á að rannsóknir eru á byrjunarstigi og að alltof snemmt sé að fullyrða um hvort lyfið sé tilvalið fyrir meðferð á Parkinson´s.

Lyfið heitir Isradipine og hefur hingað til verið notað við of háum blóðþrýstingi. Rannsóknir á músum hafa sýnt að lyfið endurnýjar griplur í taugakerfi heilans. Griplur þessar hverfa ört í heila Parkinson´s sjúklings.

Parkinson´s sjúkdómurinn leggst aðallega á fólk eldra en 40 ára og veldur stjórnlausum skjálfta í útlimum sem dregur sjúklinginn að lokum í hjólastól.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×