Erlent

Elsta tönn Evrópu

MYND/afp

Tönn af manni sem talin er vera yfir milljón ára gömul fannst á Spáni í vikunni. Ef satt reynist um aldurinn er tönnin elstu leifar af frummanni sem fundist hafa í Vestur-Evrópu.

Tönnin, sem er framjaxl, fannst nálægt bænum Atapuerca á norðurhluta Spánar. Vísindamenn geta ekki fullyrt úr hvernig frummanni tönnin er en telja líklegt það hafi verið Homo antecessor.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×