Erlent

Klikkuðu DARPA- vísindamennirnir

Þessi vélfluga getur flogið og notar sömu eðlisfræði og raunveruleg skordýr til þess. Verið er að bæta stýribúnaði á hana og þá er ekki langt að bíða í myndavélina, hljóðnemann og eiturbroddinn.
Þessi vélfluga getur flogið og notar sömu eðlisfræði og raunveruleg skordýr til þess. Verið er að bæta stýribúnaði á hana og þá er ekki langt að bíða í myndavélina, hljóðnemann og eiturbroddinn.

Ef það er klikkað og getur drepið fólk, varið hermenn eða njósnað um óvini þá geturðu verið viss að DARPA er að fjármagna þróun þess.

DARPA stendur fyrir Defense Advanced Research Projects Agency eða Rannsóknarstofnun hátækni-varnarbúnaðar. Stofnunin heyrir undir varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna og er henni ætlað að finna, fjármagna og fylgja eftir framúrstefnulegustu og framsæknustu rannsóknarverkefnunum sem mögulega er hægt að nýta í hernaðartilgangi.

Áhættan í verkefnum DARPA er mikil en ágóðinn er það einnig. Nýlega skilaði til dæmis verkefni sem stofnunin fjármagnar í Harvard háskóla einni af fyrstu fljúgandi vélmennunum í formi flugu (þó sumir telji að herinn hafi nú þegar yfir slíkum tækjum að ráða).

 

 

DARPA fjármagnar meðal annars rannsóknarverkefni á leiser-stýrðum byssukúlum fyrir handvopn.

Sum verkefnanna sem DARPA fjármagnar þessa stundina hljóma eins og þau eigi betur heima í vísindaskáldsögum og tölvuleikjum: Leiser-stýrðar byssukúlur fyrir handvopn, hljóðskyldir fyrir háværa skriðdreka, fjarstýring á hákörlum svo þeir nýtist í hernaðartilgangi(?!!?), rafskaut tengd mannheilanum sem á einhvern hátt vara hermenn við hættu áður en heilinn nær að vinna úr hættuboðum og ósýnilegur skjöldur sem hægt er að skjóta út um.

Já, mikið rétt. Ósýnilegur skjöldur fyrir hermenn og farartæki sem endurnýjar sig sjálft, ver hermenn fyrir skotárásum og sprengjum en hleypir skotum gegnum sig að innanverðu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×