Erlent

Allt um höfrunga

Höfrungar finnast á öllum hafsvæðum heims, í ósum stórfljóta og jafnvel í ám. Þeir eru algengastir í grunnum sjó eða við yfirborð sjávar en stunda ekki mikla djúpköfun líkt og reyðarhvalir eða aðrir hópar tannhvala. Þeir eru afar hraðsyndir og geta því elt uppi hraðfara sjávarlífverur eins og fiska og smokkfiska. Háhyrningar lifa einnig á ýmsum sjávarspendýrum svo sem selum og öðrum hvölum, til dæmis öðrum höfrungum.

Flestar tegundir höfrunga eru félagslyndar og sjást oft í stórum hópum, jafnvel þúsundir dýra. Þeir virðast vera greindar skepnur og samvinna á milli þeirra er oft mikil svo sem við veiðar. Þekkt er meðal höfrunga að þegar einn meðlimur hópsins særist eða veikist þá fær hann hjálp frá öðrum í hópnum. Leikgleði er einnig lýsandi fyrir höfrunga til dæmis þegar þeir fylgja eftir skipum og „fíflast" meðal kafara. Höfrungar aðlagast breytingum afar vel og hafa sýnt einstakan sveigjanleika gagnvart breytingum í umhverfi sínu.

Lesið meira á Vísindavefnum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×