Erlent

Sjónvarpsgláp á unga aldri

Ekki komu fram áhrif sjónvarpsgláps á börn eldri en 16 mánðaða.
Ekki komu fram áhrif sjónvarpsgláps á börn eldri en 16 mánðaða.

Myndbönd fyrir ungabörn gera meira ógagn en gagn. Myndbönd sem eru til þess ætluð að örva heila ungbarna til að auka þroska þeirra gætu í raun orðið til þess að hægja á þróun orðaforða þeirra ef þau eru ofnotuð. Þetta kemur fram í nýlegri rannsókn bandarískra vísindamanna við háskólann í Washington.

Komust þeir að því að fyrir hvern klukkutíma sem börnin horfðu á DVD eða vídeó skildu ungbörn á aldrinum 8 til 16 mánaða að jafnaði sex færri orð en börn sem höfðu ekki horft á myndböndin. Áhorf á myndböndin höfðu lítil sem engin áhrif á börn eldri en 16 mánaða.

Töldu vísindamennirnir þetta vísbendingu um að myndbönd ætluð til að auka þroska ungbarna geri meira ógagn en gagn. Niðurstöðurnar komu vísindamönnunum þó ekki á óvart. „Ungabörn vaka aðeins nokkra tíma á dag. Ef meirihluti þess tíma fer í sjónvarpsgláp í stað þess að hlusta á foreldrana tala á „ungbarnamáli" fá börnin enga þjálfun í að hlusta á talað mál.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×