Erlent

Áhöfn Endeavour telur ferjuna búna til lendingar

Áhafnarmeðlimir Endeavour-geimferjunnar eru handvissir um að skutla sín geti þotið innum lofthjúp jarðar áfallalaust þrátt fyrir hitateppi hennar hafi skemmst við lofttak. Stýrimaður ferjunnar lýsti þessu yfir í dag. Hann sagði að skemmdirnar væru lítilvægar.

Vísindamenn Nasa hafa legið undanfarna daga yfir gögnum um skemmdirnar til að meta hvort viðgerða sé þörf. Mikið er í húfi því ekki ósvipaðar skemmdir ollu því að Columbiu-ferjan fórst með sjö manna áhöfn við endurkomu sína til jarðar árið 2003.

Viðgerð á ferjunni gæti kostað mikla fyrirhöfn og tíma sem annars hefði farið í hið upprunalega markið fararinnar: að betrumbæta Alþjóðageimstöðina.

Vísir heldur áfram að fylgjast með Endeavour.


Tengdar fréttir

Endeavour tekst á loft

Mönnuð geimskutla, Endeavour, tókst á loft frá Florída rétt í þessu. Flugtakið virðist hafa gengið áfallalaust. För Endeavour er heitið til Alþjóða geimsstöðvarinnar þar sem byggingu hennar verður haldið áfram. Ráðgert er að ferðalagið taki 11 til 14 daga. Endeavour er á vegum Nasa. Þetta er önnur mannaða geimförin af fjórum sem Nasa hefur áætlað á árinu.

Skipt um óþéttan loka í Endeavour

Bandaríska geimferðastofnunin NASA tilkynnti á miðvikudaginn að skipta ætti um óþéttan loka í geimferjunni Endeavour. Áætlað er að skjóta ferjunni á loft næsta þriðjudag.

Endeavour lögð af stað

Geimskutlan Endeavour er lögð af stað í 11 til 14 daga ferðalag til Alþjóðageimsstöðvarinnar. Skutlunni var skotið á loft frá Flórída kl: 22:36 að íslenskum tíma í gær. Geimskotið gekk áfallalaust.

Skemmdirnar á Endeavour minniháttar

Geimferðastofnun Bandaríkjanna telur skemmdirnar sem urðu á hitaskildi geimferjunnar Endeavour séu minniháttar vandamál sem líklega þarfnist ekki viðgerðar. Áhöfn ferjunnar mun þó rannsaka skemmdirnar betur í dag.

Geimgangan gekk vel

Skipt var um einn af fjórum snúðvísum í Alþjóðageimstöðinni í gær. Tveir áhafnarmeðlimir geimskutlunnar Endeavour, sem stödd er við stöðina, héldu í geimgöngu í gær og komu 272 kílógramma nýjum snúðvísi á sinn stað.

Allt að gerast um borð í Endeavour

Geimfarar um borð í geimskutlunni Endeavour eru lagðir af stað í aðra geimgöngu sína á Alþjóðageimstöðinni. Erindi þeirra er að skipta um einn af snúðvísum stöðvarinnar. Ráðgert er að geimgangan vari í sex og hálfa klukkustund. Fjórar geimgöngur eru áætlaðar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×