Erlent

Hvað er afstæðiskenningin?

Afstæðiskenningin er nafn á vísindakenningu sem var sett fram af Albert Einstein árið 1905. Kenningin dregur nafn sitt af afstæðislögmálinu sem svo kallast. Þetta lögmál kom fyrst fram á 16. öld og segir í grófum dráttum eftirfarandi:

Ef A og B eru tveir menn sem hreyfast innbyrðis með föstum hraða þá er ókleift að ákvarða hvor er „raunverulega" kyrr og hvor er „raunverulega" á hreyfingu. Þetta kann að koma spánskt fyrir sjónir því að farþegi í bíl þarf ekki að velkjast í vafa um hvort bíllinn er kyrrstæður eða á hreyfingu. Það er vissulega rétt að farþegi finnur fyrir hraðaukningunni meðan bíllinn er að auka hraðann því að hann þrýstist aftur í sætið, en getur jafnframt þurft á öryggisbelti að halda ef snögglega er bremsað.

Ef hins vegar bíllinn er á jöfnum hraða finnur farþeginn ekki fyrir hreyfingu nema frá misfellum á veginum og auðvitað sér hann umhverfið fara hjá. En það er alveg jafngild lýsing á þessari hreyfingu að halda því fram að bíllinn sé kyrrstæður og jörðin fari fram hjá. Þetta dæmi verður miklu skýrara ef maður hugsar sér geimskip úti í geimnum þar sem ekkert landslag er eða misfellur á vegi til að trufla skynfærin.

Lesið meira á Vísindavefnum




Fleiri fréttir

Sjá meira


×