Erlent

Miklar tafir í heimsins stærsta kjarnorkuveri eftir jarðskjálfta

Búist er við að eitt ár líði þangað til starfsemi í stærsta kjarnorkuver í heimi, Kashiwazaki-Kariwa kjarnorkuverinu í Japan, kemst á skrið eftir jarðskjálftann sem reið yfir Japan í síðasta mánuði.

Við jarðskjálftann þann 15 júlí lak kjarnorkuúrgangur, eldur brast út, rör sprungu og ýmislegt fleira. Allar skemmdir og önnur áföll voru smávægileg en vegna þeirra urðu raddir háværar sem sögðu að öryggi í kjarnorkuverinu væri ábótavant.

Jarðskjálftinn mældist 6,6 stig á Richter. Hann átti upptök sín við strönd Niigata sem er 260 kílómetra norðvestur af Tókýó. Níu létust.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×