Erlent

Umhvefisvænt batterí

Rafhlaða knúin sykri. Japanska fyrirtækið Sony hefur þróað umhverfisvænt batterí sem knúið er sykri og myndar nógu mikla orku til að knýja spilara og tvo hátalara.

Umbúðir rafhlöðunnar eru búnar til úr plasti upprunnu úr gróðurríkinu og er batteríið um 3,9 cm að lengd. Sykurlausn er í batteríinu sem er brotin niður af ensímum og myndar þannig orku. Stefna Sony er að framleiða rafhlöðuna fyrir almennan markað en þó er ekki ljóst hvenær það verður.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×