Erlent

Bubbi byggir í geimnum

Þenslan á byggingamarkaði virðist vera víðar en á Íslandi. Tveir bandarískir geimfarar sem nú eru um borð í alþjóðlegu geimstöðinni voru iðnir í gær en þeir bættu við herbergi í stöðinni.

Það tók þá Scott Parazynski og Doug Wheelock aðeins sex klukkutíma að festa 14 tonna herbergið við geimstöðina en þeir komu með herbergið með sér þegar þeir fóru frá jörðinni um borð í Discovery geimferjunni á dögunum.

Þó mun töluverð vinna bíða þeirra við að tengja herbergið við stöðina til frambúðar. Herberginu er ætlað að tengja saman þrjár rannsóknarstofur í geimstöðinni og er það um 32 fermetrar að flatarmáli.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×