Viðskipti innlent

Úrvalsvísitalan lækkaði í Kauphöllinni

Ari Edwald, forstjóri 365, en gengi félagsins var eitt þriggja sem hækkaði í Kauphöllinni í dag.
Ari Edwald, forstjóri 365, en gengi félagsins var eitt þriggja sem hækkaði í Kauphöllinni í dag.

Gengi nær allra fjármálafyrirtækja lækkaði í kringum eitt til rúmlega tvö prósent undir lok viðskipta í Kauphöllinni í dag. Mest var lækkun á gengi bréfa í Föroya banka, sem fór niður um 2,93 prósent. Næst á eftir fylgdu bréf í olíuleitarfélaginu Atlantic Petroleum, sem féll hratt við upphaf dags en jafnaði sig eftir því sem á leið.

Einungis gengi bréfa í 365, Icelandair og hinum færeyska Eik banka hækkaði. Þar af hækkaði gengi bréfa í 365 mest, eða um 1,61 prósent.

Úrvalsvísitalan lækkaði um 1,53 prósent og stendur hún í 7.326 stigum.

Þróunin hér hefur verið nokkuð í samræmi við þróun á alþjóðlegum hlutabréfamörkuðum. Þannig lækkaði FTSE-vísitalan um 1,05 prósent í Bretlandi, hin þýska Dax-vísitala um 1,46 prósent og franska Cac40-vísitalan um um 0,91 prósent.

Helstu hlutabréfavísitölur fóru niður skömmu eftir upphaf viðskipta í Bandaríkjunum í dag en hafa gefið nokkuð eftir og sveiflast beggja vegna núllsins síðan þá.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×