Viðskipti innlent

Rauð opnun í Kauphöllinni

Lýður og Ágúst Guðmundssynir, kenndir við Bakkavör og stærstu hluthafar í Existu en gengi félagsins hefur ekki verið lægra síðan í febrúar.
Lýður og Ágúst Guðmundssynir, kenndir við Bakkavör og stærstu hluthafar í Existu en gengi félagsins hefur ekki verið lægra síðan í febrúar. Mynd/GVA

Gengi hlutabréfa í Existu féll um 2,57 prósent skömmu eftir að viðskipti hófust í Kauphöll Íslands í dag. Gengi bréfa í félaginu stendur í 26,55 krónum á hlut og hefur ekki verið lægra síðan snemma í febrúar á þessu ári. Gengi annarra félaga hefur lækkað sömuleiðis, helst í fjármálafyrirtækjum, en ekkert hækkað á sama tíma.

Úrvalsvísitalan hefur lækkað um eitt prósent. Vísitalan stendur í 6.885 stigum og hefur ekki verið lægri síðan seint í janúar. Þetta jafngildir því sömuleiðis að vísitalan hafi hækkað um 7,8 prósent frá áramótum.

Þetta er svipuð þróun og á erlendum hlutabréfamörkuðum í dag.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×