Erlent

Dularfullt spendýr fest á filmu í fyrsta sinn

Vísindamanni hefur í fyrsta sinn tekist að festa á filmu dularfullt spendýr sem lifir í Mongolíu og Kína. Dýrið sem kallast Jerboa er næturdýr, á stærð við litla mús og með eyrum sem eru stærri en skrokkur þess.

Það var Jonathan Baille frá Dýragarðsfélaginu í London sem tókst að ná lifandi myndum af Jerboa. Nær ekkert er vitað um lífshætti þessa dýrs utan að það lifir í Gobi eyðimörkunni. Sökum smæðar þess og lífshátt hefur reynst ómögulegt að mynda það hingað til.

Jerboa er sem fyrr segir með gríðarlega stór eyru miðað við líkamsstærð og langan hala. Það ferðast um eyðimörkina með því að hoppa eins og kengúrur. Á daginn heldur það sig í djúpum holum í eyðimörkinni.

Talið er að Jerboa sé í mikilli útrýmingarhættu en það lifir að mestu á skordýrum í eyðimörkinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×