Erlent

Skip sjóræningjans Kafteinn Kidd fundið

Hópur bandaríska fornleifafræðingar tilkynnti í gær að þeir hefðu að öllum líkindum fundið skipsflak hins alræmda skoska sjóræningja Kaftein Kidd eða William Kidd eins og hann hét réttu nafni.

Flakið fannst undan strönd lítilli eyju sem tilheyrir Dómínikanska lýðveldinu. Fundist hafa kanónur og akkeri á þriggja metra dýpi en talið er að skipið sé Quedagh Merchant sem skoski sjóræninginn yfirgaf árið 1699. Ætlunin er að varðveita flakið eins og það er svo kafarar geti notið þess að skoða það




Fleiri fréttir

Sjá meira


×