Erlent

Kengúra endaði ævina í hákarlskjafti

Sundsprettur kengúrunnar endaði með ósköpum.
Sundsprettur kengúrunnar endaði með ósköpum.

Kengúra týndi lífinu í Ástralíu á dögunum á heldur óvenjulegan hátt. Kengúran var á strönd í suðurhluta landsins og hoppaði hún út í brimið og lagðist til sunds. Þá skipti engum togum að stærðar hákarl réðst á dýrið og drap samstundis. Þetta þykja nokkur tíðindi í Ástralíu því afar fátítt er að kengúrur fáist til að koma nálægt sjónum hvað þá að þær stökkvi sjálfviljugar út í.

 

Maður einn sem varð vitni að atburðinum þegar hann var úti að ganga með hundinn sinn segir að félagar hans hafi sagt hann vera drukkinn eða á lyfjum þegar hann lýsti atvikinu. En þegar annað vitni gaf sig fram og það litla sem eftir var af kengúrunni skolaði upp á ströndina fóru menn að trúa manninum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×