Erlent

Konur óskast sem vilja borða súkkulaðistykki á dag í ár

Vísindamenn við East Anglia háskólann auglýsa nú eftir konum í vinnu við að borða eitt súkkulaðistykki á dag í heilt ár.

Að sögn blaðsins The Times er óskað eftir 150 konum í þetta verkefni. Um er að ræða rannsókn á því hvort efni í súkkulaði geti hjálpað konum með sykursýki við að forðast hjartasjúkdóma eftir tíðahvörfin.

Þær konur sem sækja um verða því að vera komnar yfir tíðahvörfin, vera með annarsstigs sykursýki og vera á lyfjum sem draga úr kólesterólmagni í blóði þeirra. Jafnframt þurfa þær leyfi frá heimilislækni sínum til að taka þátt í rannsókninni.

Sérfræðingar í matarræði hafa fengið súkkulaðigerð í Belgíu til liðs við sig og býr hún til súkkulaðistykkin sem eru auðug af kakói og soyjadufti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×