Erlent

NASA birtir myndir af plánetum í öðru sólkerfi

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
Túlkun listamanns á óravíddum geimsins.
Túlkun listamanns á óravíddum geimsins. MYND/Gemini Observatory

NASA birtir í dag í fyrsta sinn myndir af plánetum utan okkar sólkerfis. Með allra nýjustu tækni í ljósmyndun með stjörnusjónauka hefur vísindamönnum NASA auðnast að ná myndum af fjórum plánetum sem nýlega voru uppgötvaðar utan okkar sólkerfis.

Pláneturnar eru staðsettar í sólkerfi sem hlotið hefur nafnið HR 8799 og gengur Bruce Macintosh við Lawrence Livermore-stjörnurannsóknarstöðina svo langt að segja að þarna geti í raun verið um stórt skref að ræða í áttina að því að finna nýja jörð.

Þó er ljóst að langur vegur er frá því að nokkur plánetanna fjögurra geti fóstrað líf í þeirri mynd sem við þekkjum það, segja fræðimenn. Sólkerfið er staðsett í um 130 ljósára fjarlægð frá jörðu og er áætlað að pláneturnar fjórar sem um ræðir hafa sjö til tífaldan massa Júpíters.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×