Sport

Guðjón í Utan vallar í kvöld

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Guðjón Þórðarson verður í nærmynd í Utan vallar í kvöld.
Guðjón Þórðarson verður í nærmynd í Utan vallar í kvöld. Mynd/Daníel

Guðjón Þórðarson verður í nærmynd í þættinum Utan vallar sem er á dagskrá Stöðvar 2 Sports í kvöld.

Óhætt er að segja að Guðjón er einn sigursælasti knattspyrnuþjálfari Íslands frá upphafi en hann hefur einnig þótt umdeildur og einkar litrík persóna.

Hann þjálfaði ÍA þar til nú í sumar og hefur nú síðast verið orðaður við enska C-deildarliðið Crewe Alexandra.

Staða íþróttahreyfingarinnar í núverandi efnahagsástandi verður einnig rædd. Spurt er hvaðan peningarnir eiga að koma nú þegar að fyrirtæki landsins draga saman seglin. Fyrir svörum sitja Hörður Þorsteinsson, framkvæmdarstjóri Golfsambands Íslands, Arnþór Sigurðsson, formaður frjálsíþróttadeildar Breiðabliks og fulltrúi Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands.

Sérfræðingarnir verða á sínum stað en umsjónarmaður þáttarins er Hörður Magnússon. Þátturinn hefst klukkan 20.15.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×