Sport

Burress skaut sig í fótinn og hugsanlega á leið í fangelsi

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Plaxico Burress er hér leiddur í handjárnum eftir að hann gaf sig fram við lögreglu á mánudaginn.
Plaxico Burress er hér leiddur í handjárnum eftir að hann gaf sig fram við lögreglu á mánudaginn. Nordic Photos / Getty Images

Plaxico Burress, ein helsta stjarna NFL-deildarinnar, á yfir höfði sér kæru fyrir ólöglegan vopnaburð eftir að hann skaut sjálfan sig í fótinn á næturklúbbi í New York um helgina.

Burress var hetja New York Giants þegar að liðið sigraði í Super Bowl-leiknum gegn New England Patriots fyrr á árinu. Burress tryggði Giants sigurinn með snertimarki á lokamínútu leiksins.

Hann hefur verið settur í bann af Giants og mun ekki spila meira með liðinu á tímabilinu. Hann var einnig sektaður af félaginu.

Burress skrifaði undir nýjan fimm ára samning við Giants í september síðastliðnum sem tryggir honum 35 milljónir dollara í tekjur á samningstímanum. Hann á nú á hættu að verða af þeim tekjum.

Ef hann verður fundinn sekur um ólöglegan vopnaburð í New York á hann yfir höfði sér fangelsisdóm. Slíkar sakfellingar fela sjálfkrafa í sér þriggja og hálfs árs fangelsisdóm.

Burress var á næturklúbbu í New York á laugardagskvöldið og skaut sjálfan sig óvart í fótinn. Þetta er enn einn svarti bletturinn sem fellur á NFL-deildina en leikmenn hafa ítrekað komist í kast við lögin, ýmist í tengslum við áfengisneyslu eða vopnaburð.












Fleiri fréttir

Sjá meira


×