Erlent

Mars gæti hugsanlega fóstrað frumstætt líf

Fyrsta jarðvegssýnið sem bandaríska könnunarfarið Fönix tók úr yfirborði rauða risans Mars hefur leitt í ljós að nálægt norðurpól plánetunnar er efsta lag hennar ekkert ósvipað því sem búast mætti við að finna í húsagörðum hér á jörðinni. Vekur þessi uppgötvun vonir vísindamanna um að á sléttum Mars væru hugsanlega aðstæður sem fóstrað gætu frumstætt líf.

Fönix hefur nú dvalið á Mars í mánuð og þrátt fyrir að ekki hafi geimfarið enn fundið nein merki um lífrænt kolefni, sem er frumforsenda alls lífs sem við þekkjum, bárust fregnir af því að í síðustu viku hefði það grafið niður á það sem líklegast er ís eins og greint var frá. Fönix er búinn þróuðum tækjum til efnafræðirannsókna og hallast sérfræðingar NASA nú að því að einhvern tímann hafi að minnsta kosti verið vatn á Mars.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×