Þrjár sýningar, fjórir listamenn 31. júlí 2008 06:00 Verk eftir bandaríska listamanninn Creighton Michael. Hvorki meira né minna en þrjár nýjar sýningar verða opnaðar í StartArt listamannahúsi, Laugavegi 12b, í dag kl. 17. Um er að ræða sýningar listamannanna Creighton Michael, Magdalenu Margrétar og samsýningu þeirra Ingunnar Fjólu Ingþórsdóttur og Þórdísar Jóhannesdóttur. Sýning Creightons Michael nefnist Bylgjulengdir. Á henni sýnir hann tví- og þrívíðar teikningar sem innblásnar eru af náttúru íslands. Í flestum verkum sínum leggur Michael fyrst og fremst áherslu á teikningu; hann vinnur með liti og þrykk og teiknar á pappír, auk þess sem hann býr til svokallaðar skúlptúrteikningar. Enn fremur má finna sterk áhrif frá ritun og letri í flestum verka hans og því er ekki fráleitt að varðveisla íslenskrar menningar í handritaformi hafi einnig haft sín áhrif á listsköpun hans. Um þessar mundir stendur einnig yfir sýning á verkum Creightons Michael í Hafnarborg, menningar- og listastofnun Hafnarfjarðar, og því úr nægu að moða fyrir aðdáendur verka hans. Listamaðurinn sjálfur verður viðstaddur opnunina á verkum sínum í StartArt í dag. Grafíklistakonan Magdalena Margrét Kjartansdóttir opnar sýninguna Svart List í forsal StartArt. Magdalena hefur starfað sem grafíklistamaður frá 1984 og vakið athygli fyrir stór verk þrykkt á pappír. Verkin sem hún sýnir nú eru svartar tréristur er fjalla um fórnina, eilífðina, endurfæðinguna og hringrásina sem tengir þetta saman. Þriðja sýningin sem opnuð verður í dag nefnist Flökt og er í austur- og vestursal jarðhæðar StartArt. Á henni tefla þær Ingunn Fjóla Ingþórsdóttir og Þórdís Jóhannesdóttir saman hugmyndum sínum á óhefðbundinn hátt með því að nota verk hvor annarrar sem efnivið í nýjar innsetningar. Sýningin virkar þannig sem sjónræn rannsókn sem taka mun breytingum daglega, en með henni vilja listakonurnar vekja upp spurningar er varða sjónmenningu, frumleika, höfundarrétt og traust og ferli sköpunar gagnvart hinu fullkláraða verki. - vþ Mest lesið Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Lífið Sjá eftir að hafa beint börnum á klámsíðu Lífið Stjörnulífið: „Einhver þarna uppi heldur með mér“ Lífið Steindi á æfingu hjá versta fótboltaliði Lundúna Lífið Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Lífið Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Tónlist Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Tónlist Fiskikóngurinn kominn í gufuna Lífið Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Lífið Fleiri fréttir Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira
Hvorki meira né minna en þrjár nýjar sýningar verða opnaðar í StartArt listamannahúsi, Laugavegi 12b, í dag kl. 17. Um er að ræða sýningar listamannanna Creighton Michael, Magdalenu Margrétar og samsýningu þeirra Ingunnar Fjólu Ingþórsdóttur og Þórdísar Jóhannesdóttur. Sýning Creightons Michael nefnist Bylgjulengdir. Á henni sýnir hann tví- og þrívíðar teikningar sem innblásnar eru af náttúru íslands. Í flestum verkum sínum leggur Michael fyrst og fremst áherslu á teikningu; hann vinnur með liti og þrykk og teiknar á pappír, auk þess sem hann býr til svokallaðar skúlptúrteikningar. Enn fremur má finna sterk áhrif frá ritun og letri í flestum verka hans og því er ekki fráleitt að varðveisla íslenskrar menningar í handritaformi hafi einnig haft sín áhrif á listsköpun hans. Um þessar mundir stendur einnig yfir sýning á verkum Creightons Michael í Hafnarborg, menningar- og listastofnun Hafnarfjarðar, og því úr nægu að moða fyrir aðdáendur verka hans. Listamaðurinn sjálfur verður viðstaddur opnunina á verkum sínum í StartArt í dag. Grafíklistakonan Magdalena Margrét Kjartansdóttir opnar sýninguna Svart List í forsal StartArt. Magdalena hefur starfað sem grafíklistamaður frá 1984 og vakið athygli fyrir stór verk þrykkt á pappír. Verkin sem hún sýnir nú eru svartar tréristur er fjalla um fórnina, eilífðina, endurfæðinguna og hringrásina sem tengir þetta saman. Þriðja sýningin sem opnuð verður í dag nefnist Flökt og er í austur- og vestursal jarðhæðar StartArt. Á henni tefla þær Ingunn Fjóla Ingþórsdóttir og Þórdís Jóhannesdóttir saman hugmyndum sínum á óhefðbundinn hátt með því að nota verk hvor annarrar sem efnivið í nýjar innsetningar. Sýningin virkar þannig sem sjónræn rannsókn sem taka mun breytingum daglega, en með henni vilja listakonurnar vekja upp spurningar er varða sjónmenningu, frumleika, höfundarrétt og traust og ferli sköpunar gagnvart hinu fullkláraða verki. - vþ
Mest lesið Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Lífið Sjá eftir að hafa beint börnum á klámsíðu Lífið Stjörnulífið: „Einhver þarna uppi heldur með mér“ Lífið Steindi á æfingu hjá versta fótboltaliði Lundúna Lífið Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Lífið Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Tónlist Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Tónlist Fiskikóngurinn kominn í gufuna Lífið Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Lífið Fleiri fréttir Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira
Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Lífið
Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Lífið