Erlent

Mótleikur mauranna

Óli Tynes skrifar
Híhí, plötum maurana.
Híhí, plötum maurana.

Maurar á dönsku eynni Læsö hafa fundið mótleik gegn lúmskum fiðrildum sem hafa platað þá til þess að passa lirfur sínar. Fiðrildalirfurnar lifa fyrst á plöntum en detta fljótlega niður á jörðina.

Hin lúmsku fiðrildi geta líkt eftir lyktinni af lirfum mauranna. Maurar sem ganga framá fiðriðldalirfur taka þær því með sér heim í búið að gæta þeirra þar.

Og fiðrildin eru svo klár í lyktarframleiðslunni að vinnumaurarnir taka frekar þeirra lirfur heim en sínar eigin. Af því að það er svo góð lykt af þeim.

Tveir vísindamenn við líffræðideild Kaupmannahafnarháskóla hafa rannsakað þetta fyrirbæri um nokkurt skeið. Og þótt merkilegt.

Svo komust þeir að því að sumir maurarnir hafa fundið sér mótleik. Þeir eru farnir að breyta sinni eigin lykt, til þess að geta þekkt í sundur eigin lirfur og lirfur hinna lúmsku fiðrilda.

Grein um þetta er birt í tímaritinu Science, í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×