Erlent

Fundu leyndarmálið bakvið fullkomna leggi Kylie Minogue

Vísindamenn telja sig hafa fundið leyndarmálið á bakvið fullkomna fótleggi söngkonunnar Kylie Minogue. Rannsókn leiddi í ljós að kona sem væri 160 sm á hæð þyrfti lögulega 76 sm leggi til að ná fullkomnun.

 

Í ljós kom að mjög langir leggir væru ekki nauðsynlega betri og raunar kom í ljós að 10% frávik frá fyrrgreindum tölum gerði þá óaðlaðandi. Þetta útskýrir afhverju Kylie, sem aðeins er rúmlega 150 sm á hæð vinnur reglulega kosningar um bestu leggi meðal fræga fólksins. Þrátt fyrir að leggir hennar séu smáir samsvara þeir líkama hennar fullkomnlega.

 

Rannsókn þessi fór fram í háskólanum í Varsjá í Póllandi. 218 karlmenn og konur voru beðin um að meta hve aðlaðandi sjö myndir af mismunandi leggjum væru. Í ljós kom að hæstu einkunn fengu þeir leggir sem voru 5% lengri en meðallagið.

 

Dr. Boguslaw Pawlowski sem stjórnaði rannsókninni segir að langir leggir gefi góða heilsu í skyn. Stuttir leggir hinsvegar gefi í skyn slæma heilsu og ýmsa kvilla



Fleiri fréttir

Sjá meira


×