SPRON styrkir Badmintonsamband Íslands Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 19. febrúar 2008 15:31 Sigríður Guðbjörg Bjarnadóttir, formaður Badmintonsambands Íslands, og Guðmundur Hauksson, forstjóri SPRON, handsala samninginn. Guðmundi þáði forláta badmintonspaða að gjöf frá Badmintonsambandinu í tilefni dagsins. Mynd/Arnaldur Í dag var tilkynnt um samstarfssamning SPRON og Badmintonssambands Íslands fram til Ólympíuleikanna í London árið 2012. Eftirfarandi fréttatilkynning var send fjölmiðlum: „Samstarfssamningur SPRON og Badmintonsambands Íslands var undirritaður í dag. Samningurinn er til fimm ára eða fram til Óympíuleika 2012. Með samningnum verður ungmenna-, kynningar- og fræðslustarf Badmintonsambandsins eflt verulega. „Samningurinn við SPRON er tímamótasamningur fyrir allt starf Badmintonsambands Íslands. Hann gerir sambandinu kleift að ráða starfsmann til að sinna fræðslu- og kynningarmálum og leggja meiri áherslu á þann málaflokk en áður hefur verið gert. Þá mun samningurinn einnig styrkja stoðir landsliðsstarfsins og tryggja að áfram verði hægt að vinna vel með afreksfólki í badminton," segir Sigríður Guðbjörg Bjarnadóttir, formaður Badmintonsambands Íslands. Afreksmál eru stór hluti af starfi Badmintonsambands Íslands. Næsta verkefni badmintonlandsliðsins er Evrópumót liða og einstaklinga sem fram fer í Herning í Danmörku 12.-20. apríl næstkomandi. Ísland vann sér þátttökurétt á mótinu með því að sigra Evrópukeppni B-þjóða í janúar 2007. Þá eru framtíðarmarkmið Badmintonsambandsins í afreksmálum þau að hægt verði að koma bæði karl- og kvenspilara á Ólympíuleikana í London 2012. Slíkt verkefni kostar mikla vinnu og fjármagn. Öflugir styrktaraðilar eins og SPRON eru nauðsynlegir til að hægt sé að ná þessum markmiðum. Góð umgjörð og aðstaða fyrir afreksfólkið er líka mikilvægur þáttur sem er svo sannarlega til staðar hjá TBR í Gnoðarvogi. Margt nýtt er ennfremur á döfinni hjá Badmintonsambandinu og er það að stórum hluta samningurinn við SPRON sem gerir sambandinu kleift að láta þau verkefni verða að veruleika. Sem dæmi má nefna að í undirbúningi er útgáfa á vandaðri bók um badminton og badmintonþjálfun. Þá verða gefnir badmintonspaðar í íþróttahús víðsvegar um landið til að hvetja almenning enn frekar til þátttöku í íþróttinni. „Það er okkur hjá SPRON mikill heiður og ánægja að innsigla þennan samning við Badmintonsambandið. SPRON hefur um nokkurt skeið stutt Rögnu Ingólfsdóttur, Íslandsmeistara í badminton, í undirbúningi þátttöku í Ólympíuleikunum í Kína næsta sumar og við lítum á þennan samning sem eðlilegt og ánægjulegt framhald á því samstarfi. Íslenskt badmintonfólk er í fremstu röð íslenskra íþróttamanna og íþróttin hefur verið í mikilli uppsveiflu að undanförnu," segir Guðmundur Hauksson, forstjóri SPRON." Innlendar Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Enski boltinn Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Sonur Scottie Pippen kom sér og föður sínum í sögubækurnar Sport Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Fótbolti Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest Enski boltinn Fleiri fréttir Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Í beinni: Ísland - Rúmenía | Taka á Rúmenum í Ólafssal Í beinni: Chelsea - Arsenal | Stórleikur á Brúnni Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Sævar Atli skoraði og fiskaði mikilvægt víti fyrir Lyngby „Velkomin í dal draumanna“ Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Gerði nýjan NFL samning og fær frían bjór ævilangt Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Barnið þriggja vikna þegar mamman kom inn á og varð sænskur meistari Sonur Scottie Pippen kom sér og föður sínum í sögubækurnar Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Whoopi Goldberg stofnar sjónvarpsstöð sem sýnir bara kvennaíþróttir Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Átta búin að synda sig inn á HM í sundi í Búdapest í desember Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Dagskráin í dag: Boltar, pökkar og pílur Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Tvær breytingar á landsliðshópnum Sjá meira
Í dag var tilkynnt um samstarfssamning SPRON og Badmintonssambands Íslands fram til Ólympíuleikanna í London árið 2012. Eftirfarandi fréttatilkynning var send fjölmiðlum: „Samstarfssamningur SPRON og Badmintonsambands Íslands var undirritaður í dag. Samningurinn er til fimm ára eða fram til Óympíuleika 2012. Með samningnum verður ungmenna-, kynningar- og fræðslustarf Badmintonsambandsins eflt verulega. „Samningurinn við SPRON er tímamótasamningur fyrir allt starf Badmintonsambands Íslands. Hann gerir sambandinu kleift að ráða starfsmann til að sinna fræðslu- og kynningarmálum og leggja meiri áherslu á þann málaflokk en áður hefur verið gert. Þá mun samningurinn einnig styrkja stoðir landsliðsstarfsins og tryggja að áfram verði hægt að vinna vel með afreksfólki í badminton," segir Sigríður Guðbjörg Bjarnadóttir, formaður Badmintonsambands Íslands. Afreksmál eru stór hluti af starfi Badmintonsambands Íslands. Næsta verkefni badmintonlandsliðsins er Evrópumót liða og einstaklinga sem fram fer í Herning í Danmörku 12.-20. apríl næstkomandi. Ísland vann sér þátttökurétt á mótinu með því að sigra Evrópukeppni B-þjóða í janúar 2007. Þá eru framtíðarmarkmið Badmintonsambandsins í afreksmálum þau að hægt verði að koma bæði karl- og kvenspilara á Ólympíuleikana í London 2012. Slíkt verkefni kostar mikla vinnu og fjármagn. Öflugir styrktaraðilar eins og SPRON eru nauðsynlegir til að hægt sé að ná þessum markmiðum. Góð umgjörð og aðstaða fyrir afreksfólkið er líka mikilvægur þáttur sem er svo sannarlega til staðar hjá TBR í Gnoðarvogi. Margt nýtt er ennfremur á döfinni hjá Badmintonsambandinu og er það að stórum hluta samningurinn við SPRON sem gerir sambandinu kleift að láta þau verkefni verða að veruleika. Sem dæmi má nefna að í undirbúningi er útgáfa á vandaðri bók um badminton og badmintonþjálfun. Þá verða gefnir badmintonspaðar í íþróttahús víðsvegar um landið til að hvetja almenning enn frekar til þátttöku í íþróttinni. „Það er okkur hjá SPRON mikill heiður og ánægja að innsigla þennan samning við Badmintonsambandið. SPRON hefur um nokkurt skeið stutt Rögnu Ingólfsdóttur, Íslandsmeistara í badminton, í undirbúningi þátttöku í Ólympíuleikunum í Kína næsta sumar og við lítum á þennan samning sem eðlilegt og ánægjulegt framhald á því samstarfi. Íslenskt badmintonfólk er í fremstu röð íslenskra íþróttamanna og íþróttin hefur verið í mikilli uppsveiflu að undanförnu," segir Guðmundur Hauksson, forstjóri SPRON."
Innlendar Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Enski boltinn Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Sonur Scottie Pippen kom sér og föður sínum í sögubækurnar Sport Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Fótbolti Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest Enski boltinn Fleiri fréttir Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Í beinni: Ísland - Rúmenía | Taka á Rúmenum í Ólafssal Í beinni: Chelsea - Arsenal | Stórleikur á Brúnni Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Sævar Atli skoraði og fiskaði mikilvægt víti fyrir Lyngby „Velkomin í dal draumanna“ Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Gerði nýjan NFL samning og fær frían bjór ævilangt Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Barnið þriggja vikna þegar mamman kom inn á og varð sænskur meistari Sonur Scottie Pippen kom sér og föður sínum í sögubækurnar Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Whoopi Goldberg stofnar sjónvarpsstöð sem sýnir bara kvennaíþróttir Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Átta búin að synda sig inn á HM í sundi í Búdapest í desember Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Dagskráin í dag: Boltar, pökkar og pílur Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Tvær breytingar á landsliðshópnum Sjá meira
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti