Erlent

Forfaðir kanína og héra fundinn

Steingerfingafræðingar hafa fundið leyfar spendýrs sem talið er vera forfaðir kanína og héra á jörðinni.

Um er að ræða 53 milljón ára gömul steingerð bein sem fundust í héraðinu Gujarat í miðju Indlands. Þau teljast til hóps spendýra sem kallast lagomorphs en elstu leyfar þeirra fram að þessum fundi voru 40 milljón ára gamlar og fundust í Mið-Asíu.

Allt bendir nú til að lagomorphs hafi komið fram og þróast um það leiti sem sem Indland var að rekast á Mið-Asíu og sameinast henni samkvæmt landrekskenningunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×