Erlent

Sjaldgæfasti fiskur Bretlands nemur ný vötn

Sjaldgæfasti fiskur Bretlands, sem á uppruna sinn að rekja til síðustu ísaldar, þrífst vel í nýjum heimkynnum sínum í Skotlandi.

Um er að ræða ferskvatnsfisk sem ber heitið Vendace í heimalandi sínu. Fiskurinn hefur hingað til aðeins fundist í fjórum litlum vötnum í kringum landamærin milli Skotlands og England og hann hefur dáið út í tveimur þeirra.

Vendace, sem líkist helst síld, var í útrýmingarhættu í stærsta og næstsíðasta vatninu sem hann var að finna eða Bassenthwaite vatni í Skotlandi. Því ákvað umhverfisverndarsjóður í Skotlandi að grípa til aðgerða til að vernda hann.

Hrogn voru sett í vötnin Loch Skene og Galloway í lok síðasta áratugar og hefur þessi ræktun heppnast það vel að fiskurinn er ekki talinn lengur í útrýmingarhættu.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×