Erlent

Nýjar spurningar um "hobbitana" í Kyrrahafinu

Nýjar spurningar hafa vaknað um "hobbitana" eftir að bein fundust á Palau eyjaklasanum í Kyrrahafinu nýlega. Áður höfðu svipaðar leyfar af smávöxnu mannfólki fundist á eyjunni Flores sem er í 2000 km fjarlægð.

Mannfræðingar hafa deilt um hvort hér sé á ferðinni sérstök tegund af mannfólki eða hvort um sé að ræða homo sapiens sem hafa minnkað sökum erfðabreytinga eða skorts á fæðu.

Fyrstu leyfarnar af hobbitunum fundust árið 2004 í helli á eyjunni Flores. Nú hafa bein 26 einstaklinga fundist á Palau og aldursgreining bendir til að þau séu 1.400 til 3.000 ára gamlar. Einn karlanna var um 43 kg að þyngd og ein kvennanna var um 29 kg en bæði voru um 120 sm að hæð.

Prófessor Lee Berger sem fann fyrstu leyfar af hobbitunum er sannfærður um að um sérstaka tegund mannfólks sé að ræða og kallar það Homo floresiensis.

Aðrir mannfræðingar eru ekki sannfærðir og halda því fram að leyfarnar sem fundist hafa séu af Homo sapiens sem hafi í gegnum tíðina aðlagað sig að aðstæðum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×